Morgunblaðið - 06.11.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.11.2007, Blaðsíða 19
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2007 19 Ef fyrsta vika vetrar spáir fyrir um veðráttu vetrarins verður hann ekki sérstaklega veðurblíður. Vikan hef- ur verið afar umhleypingasöm, snjó- koma, rigning og rok og lítið sést til sólar. Skammdegið kemur allt of fljótt þegar haustið leggst í rigning- ardrunga eins og þetta árið, en oft- ast er það þó þannig að þegar lengi hefur rignt þá styttir upp að lokum og hver veit nema við eigum betri tíma í vændum.    Elsti hluti Hvolsvallar er nú sund- urgrafinn því verið er að leggja ljós- leiðara inn á heimili í nokkrum göt- um. Og nú hringja fjarskipta– fyrirtækin hvert af öðru að bjóða þjónustu sína, öll með besta tilboðið. Sennilega þarf venjulegt fólk á ráð- gjafaþjónustu að halda til að meta þarfir sínar, greina þjónustuna og velja rétt því oft er það að kaupa þjónustu sem það þarf alls ekki á að halda en kostar heilmikið þegar til lengri tíma er litið. Hins vegar ber að fagna ljósleiðaravæðingunni og vonandi verður framhald á þannig að allir íbúar eigi kost á því sama.    Fjölmargir aðilar á Suðurlandi hafa á undanförnum mánuðum tekið þátt í vaxtarsprotaverkefni sem Impra, nýsköpunarmiðstöð Íslands, hefur staðið fyrir. Sl. föstudag var svo komið að því að halda uppskeruhá- tíð verkefnisins á Hótel Hvolsvelli. Tæplega fjörutíu aðilar tóku þátt í þessu verkefni á Suðurlandi og einnig hefur sams konar verkefni verið í gangi við Húnaflóa. Skemmst er frá því að segja að verkefnin eru afar fjölbreytt og spennandi og eru í raun lýsandi dæmi um hversu fjöl- breytta atvinnustarfsemi má byggja upp í sveitum landsins þegar hug- kvæmni, hugvit og kjarkur ræður för. Frábært framtak að koma á fót slíkum verkefnum þar sem þátttak- endur hafa notið ráðgjafar, stuðn- ings og fræðslu sem vonandi skilar sér í öflugra atvinnulífi í sveitum landsins.    Það hefur vakið furðu margra að mikið hefur verið byggt á Hvolsvelli undanfarin ár án þess að mikil upp- bygging í atvinnulífinu væri sýnileg. Auðvitað skapast ófá störf vegna þessara framkvæmda og ýmissa framkvæmda í sveitunum í kring svo sem fjósbygginga. En ekki get- um við endalaust byggt án þess að annað komi til. Í sumar var prjóna- stofan seld og í kjölfarið var þar fjölgað störfum. Ekki gekk þrauta- laust að manna þær stöður. Nú hef- ur Sláturfélag Suðurlands ákveðið að byggja nýtt frystihús á Hvols- velli og flytja afgreiðsludeild sína hingað og því mun störfum þar fjölga um tíu til fimmtán, en SS er langstærsti vinnustaðurinn hér í sveit. Bakkafjöruhöfn verður senni- lega að veruleika þannig að reikna má með að sú framkvæmd muni einnig skapa nokkur störf og skjóta styrkari stoðum undir byggðina.    Fasteignaverð á Hvolsvelli hefur ekki hækkað eins mikið og víða ann- ars staðar undanfarið. Það gerðist þó í síðustu viku að nýlegt einbýlis- hús seldist fyrir vel yfir 30 milljónir. Það hefur sálræn áhrif á markaðinn að rjúfa verðmúra á húsnæði og er það fagnaðarefni um leið og við get- um líka fagnað því að hingað hefur nú flutt ungt fólk sem hefur farið til mennta. Það hefur verið viðvarandi að þeir sem hafa farið í háskólanám koma ekki til baka þar sem ekki hafa verið nein atvinnutækifæri fyrir hendi. Þeir sem geta skapað sjálfum sér atvinnu geta þó notið þess að búa þar sem þeir kjósa sjálfir og Hvols- völlur er sannarlega góður kostur fyrir ungt fólk, hér er góð veðrátta og gróðursæld, gott að ala upp börn og öll þjónusta fyrir hendi. Sem sagt gróandi mannlíf í hvívetna. HVOLSVÖLLUR Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir fréttaritari Hofið Jón Ólafsson við meyjarhofið sem er eitt af sprotaverkefnum Impru Jóni Ingvari Jónssyni er sjaldnastalvara í bundnu máli. Allra síst þegar hann yrkir um sjálfan sig, eins og í eftirfarandi vísu: Ég hef farið vítt um völlu, vísur margar ljótar samið, núna sé ég eftir öllu, ætli ég geti mig nú hamið? Sigmundur Benediktsson sér líka í gegnum hann: Sumir emja enn um sinn ei fá kenjum hrundið, en að hemjir óðinn þinn ei er venju bundið. Hún verður að teljast ljót vísan sem Bjarni frá Gröf orti: Aldrei færðu ástarhót. Alltaf máttu vona. Undarlega ertu ljót ekki stærri kona. Annað má segja um Ljótunni en að hún sé ljót í vísu eftir óþekktan höfund: Aldrei verður Ljótunn ljót, ljótt þó nafnið beri. Ber af öllum snótum snót, snótin blessuð veri. VÍSNAHORNIÐ Af ljótum vísum pebl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.