Morgunblaðið - 06.11.2007, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.11.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2007 11 FRÉTTIR RÍKISSJÓÐUR hefur verið rekinn með góðum tekjuafgangi undanfarin ár en sveitarfélögin með halla og þau hafa stöðugt aukið skuldir sínar. Þetta kom fram í setningarræðu Halldórs Halldórssonar, formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, á árlegri fjármálaráðstefnu sam- bandsins sem hófst í gær. Halldór nefndi fjármagnstekju- skatt sem skilar sífellt meira í ríkis- sjóð en engu beint til sveitarfélag- anna. Mikil fjölgun einkahlutafélaga hafi og valdið því að sveitarfélögin hafi orðið af tekjum. „Kröfum okkar um hlutdeild í fjármagnstekjuskatt- inum hefur verið misjafnlega vel tekið og því m.a. haldið fram að hlut- deild í fjármagnstekjuskattinum hentaði ekki sveitarfélögunum. Við erum á annarri skoðun en höfum lýst því yfir að ef hægt væri að benda á aðrar leiðir til að styrkja tekjustofna sveitarfélaga værum við að sjálfsögðu tilbúin til að ræða það,“ sagði Halldór. Þá benti Halldór á að sveitar- félögin hefðu ekki löggjafarvald en tekjustofnum þeirra og verkefnum væri flestum skipað með lögum. Samræmi þyrfti að vera milli tekna og lögskyldra og venjubundinna verkefna en hallarekstur og skulda- söfnun sveitarfélaga sýndi að skort hefði á þetta samræmi. „Við ætlumst til þess að nýskipað Alþingi og ný ríkisstjórn taki á þessum málum. Að þau búi öllum sveitarfélögum í land- inu, hvar sem þau eru niður komin, aðstæður til að sinna sínum skyldum og þjónustu við íbúana með sam- bærilegum hætti.“ Fjármálaráðherra Árni M. Mathiesen fjármálaráð- herra benti m.a. á að miklar skatta- lækkanir undanfarin ár hefðu ekki dregið úr útsvarstekjum sveitarfé- laganna. Prósentustig útsvars hefði hækkað nokkuð á sama tímabili sem endurspeglaði aukin verkefni sveit- arfélaganna. Hann sagði að rekstur ríkissjóðs hefði skilað umtalsverðum afgangi á síðustu árum og jafnframt hefðu sveitarfélögin í heild skilað af- gangi. Afgangur sveitarfélaga nam þannig ríflega einum milljarði 2005, tæpum fjórum milljörðum í fyrra og gert er ráð fyrir tæplega sex millj- arða afgangi á þessu ári. Árni sagði ólíka rekstrarstöðu einstakra sveit- arfélaga vandamál, því sum skiluðu miklum afgangi en önnur töpuðu fé. Hvað varðar einstaklinga sem breytt hafa úr einkarekstri í einka- hlutafélög sagði Árni að þessi breyt- ing hefði leitt til aukinna umsvifa og hagnaðar þessara fyrirtækja. At- hugun á þróun launagreiðslna og arðgreiðslna hjá einstaklingum sem bæði voru eigendur og launþegar í einkafélögum sýndu að milli áranna 2003 og 2005 jukust launagreiðslur um rúmlega 18 milljarða en arð- greiðslur um rúma 7 milljarða. Stærri hluti vaxtarins komi því fram í launagreiðslum sem skili útsvari til sveitarfélaga. Árni helgaði kafla ræðu sinnar fjármagnstekjuskatti og vék að kröf- um um að sveitarfélögin fengju hlut í honum. Hann sagði ljóst að fjár- magnstekjur hefðu jákvæðari áhrif á fjárhag sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu en þeirra á landsbyggð- inni. Árni benti á miklar sveiflur í fjármagnstekjuskatti á mann milli ára og eftir landsvæðum. „Ég fæ ekki séð hvaða röksemdafærsla gæti verið að baki því að sveitarfélög eigi að hafa hlutdeild í skattstofni sem gefur hæsta sveitarfélaginu ekki tíu sinnum heldur hundrað sinnum meiri tekjur á íbúa en lægsta sveit- arfélaginu auk þess að búa við skatt- stofn sem sveiflast svo gríðarlega mikið frá einu ári til annars. Er þá ekki betra að ráðstafa tekjum í Jöfn- unarsjóðinn, eins og við gerum í dag, og skipta framlagi úr honum eftir reglum sem taka mið af þörfinni,“ spurði fjármálaráðherrann. Fjármálaráðstefnan er haldin á Hilton Reykjavík Nordica og eru skráðir þátttakendur 330 frá 68 sveitarfélögum auk ýmissa stofnana og fyrirtækja. Í gær var fjallað um fjármál sveitarfélaga en í dag verður framtíð velferðarkerfisins og al- mannaþjónustan til umræðu. Ráð- stefnunni lýkur síðdegis í dag. Sveitarfélögin vilja að tekjustofnar verði efldir til samræmis við skyldur Fjármálaráðherra spyr hvort ekki sé æskilegra að ráðstafa tekjum í Jöfnunarsjóð sveitarfé- laga en að þau fái hlut- deild í sveiflukenndum fjármagnstekjuskatti. Morgunblaðið/Frikki Tilfærsla Um áramót færast málefni sveitarfélaganna frá félagsmálaráðuneyti til samgönguráðuneytisins. Krist- ján Möller samgönguráðherra var því mættur á ráðstefnuna, auk Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra. GUÐMUNDUR Þóroddsson, for- stjóri REI, segist ekki líta á bókanir borgarráðs og stjórnar Orkuveit- unnar um að hætta við samruna Geysis Green og REI, sem áfellis- dóm yfir sér. „Þetta samrunamál er eigendamál, það eru eigendurnir sem sjá um þetta ferli. Þetta er ekki eitthvað sem var unnið af REI eða mér, heldur eigendunum. Þannig að ég get ekki séð að það sé einhver áfellisdómur yfir mér að þeir töldu sig svo ekki hafa nægar upplýs- ingar.“ Undarlegt ferli Um þá ákvörðun borgarráðs að láta gera stjórnsýsluúttekt á Orku- veitunni segir Guðmundur: „Ég sé ekkert að því að menn geri stjórn- sýsluúttekt. Þetta er kannski dálítið undarlegt ferli, ég hef hingað til haldið að Orkuveitan væri í eigu fleiri en borgarinnar og ákvörðun eigendafundar að fara í slíka út- tekt.“ Guðmundur segir stöðu REI vera erfiðari nú en áður en samruni fé- lagsins og Geysis Green var sam- þykktur. „Eftir að samruninn var samþykktur seldi Landsvirkjun Geysi Green hlut sinn í Enex og þar með varð Geysir Green meirihluta eigandi að Enex og Kína- og Am- eríkuverkefnunum okkar í gegnum það félag. Þannig að þeirra staða varð miklu sterkari eftir að sam- runinn var samþykktur en áður.“ Geysir Green sterkari en áður AFKOMA sveitarfélaganna var jákvæð um 3,8 milljarða í fyrra en var jákvæð um 5 milljarða árið áður, að því er fram kom í erindi Gunn- laugs A. Júlíussonar, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands ís- lenskra sveitarfélaga. Hann fjallaði um afkomu sveitarfélaganna og hvert stefnir. Gunnlaugur benti m.a. á að lífeyrisskuldbindingar eru sí- vaxandi liður hjá sveitarfélögunum og námu þær 10,2 milljörðum í fyrra. Gunnlaugur vakti einnig athygli á alvarlegum þætti íbúaþróunar. Hann bar saman þróun á fjölda 6-15 ára barna við heildaríbúafjölda áranna 1995-2005. Ungviðinu sem á að taka við fækkaði hlutfallslega umtalsvert meira en heildarþróun íbúafjölda á fækkunarsvæðum gaf til kynna. Í fyrra skiluðu 49 sveitarfélög jákvæðri afkomu upp á samtals 9,1 milljarð en 28 sveitarfélög voru rekin með samtals 5,5 milljarða halla. Útsvar var 58% tekna sveitarfélaga yfir landið, þjónustutekjur 20%, fasteignaskattur 11%, Jöfnunarsjóður 9% og skattaígildi 1%. Afkoman jákvæð í fyrra Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is ÞAÐ kemur í ljós í lok mánaðarins hvort Reykjavík Energy Invest (REI) í samstarfi við Geysir Green Energy og filippseyska orkufyrir- tækið First Gen kaupi 40% hlut fil- ippseyska ríkisins í PNOC-EDC, stærsta jarðvarmafyrirtækis Fil- ippseyja sem nú er í einkavæð- ingarferli. Að minnsta kosti fimm aðilar eru nú um hituna, þeirra á meðal fjárfestingafélagið Filinvest Development Corp. (FDC) ásamt al- þjóðlega fyrirtækinu International Power. REI og Geysir Green standa saman að 40% hlut á móti 60% hlut First Gen í kauptilboði á 40% hlut fil- ippseyska ríkisins. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri REI, telur fyrirtækið eiga góða möguleika á að eignast hlutinn. Spurður um hvort ákvörðun borg- arráðs og stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, að hætta við samruna Geysir Green og REI, hafi áhrif á fyrirhuguð kaup í EDC svarar Guð- mundur: „Þegar svona samrunaferli fer af stað eru möguleikar fyrirtækj- anna takmarkaðir meðan á því stendur. Allur órói gerir hlutina auð- vitað erfiðari. Þetta ástand sem hef- ur verið í kringum REI hefur áhrif á samstarfsaðila okkar á Filippseyj- um. Þeir láta þýða fyrir sig fréttir af stjórnmálaástandinu hér og spyrja okkur hvað sé eiginlega í gangi.“ Hann segist þó ekki eiga von á að þetta setji strik í reikninginn hvað varðar kaupin í EDC, sérstaklega í ljósi þess að ákveðið hafi verið á stjórnarfundi OR um helgina að halda áfram útrás REI. Miklir útrásarmöguleikar PNOC-EDC framleiðir um 1.150 MW af jarðvarmaorku á ári. Til sam- anburðar má geta þess að fram- leiðslugeta Landsvirkjunar er um 2.000 MW á ári. Heildarmarkaðs- virði félagsins, sem er á markaði í Hong Kong, er 155 milljarðar króna og er markaðsvirði 40% hlutar því um 61,9 milljarðar króna. Starfsemi félagsins er þrenns konar, fram- leiðsla orku, rekstur gufusvæða fyrir eigin orkuver og annarra og einnig á félagið borfyrirtæki. Guðmundur segir því mikla útrásarmöguleika vera fyrir hendi í félaginu. „Við sjáum í þessu fyrirtæki, og ekki síð- ur samstarfsaðila okkar á Filipps- eyjum, First Gen, mikil tækifæri bæði á Filippseyjum sem og annars staðar í Asíu.“ Verði ekki af kaupum á hlutnum í EDC telur Guðmundur engu að síð- ur líklegt að REI vinni áfram með First Gen í verkefnum í Asíu. Komist REI inn í EDC sé fjárfestingin hugs- uð til framtíðar, enda séu miklir vaxtarmöguleikar fyrir hendi í félag- inu. Meðal annars sé talið að enn séu nokkur þúsund MW af óvirkjuðum jarðvarma á eyjunum. 12-15 milljarða kr. fjárfesting Í bókun sjálfstæðismanna í stjórn OR, sem lögð var fram á stjórnar- fundi um helgina, segir m.a. að heild- arfjármögnun einkavæðingarverk- efnis REI á Filippseyjum gæti numið 12-15 milljörðum króna. Guð- mundur staðfestir að kaupin séu af þeirri stærðargráðu. Hins vegar yrði verkefnið fjármagnað „á leiðinni“ og því sé upphæðin sem kemur í hlut REI að greiða mun lægri. Á hann þar m.a. við fjármögnun seljandans með veðum í bréfum í EDC. Spurður hvort um áhættufjárfestingu sé að ræða svarar Guðmundur: „Þetta er stærsta orkufyrirtæki á Filippseyj- um og er skráð á markað í Hong Kong. Ég lít ekki á að þetta sé t.d. jafn áhættusamt og að bora bor- holu.“ Miklir möguleikar og minni áhætta en að „bora borholu“ Kunnuglegt Filippseyjar eru eldfjallaeyjur líkt og Ísland. Í HNOTSKURN »REI og Geysir Greenstanda saman að 40% hlut á móti 60% hlut filippseyska fyrirtækisins First Gen í kaup- tilboði á 40% hlut filippseyska ríkisins í PNOC-EDC. »Heildarvirði EDC er um155 milljarðar króna og markaðsvirði 40% hlutar því um 61,9 milljarðar króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.