Morgunblaðið - 06.11.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.11.2007, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR TÖLUVERÐUR aflasamdráttur er við Færeyjar það sem af er þessu ári. Fyrstu níu mánuði ársins er samdrátturinn miðað við sama tíma í fyrra 10% í magni og 6% í verðmæt- um. Samdráttur í bolfiski er 18%, 15% í þorski og 23% í ýsu. Þorskaflinn nú er tæp 8.800 tonn, sem er tæpum 1.600 tonnum minna en í fyrra. Samdráttur er í löndun- um allra tegunda nema grálúðu. Þar jókst aflinni um 83 tonn eða 11%. Miklar verðhækkanir á fiski gera það að verkum að aflaverðmætið lækkar ekki í sama hlutfalli og afl- inn. Athygli vekur þá að samdráttur í aflaverðmætum hefur aukizt mikið í haust. Eftir fyrstu átta mánuðina var hann ríflega 200 milljónir ís- lenzkra króna eða 2% miðað við sama tíma í fyrra. Eftir níu mánuði er samdrátturinn hins vegar um 630 milljónir króna eða 6%. Verulegar sveiflur hafa verið í þorskafla Færeyinga frá árinu 1990. Þá var þorskafli við eyjarnar 13.611 tonn. Hann fór niður í 6.000 tonn ár- ið 1993. 1996 náði þorskaflinn há- marki í 41.457 tonnum. Árið 1999 var aflinn kominn niður í 20.157 tonn, fór í 42.442 tonn árið 2002. 2005 var þorskaflinn kominn niður í 14.826 tonn og í fyrra varð hann alls 12.639.                                         ! " #!     ! ! $%  %!   ! ""   " %$!$ !$" "" !% ! !! " %# %#% % !    " " &' & ' &' &%' #' &%' &$' &' &#' # ' #' #!' #' #'    "   2    ! !  $ "!# !$  $ !! % !$ % $# ##   !"   " ""!  %! "%  "% "!% ! ! ## %$!  %  !%% "" !"    ! & ' &%' ("' &%' #' &' &' (!' &$' #!' $' # ' $!' #!'    ) * +, )-  , Afli og verðmæti dragast saman RÚSSAR hafa lokað á innflutning síldar frá Noregi að hluta til. Aðeins sjö fyrirtæki í Norður-Noregi hafa leyfi til innflutningsins. Ekki kemur til slíks gagnvart íslenzkum fyrir- tækjum. Skýringin er sú að samkvæmt breyttum reglum um innflutning sjávarafurða til Rússlands fá engin fyrirtæki slíkt leyfi nema rússnesk yf- irvöld hafi áður skoðað þau og gefið leyfi að uppfylltum ströngum skilyrð- um. Í Noregi eru tugir fyrirtækja sem byggja starfsemi sína að miklu leyti á innflutningi til Rússlands, en Rúss- arnir hafa bara tekið út og gefið leyfi til þessara sjö fyrirtæki. Þar sem hin hafa ekki verið skoðuð hafa þau held- ur ekki fengið leyfi, en frestur til að uppfylla umrædd skilyrði er runninn út. Rússar gera sömu kröfur til ís- lenzkra fyrirtæka. Halldór Zoëga, forstöðumaður matvælaeftirlitssviðs Fiskistofu, segir að þeir hafi komið hingað síðastliðinn vetur og tekið út öll þau fyrirtæki, sem hafi stundað út- flutning til Rússlands eða vilja hafa þann möguleika. Langflest þeirra og öll sem flytji út að einhverju marki, hafi fengið leyfi. Því séu, að minnsta kosti eins og er, engar slíkar hömlur á útflutningi héðan til Rússlands. Það ættu því ekki verða verða vandkvæði á því af þessum sökum að selja Rúss- um síld á þessari vertíð. Rússar loka á Noreg að hluta til ÚR VERINU ÞETTA HELST ... Stjórnarskrárbrot? Deilt var um það á Alþingi í gær hvort bráðabirgðalög sem viðskiptaráð- herra setti sl. sumar hefðu staðist stjórnarskrá en til stendur að greiða atkvæði um stað- festingu þeirra í dag. Lögin heim- iluðu að notast væri við núver- andi raflagnir á íbúðar- og skóla- svæði Keilis í Keflavík fram til 2010 þótt þær uppfylltu ekki íslenska staðla. Atli Gíslason og Kristinn H. Gunn- arsson gagnrýndu framgang málsins harðlega og töldu óvarlega farið með 28. grein stjórnarskrárinnar sem heimilar setningu bráðabirgðalaga „þegar brýna nauðsyn ber til.“ „Ef þetta eru almannahagsmunir, hvað næst?“ spurði Atli en hann skilaði jafnframt inn séráliti í viðskipta- nefnd Alþingis og sagði fram- kvæmdavaldið hefði getað brugðist fyrr við en ella átt að kalla þing sam- an. Meirihluti nefndarinnar lagði til að frumvarpið yrði samþykkt en sagði að eðlilegra hefði verið að leggja það fram á sl. sumarþingi. Landsvirkjun til ábyrgðar Þegar Impregilo gerði tilboð í Kára- hnjúkavirkjun byggði það á þeirri for- sendu að fyrirtækið ætlaði ekki að virða hefðbundnar samskiptareglur á íslenskum vinnumarkaði. Þetta sagði Árni Páll Árnason, Samfylk- ingu, í umræðum um nýtt frumvarp fjármálaráðherra sem felur í sér að fyrirtæki sem nýta sér að erlendar starfsmannaleigur flokkist sem laun- veitendur starfsmannanna og laun- þeginn því skattskyldur hér á landi. Árni gagnrýndi Landsvirkjun harka- lega fyrir að fagnað tilboði Impergilo á sínum tíma. „Fyrst það var ekki hægt að treysta þessu ríkisrekna fyr- irtæki til þess að ganga á undan með góðu fordæmi þá held ég að það sé full ástæða til þess […] að skylda einfaldlega Landsvirkjun til þess að tryggja að undirverktakar á hennar vegum fari að lögum og reglum í einu og öllu,“ sagði Árni Páll. Árni Páll Árnason Félagsmálaráð- herra ætlar að skipa nefnd sem á að fjalla um stöðu einstæðra og forsjárlausra foreldra og rétt- arstöðu barna þeirra. Þetta kemur fram í skriflegu svari ráðherra við fyr- irspurn Guðmundar Steingríms- sonar. Nefndin á jafnframt að fjalla um réttarstöðu stjúpforeldra og að- stæður þeirra. Nefnd um réttarstöðu barna Jóhanna Sigurðardóttir LÚÐVÍK Bergvinsson, Samfylk- ingu, hefur ásamt þremur þing- mönnum lagt fram lagafrumvarp sem felur í sér að kostnaður fyr- irtækja, sem miðar að því að tryggja heilsu starfsmanna, verði frádráttarbær frá skatti. M.a. eru nefndar forvarnaraðgerðir, lækn- isskoðanir og niðurgreiðsla á íþróttaiðkun. Í greinargerð segir að þetta ætti að leiða til lægri út- gjalda ríkissjóðs til heilbrigðismála. Gott fyrir heilsuna LAGT hefur verið fram frumvarp til breytinga á lögum um tækni- frjóvgun sem m.a. felur í sér að heimilt verði að nota fósturvísa til að búa til stofnfrumulínur. Sam- bærilegt frumvarp var lagt fram sl. vetur en fékkst ekki afgreitt. Þó hafa verið gerðar breytingar í sam- ræmi við tillögur sem heilbrigðis- og tryggingamálanefnd lagði fram við meðferð málsins sl. vetur. Stofnfrumu- frumvarp ♦♦♦ ♦♦♦ Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Sími 530 6500 www.heimili.is Naustabryggja-æðislegt sjávarútsýni. Einkar falleg 3ja herbergja íbúð á annarri hæð með glæsilegu útsýni yfir sjóinn og báta-bryggjuna í bryggjuhverfinu, ásamt stæði í bílgeymslu. Íbúðin skiptist í forstofu, stofu, eldhús, baðherbergi, tvö svefnherbergi og þvottahús. Á baðherberginu eru dökkar flísar í hólf og gólf ásamt hornbaðkari og mjög fallegum innréttingum og upphengdu klósetti. Eldhús og stofa eru mjög björt og opin samnýtt rými með einkar fallegum innréttingum. Sjón er sögu ríkari. Verð 32,9 m Þriðjud. 06.nóv á milli kl. 17 og 18, íbúð 0203. Sölusýning Naustabryggja 40, 110 Reykjavík Ragnar Ingvarsson Sölufulltrúi Sími 530-6500 Gsm: 699-0070 ragnar@heimili.is UMRÆÐUR á Alþingi geta verið misskemmtilegar en alþingismenn finna sér þó oft tilefni til að hlæja. Ekki fylgir sögunni hvert var aðhlátursefni þeirra flokks- félaga Lúðvíks Bergvinssonar og Einars Más Sigurðarsonar en ljóst er að Einar hefur haft mjög gaman af. Morgunblaðið/Ómar Hent að mörgu gaman á þingfundum Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is SAMGÖNGURÁÐHERRA er hlynntur því að lendingargjöld fyrir einkaþotur á Reykjavíkurflugvelli verði hækkuð og að með því móti dragi líkast til úr umferð einkaþotna um völlinn. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði ráðherra út í afstöðu hans til flugs og lendinga einkaþotna á Reykjavíkurflugvelli á Alþingi í gær og sagði íbúa í nágrenninu hafa af þessu mikinn ama. Flugumferðinni fylgdi bæði mikil mengun og hávaði. „Það er líka þannig að þróunin á undanförnum árum varðandi umferð á Reykjavíkurflugvelli hefur heldur verið í þá áttina að draga úr umferð […] og því skýtur það nokkuð skökku við að sjá þessa aukningu í umferð og lendingu einkaþotna,“ sagði Steinunn Valdís og spurði hvort samgönguráðherra væri ekki sammála því að þessi umferð ætti heima á Keflavíkurflugvelli. Kristján L. Möller samgönguráð- herra sagði hafa komið sér á óvart að tekjur af auknu viðskiptaflugi um Reykjavíkurflugvöll væru ekki mjög háar en að á vegum Flugstoða ohf., sem annast rekstur og uppbyggingu flugvalla á Íslandi, væri verið að vinna í breytingum á því. „Það má leiða líkur að því að með því að hækka lendingargjöld á Reykjavík- urflugvelli, sem eru ekki nógu há að mínu mati núna, og færa þau í það horf sem er hér á nágrannaflugvöll- unum okkar hvað varðar viðskipta- flugið þá muni viðskiptaflugslend- ingum hér í Reykjavík fækka,“ sagði Kristján. Hærri lendingargjöld fyrir einkaþotur?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.