Morgunblaðið - 06.11.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.11.2007, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is STURLA G. Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Samkaupa, segir að sveitarfélögin verði að finna til ábyrgðar sinnar og stuðla að eðlilegri samkeppni á matvörumarkaði. Hann segir Samkaup hafa sótt um lóðir í Reykjavík á undanförnum árum en engin svör fengið. Hann segist vilja fá lóð á sömu forsendum og Bauhaus, sem fékk lóð við Vesturlandsveg m.a. á þeirri forsendu að með lóðaúthlut- uninni væri verið að stuðla að aukinni sam- keppni á byggingavörumarkaði. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins um mat- vörumarkaðinn sem út kom fyrir réttum tveimur árum segir: „Verslunarrými hefur farið stækkandi, lágvöruverðsverslunum og ofurstórmörkuðum hefur fjölgað. Aðgangur að húsnæði og byggingalóðum skiptir miklu fyrir þessa þróun. Nauðsynlegt er að skipu- lags- og byggingayfirvöld séu meðvituð um gildi virkrar samkeppni fyrir neytendur og setji ekki hömlur á framanritaðan nema mál- efnalegar forsendur séu því til rökstuðnings. Reglur þurfa að vera gagnsæjar.“ Í skýrslunni kemur fram að árið 2004 var hlutdeild Haga, sem reka m.a. Bónus og Hag- kaup 47% á matvörumarkaði, en var 40% árið 2000. Hlutdeild Kaupáss var 21% árið 2004 en 24 árið 2000. Hlutdeild Haga á höfuðborgar- svæðinu var hins vegar 58% árið 2004. Lóðir í höndum braskara „Forveri minn sótti um lóðir í Reykjavík og ég gerði það aftur á fyrri hluta þessa árs, en viðbrögðin eru engin,“ sagði Sturla. „Það er verið að skipuleggja mörg ný hverfi í Reykjavík, í Úlfarsfelli, Geldinganesi, Örfir- isey og áform eru uppi um uppbyggingu í Vatnsmýrinni. Ég vil bara fá lóð undir versl- un. Þessar lóðir virðast allar lenda í hönd- unum á einhverjum bröskurum sem láta þær ganga kaupum og sölum. Hver og einn leggur á þær og svo á að selja mér þessar lóðir sem er bara að selja mjólk og brauð. Verðið á lóð- unum er alveg út úr kortinu. Ég lít svo á að á sveitarstjórnarmönnum hvíli ákveðin ábyrgð á því að halda uppi eðli- legri samkeppni í höfuðborginni. Bauhaus fékk m.a. úthlutað lóð á þessum forsendum og ég óska eftir að fá lóð á svipuðum forsendum.“ Sturla sagðist hafa sent umsókn sína til borgarinnar og til borgarfulltrúa. Eini borg- arfulltrúinn sem hefði svarað sér væri Dagur B. Eggertsson, en hann var þá óbreyttur borgarfulltrúi. Í svari hans hefði komið fram að hann teldi rök fyrir lóðarút- hlutun til Samkaupa góð og gild. „Ég bind því ein- hverjar vonir við nýjan meirihluta í Reykjavík,“ sagði Sturla. Sturla sendi einnig bréf til annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Hafnfirðingar hefðu tekið erindinu vel og út- hlutað Samkaupum lóð. Stóru aðilarnir reka líka fasteignafélög „Það eru tveir aðilar sem skipta á milli sín markaðinum í Reykjavík. Menn vilja ekki aðra samkeppni og eru greinilega búnir að koma sér niður á eitthvert verð, þ.e. að annar aðilinn sé krónu ódýrari eða dýrari en hinn. Það er því ákveðin staða á markaðinum sem menn eru ásáttir um hvort sem menn hafa haft samráð um hana eða ekki. Ég held að þessi staða sé ekki til hagsbóta fyrir neyt- endur.“ Sturla benti á að eigendur Haga og Kaup- áss ættu jafnframt fasteignafélög. Fyrirtækin væru auk þess miklu stærri félög en Sam- kaup. Samkaup þyrftu að láta arðinn af því að selja mjólk og brauð borga fyrir fjárfestingar í húsnæði, en hin félögin gætu farið aðrar leið- ir til þess. „Ég vill fá tækifæri til að keppa við þessa menn á heimavelli. Þeir eru búnir að koma sér mjög vel fyrir á Reykjavíkursvæðinu og eru í auknum mæli að sækja út á landsbyggðina þar sem við erum með verslanir. Þar eru eng- in skipulagsákvæði sem eru samkeppnishaml- andi líkt og er í Grafarvogi. Þar er ákvæði um að það megi ekki opna fleiri matvöruverslanir. Þar er búið að afhenda mönnum kvóta til lífs- tíðar. Er það til hagsbóta fyrir neytendur? Það efast ég um,“ spyr Sturla. Bíða líka eftir svörum frá Faxaflóahöfnum Samkaup flytja inn allt það grænmeti og ávexti sem selt er í verslunum fyrirtækis og er þar í samkeppni við Banana, sem er í eigu Haga. Sturla sagðist hafa sent erindi til Faxa- flóahafna um að fá lóð undir þessa starfsemi. Þar hefði ekkert svar komið annað en að mál- ið hefði verið sent til einhverrar nefndar, sem væri sama svar og skipulagssvið borgarinnar hefði gefið undanfarin ár við lóðaumsóknum fyrirtækisins. „Ég vil bara fá lóð undir verslun“ Samkaup vilja fá lóð í Reykjavík á forsendum samkeppnissjónarmiða líkt og Bauhaus fékk Sturla Eðvarðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.