Morgunblaðið - 06.11.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.11.2007, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðný Skeggja-dóttir fæddist að Felli í Strandasýslu 6. janúar 1932. Hún lést á líknardeildinni í Kópavogi 28. októ- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Skeggi Samúelsson og Ragnheiður Jóns- dóttir. Systkini henn- ar eru Þuríður Skeggjadóttir (látin), Ormar Skeggjason og Elín Skeggjadótt- ir. Hálfsystkini hennar voru Knút- ur Skeggjason (látinn) og Bryn- hildur Skeggjadóttir (látin). Upp- eldisbróðir hennar er Gunnar Benediktsson. Hinn 23. maí árið 1953 giftist Guðný Guðmundi K. Ingimarssyni. Börn þeirra eru Skeggi Guð- mundsson, kvæntur Katrínu Jón- björgu Sigurðardóttur, og Hólmfríður Edda Guðmundsdóttir, gift Úlfari Henningssyni. Barnabarn Guðnýjar og Guðmundar er Henning Arnór Úlf- arsson, giftur Emilíu Lóu Halldórsdóttur, og eiga þau Sölku Krist- insdóttur og Kolku Henningsdóttur. Guðný og Guð- mundur stofnuðu heimili á Álfhólsvegi 33 í Kópavogi og bjuggu þar allt til ársins 2004 þegar þau fluttu á Strandveg 11 í Garðabæ. Guðný starfaði lengstum sem ritari við Heyrnleysingjaskólann, seinna Vesturhlíðarskóla. Útför Guðnýjar fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Ein af mínum fyrstu minningum er tengd þér, kæra Gúkka, þegar móðir mín var veik þá varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að vera hjá ykkur Kúdda. Mig minnir að ég hafi verið um tveggja ára aldur þegar ég var einu sinni sem oftar hjá ykkur, það var vetur og við fórum eitthvað út fyrir bæinn að ég held og vorum að renna okkur á sleða, og mér finnst eins og þú hafir verið á skíðum og í einni ferð- inni niður þá var ég aftan á skíðunum hjá þér og við lentum á steini og dutt- um og ég meiddi mig. Þið fóruð með mig upp á slysó. Í minningunni er þetta svona. Það var alltaf mjög ljúft að vera hjá ykkur, þið sýnduð mér mikla umhyggju. Það var líka alltaf mikil tilhlökkun sem fylgdi því að koma til ykkar á aðfangadag með jólapakkana, mér fannst jólatréð ykk- ar töfrum líkast, mystík yfir öllu. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Þó að við höfum ekki alltaf verið að hittast þá er það eins og Steini minn sagði við mig um daginn, þið eruð svo andlega tengd. Mér finnst það vera þannig, sterk og góð tenging við ykkur. Maður kom ekki að tómum kofun- um hjá þér Gúkka mín, þú hafðir sterkar skoðanir á mönnum og mál- efnum og sagðir það sem þér bjó í brjósti, alltaf hrein og bein. Það var mjög erfitt að vita af því sem var lagt á þig síðustu vikurnar, en ég er sammála mömmu er hún sagði á líknardeildinni að þetta væri ekki lagt á nema stórar sálir. Ég er viss um að þetta er alveg satt, þú ert stór sál. Ég er líka viss um að þú hef- ur margar spurningar að spyrja um á þinni leið, og færð nú svörin. Í spámanninum stendur skrifað: Þjáningin er fæðingarhríð skilningsins. Eins og kjarni verður að sprengja utan af sér skel- ina, til þess að blóm hans vaxi upp í ljósið, eins hljótið þið að kynnast þjáningunni. Eigðu góða heimkomu, elsku Gúkka. Ásta Fríða. Það var okkur mikill happafengur að fá að kynnast og vinna með Guð- nýju Skeggjadóttur, eða Gúkku, eins og hún var ávallt kölluð. Við minnumst hennar með hlýhug og virðingu, hún var einstakur per- sónuleiki, hafði djúpan skilning á líf- inu og mannlegu eðli. Hún bjó einnig yfir miklu innsæi í samskiptum og nutum við þess á margan hátt í daglegu starfi. Hún gegndi starfi skólaritara við Vestur- hlíðarskóla í áratugi. Á þeim árum setti hún upp og ritaði fyrir okkur kennarana ótal verkefni, próf og ann- að sem til féll. Hún var þeim kostum búin að ráða yfir afskaplega næmri tilfinningu fyr- ir íslensku máli, það sem í hennar hendur fór kom ætíð fágaðra og betra til baka. Aldrei heyrði maður hana kvarta þó að við vissum að verkefni hennar væru æði mörg. Hún hafði elskulegt viðmót og var eins við alla og áttu nemendur ekki síður greiðan aðgang að hjálpsemi hennar og velvilja. Oft settist maður hjá henni með ýmsar vangaveltur, stundum snúnar og erfiðar, og bar sig upp við hana, hún hafði alltaf tíma til að hlusta og ræða við okkur. Við fórum frá henni léttari í spori og fundum að reynsla hennar og lífsspeki hafði gert okkur gott. Hennar góða nærvera var líka lituð af miklum húmor og léttleika, henni þótti ekki ónýtt ef maður sagði henni skemmtilegar sögur af ýmsum uppá- komum okkar, sem hún hafði gaman af að heyra og taka þátt í. Við minnumst líka þeirra stunda er þjóðmálin bar á góma því Gúkka hafði afgerandi skoðanir á þeim flestum. Þær voru fastmótaðar og gat hún rök- rætt þær af mikilli víðsýni og oft á þann veg að aðrir virtu þær sökum þess hve vel þær voru ígrundaðar. Hlýtt viðmót náði líka til fjöl- skyldna okkar. Eiginmenn okkar og börn sem þurftu að ná sambandi við okkur á vinnustað töluðu oft um það hversu gott væri að tala við hana, allt- af sinnti hún þeim af stakri ljúf- mennsku, tók við skilaboðum og gaf sér tíma til að ræða við þau. Að leiðarlokum eru efst í huga þau góðu áhrif sem Gúkka hafði á okkur, frá henni stafaði hlýja og styrkur sem kom sér vel í hinu daglega amstri og fyrir það viljum við þakka af heilum hug. Það var gott að ganga með henni þessi spor. Við vottum eiginmanni hennar, Guðný Skeggjadóttir ✝ Karl ÁgústAdolfsson fædd- ist á Ísafirði 21.2. 1927. Hann lést á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 28.10. síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Kristín Adolfína Einars- dóttir, f. 24.10. 1898, d. 6.7. 1966 og Adolf Ásgrímsson, f. 29.11. 1901, d. 4.7. 1967. Hálfsystkini Karls Ágústs voru Magnús Einar Þórarinsson, f. 17.3. 1918, d. 1982, og Sveinbjörg Georgsdóttir, f. 30.8. 1922, d. 2005. Alsystkini Karls Ágústs voru Steinólfur, f. 6.4. 1928. d. 1984, Valgerður Ólöf, f. 3.8. 1929, d. 2005, Sigurður Ásgrímur, f. 6.9. 1930, d. 1996, Svava Evelyn, f. 6.6. 1934, d. 2006, og Hörður, f. 10.11. 1923, og lif- ir hann bróður sinn. Karl Ágúst var í sambúð með Mar- gréti Eyjólfsdóttur frá 1972 til 1982. Hún átti 6 börn, þau eru Þórey Arnbjörg, Andrés Hermann, Einar Þorsteinn, Anna, Eyrún og Svala. Karl Ágúst var netagerðamaður og vann við það hjá Hampiðjunni og Ögurvík auk þess sem hann var mikið til sjós á yngri árum. Útför Karls Ágústs verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Karl Ágúst Adolfsson, stjúpfaðir minn, er látinn. Þar er farinn góður maður sem hafði djúpstæð áhrif á lífssýn mína. Fyrir meira en þrjátíu árum kynntist hann móður minni og hófu þau sambúð. Þá var móðir mín með sex börn á breiðu aldursbili. Það hefðu ekki margir tekið að sér slíkan skara af börnum og þótt þau elstu væru farin að sjá um sig sjálf að ein- hverju leyti þá voru þau alltaf með annan fótinn hjá okkur. Kalli var í mínum huga rólegur maður, svolítið utan við sig stundum, hafði mikinn áhuga á íþróttum, hugleiðslu, nátt- úrulífi og fannst mikilvægt að fólk menntaði sig. Hann lagði áherslu á að við kynntumst og lærðum ýmislegt sem tengdist þessu og ef hjá okkur vaknaði áhugi á einhverju studdi hann okkur í því. Það var ýmislegt sem ég gerði með honum ásamt yngstu systur minni í fyrsta skipti á ævinni, t.d. að fara í bíó, á fótbolta- leik, í útilegu, í tívolí, á listsýningu, í veiði, fara í sædýrasafnið sem þá var í Hafnarfirðinum o.fl. Kalli kenndi mér að tefla og fannst mér það vera bylting þegar hann kom heim með skáktölvu og kenndi mér á hana, ég gat legið í henni tímunum saman. Við vorum bæði stolt þegar mér tókst að máta tölvuna í fimmta borði. Styrk- leikaborðin voru átta talsins. Ein af skemmtilegri minningum voru spila- kvöldin, þegar Anna móðursystir Karl Ágúst Adolfsson ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐBERGUR GUÐNASON frá Jaðri, Árskógum 8, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 3. nóvember. Útförin fer fram frá Seljakirkju mánudaginn 12. nóvember kl. 13.00. Kristrún Guðbergsdóttir,Magnús Magnússon, Guðni Guðbergsson, Jóhanna Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, stjúpmóðir, amma og dóttir, SOFFÍA KRISTÍN HJARTARDÓTTIR skrifstofustjóri, Brúnastöðum 17, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 2. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 9. nóvember kl. 11.00. Sérstakar þakkir fær starfsfólk krabbameinsdeildar, 11 E, fyrir frábæra umönnun. Hörður Barðdal, Þórður Vilberg Oddsson, Marta Elísabet Guðmundsdóttir, Jóhanna I. Barðdal, Sesselja E. Barðdal, Bergþóra Fanney Barðdal, barnabörn, Laura Fr. Claessen. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir og stjúpfaðir, GUÐMUNDUR JÓNSSON, söngvari, er látinn. Elín Sólveig Benediktsdóttir, Ástríður Guðmundsdóttir, Þorvarður Guðmundsson, Halldóra Guðmundsdóttir, Guðlaugur Kristinn Óttarsson, Sólveig Jóhannesdóttir og fjölskyldur. ✝ Maðurinn minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, INGVAR CHRISTIANSEN, Holtsgötu 41, Reykjavík, lést á Landspítalanum sunnudaginn 4. nóvember. Gíslína Björnsdóttir, Inga Þóra Ingvarsdóttir, Sigríður Pálsdóttir, Ólafur Hauksson, Gíslína og Haukur Þór. ✝ Ástkær eiginmaður minn, MAGNÚS HANNESSON STEPHENSEN, andaðist á Droplaugarstöðum föstudaginn 2. nóvember. Vilborg G. Stephensen. ✝ Ástkær eiginmaður minn, RUNÓLFUR MARTEINS JÓNSSON, Brúarlandi, Deildardal, sem lést sunnudaginn 4. nóvember á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki, verður jarðsunginn frá Hofskirkju á Höfðaströnd laugardaginn 10. nóvember kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Halla Línberg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.