Morgunblaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2007 15 MENNING FLEST höfum við rekið okkur á að hafa ekki efni á listverkum eft- ir heimsfræga listamenn. En nú hefur stórmark- aðurinn Targett gert breytingar í þeim efnum þar sem ný hand- klæðalína inni- heldur myndefni eftir heimsfræga listamenn á borð við Jeff Koons, Cindy Sherman, Elizabeth Peyton og Kehinde Wiley. Þessa vöru er hægt að kaupa í Target-keðjunni á aðeins 50 dollara, sem samsvarar rúmum 3.000 kr., og ætti að vera á ásættanlegu verði fyrir flesta. Markmiðið að gera list aðgengilega fyrir alla Þetta er gert í samstarfi við Art Production Fund (APF) sem eru óháð samtök og hafa tileinkað sér að hjálpa listamönnum við að koma verkum sínum á framfæri til al- mennings og ekki síður að gera list aðgengilega fyrir alla. En þetta ættu að vera hagstæð kaup, þar sem ekki aðeins er fjárfest í list, heldur hefur hún gott notagildi og hægt er að flíka verkinu þegar far- ið er í sundlaugar eða á baðströnd- ina. Nýtt nota- gildi listar Samtímalist í baðherbergið Verk Koons á handklæði. FLEST leikhús- anna við hina frægu breiðgötu Broadway voru lokuð í síðustu viku og verða áfram út þessa, þar sem samn- ingaviðræður ganga illa milli eigenda þeirra og framleiðenda í leikhúsgeiranum og sviðsmanna. Hætt hefur verið við sýningar á um 25 verkum, þar af mörgum sem færa leikhúsunum miklar tekjur af miðasölu, til dæmis Chicago og Phantom of the Opera. Sviðsmenn fóru í verkfall 10. nóvember síðast- liðinn. Um 17 milljónir dollara tap- ast á degi hverjum vegna verkfalls- ins. Bogarstjóri New York, Michael Bloomberg, hefur blandað sér í deil- una með því að hvetja menn til að leysa úr ágreiningnum, því efna- hagsleg áhrif verkfallsins ná langt út fyrir leikhúsin sjálf. Sýningar á Broadway eru afar eftirsóttar af ferðamönnum. Verkfall á Broadway Óperudraugurinn. SENDIRÁÐ Japans, í sam- vinnu við Landsbókasafn Ís- lands og Listagilið á Akureyri, býður til sýningar á búningum og textílhönnun úr Noh- leikhúsi Japans. Sýning hefst í dag í Þjóðarbókhlöðunni og stendur til 25. nóvember og er opið frá kl. 8.15-22. Í kjölfarið flyst sýningin yfir í Ketilhús á Akureyri þar sem hún verður 27. nóvember til 1. desember. Noh-leikhúsið er ein mikilvægasta menningar- arfleifð Japana en saga þess spannar um 600 ár. Gestir geta skoðað í návígi stórmerkilega hönnun og búninga sem sjaldan sjást á Íslandi. Hönnun Sýning á japönsk- um búningum Japanskur búningur. ENN er Jónasar Hallgríms- sonar minnst í fjórða og síðasta Tímariti Máls og menningar á þessu ári. Í fyrsta hefti ársins var viðtal við Dick Ringler, sem helst hefur haldið uppi orðstír skáldsins á alþjóðavísu með þýðingum sínum og glæsi- legri heimasíðu. Í nýja heftinu er grein þar sem Ringler fer ofan í saumana á hinni sí- vinsælu Dalvísu og rekur með samanburði og margvíslegum rökum snilld þess kvæðis sem okkur finnst svo einfalt. Tímaritið má finna í flestum betri bókabúðum en einnig er hægt að panta áskrift á netfangið silja.adal@simnet.is. Bókmenntir Jónasar minnst í TMM Fjórða og síðasta hefti TMM 2007. ÚTGÁFU á ævisögu Sæmund- ar Pálssonar, Sæma rokk, hef- ur verið frestað til haustsins 2008. Ástæðan er tímaskortur vegna frekari heimildaöflunar, svo sem vinnslu á gögnum varðandi björgun fyrrverandi heimsmeistara í skák, Bobbys Fischers, úr fangelsi í Japan og nýrra heimilda sem upp hafa komið. Lesendur verða því að bíða til næsta árs með að lesa um hina makalausu ævi Sæma rokk, eins þekktasta rokkdansara Íslands, sem var einn helsti hvatamaður þess að frelsa Bobby Ficscher úr fangelsi í Japan. Bókmenntir Ævisögu Sæma rokk frestað Sæmundur Pálsson Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „NÚ er komið fullt hús, nú er búið að fullskipa hljómsveitina,“ segir Björn Thoroddsen, gítarleikari og for- sprakki hljómsveitarinnar Cold Front um ástæðu þess að þriðja og nýjasta plata sveitarinnar hefur hlot- ið nafnið Full House. „Hún er nefni- lega ólík þeim fyrri að því leyti að nú er Cold Front orðinn sextett, en hef- ur alltaf verið tríó,“ segir Björn. Þeir Will Bonness píanóleikari, Rob Siwik trommuleikari og Jonathan Stevens saxófónleikari spila á nýju plötunni ásamt gömlu meðlimunum, Richard Gillis trompetleikara, Steve Kirby bassaleikara og auðvitað Birni sjálf- um. Aðspurður segir Björn þá vera orðna formlega meðlimi sveit- arinnar. „Það er búið að þinglýsa þeirri inngöngu,“ segir hann og hlær. „En mig langaði líka mikið til að prófa þetta því ég hef alltaf verið tengdur tríóum, bæði Guitar Islancio og Tríói Björns Thoroddsen. Hvert sem litið er sér maður tríó þannig að ég hafði mikinn áhuga á að fjölga í hópnum. Þessir strákar sem eru að koma þarna inn eru líka virkilega góðir, sérstaklega píanóleikarinn sem er algjör virtúós. Hann verður örugglega orðinn stórstjarna í heim- inum eftir einhver ár.“ Poppaður djass Full House var tekin upp í Kanada í apríl á þessu ári, en hún kemur þó ekki út þar í landi fyrr en á næsta ári, auk þess sem Björn vonast til þess að hún komi líka út í Bandaríkjunum. Platan er hins vegar komin í versl- anir hér á landi. Eins og áður segir er um þriðju plötu Cold Front að ræða. Sú fyrsta, sem var samnefnd sveitinni, kom út fyrir þremur árum. Þá sendi sveitin einnig frá sér jólaplötuna X-Mas sem kom aðeins út í Kanada. En hvernig telur Björn að tónlist Cold Front hafi þróast á milli platna? „Við ákváðum að gera út- varpsvænni plötu en áður, nýja plat- an er meira rafmögnuð og við erum að leita eftir melódíum og stuttum sólóköflum, sem gerir þetta spil- unarvænna,“ segir Björn sem semur alla tónlistina á plötunni. Aðspurður segist hann skilgreina tónlistina sem djass. „Ég mundi segja að þetta væri svolítið poppuð tónlist, en þetta eru auðvitað allt djasstónlistarmenn sem spila þetta,“ segir hann. Sextettinn Cold Front mun halda tónleika á NASA hinn 18. janúar næstkomandi, en hér á landi hefur sveitin aðeins komið fram sem tríó. „Ég hef verið erlendis að spila síð- ustu fimm til sjö ár, þannig að mig langar til að sýna aðeins hvað ég hef verið að gera þarna úti,“ segir Björn um tónleikana. Tónleikar í Kanada Annars er Björn með mörg járn í eldinum um þessar mundir, og segir hann að næsta ár verði sérstaklega spennandi. „Stórsveit Winnipeg- borgar ætlar til dæmis að flytja tón- list eftir mig, en það er verið að út- setja hana um þessar mundir. Ég mun líka flytja einleik á tónleik- unum, og svo verður þessi sama dag- skrá flutt af Stórsveit Reykjavíkur hér á landi, með sama stjórnanda og í Kanada. Þetta verður bæði nýtt og gamalt efni, það er í sjálfu sér ekkert verið að gera ferilinn minn upp, held- ur bara verið að spila tónlist eftir mig,“ segir Björn en tónleikarnir verða líklega haldnir seint á næsta ári. „Svo er annað spennandi verk- efni á næsta ári því þá verður Guitar Islancio tíu ára, og við ætlum að halda veglega upp á það með tón- leikum víða um heim, auk nokkurra tónleika hér á landi. Við ætlum með- al annars að fá erlenda gesti sem hafa spilað með okkur í gegnum tíð- ina til þess að spila á tónleikunum, en þeir eru nokkuð margir. Svo mun ég líklega gera plötu með Larry Coryell sem er heimsþekktur bandarískur gítarleikari. Það mál er allt að smella saman,“ segir Björn, en á Wikipedia kemur fram að Cor- yell hafi meðal annars spilað með köppum á borð við Eric Clapton, Jimi Hendrix, Keith Jarrett og Miles Davis. Fullt hús Björns Thoroddsen Cold Front hefur breyst í sextett og sent frá sér nýja plötu sem heitir Full House Morgunblaið/RAX Heimsborgari „Ég hef verið erlendis að spila síðustu fimm til sjö ár, þann- ig að mig langar til að sýna aðeins hvað ég hef verið að gera þarna úti.“ www.bjornthoroddsen.is Í HNOTSKURN »Björn nam í þrjú ár við tón-skóla Sigursveins D. Krist- inssonar en hélt síðan til náms við Guitar Institude of Techno- logy í Hollywood, Kaliforníu og brautskráðist þaðan árið 1982. »Björn var kosinn djassflytj-andi ársins 2003 á Íslensku Tónlistarverðlaununum »Hann var valinn bæj-arlistamaður Garðabæjar 2002-2003. Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is ÍSLANDS minni, plata með lögum Atla Heimis Sveinssonar við ljóð Jón- asar Hallgrímssonar, kom út á 200 ára afmælisdegi skáldsins á föstudaginn var. Það er Fífilbrekkuhópurinn svo- nefndi sem hefur veg og vanda af út- gáfunni, en Sigurður Ingvi Snorrason klarínettuleikari er forsprakki hans. „Mér finnst engin tónlist passa betur við Jónas,“ segir Sigurður um tónlist Atla Heimis. „Algengustu lögin sem fólk þekkir eru dönsk og voru felld að lögum Jónasar, þannig að andblærinn er oft annar en í ljóðinu. Fólk er orðið vant því en þegar maður fer að kafa dýpra í ljóðin finnur maður hins veg- ar að andblærinn er ekki sá rétti.“ Höfðar til allra Platan var tekin upp á þremur dög- um í maí, en á henni eru lög við 26 ljóð sem flest voru samin fyrir u.þ.b. tíu árum. Aðspurður segir Sigurður erf- itt að velja eitthvert uppáhaldslag á plötunni. „En ég held nú mikið upp á „Álfareiðina“, eða „Stóð ég úti í tunglsljósi“, þótt ég haldi reyndar upp á öll þessi lög,“ segir hann, og bætir því við að tónlistin eigi að geta höfðað til allra. „Atli samdi þetta í gömlum stíl, eins og hann segir sjálf- ur, og þetta voru leikhúslög í upphafi þannig að hann hugsaði þetta þannig að börn gætu bæði lært lögin og sungið þau.“ Auk Sigurðar eru flytjendur þau Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Eyjólfur Eyjólfsson tenór, Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari, og Hávarður Tryggvason kontra- bassaleikari. Þá má geta þess að veg- legur bæklingur fylgir diskinum en í honum má meðal annars finna öll ljóðin sem flutt eru. Íslands minni fæst í verslunum Pennans en Sig- urður gefur sjálfur út í samvinnu við Íslenska tónverkamiðstöð. Fífilbrekka gróin grund Íslands minni Myndin á umslagi plötunnar er af Snæfellsjökli séðum úr suðri og er úr Ferðabók Eggerts og Bjarna, dagsett 19. júní árið 1752. Lög Atla Heimis við ljóð Jónasar Hallgrímssonar komin út ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.