Morgunblaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2007 27 hjá ykkur, hver minning er dýrmæt sem perla. Þú byggðir, af miklum dugnaði, æskuheimili okkar stórfjölskyldunn- ar og lagðir hart að þér til að fjöl- skyldunni liði sem best – þannig varst þú afi, umhugað um aðra – alltaf svo örlátur og hafðir mikinn metnað í að veita vel. Fyrir okkur varstu ekki bara afi, heldur hetjan okkar sem aldrei brást. Við litum alltaf á þig sem pabba okk- ar og þannig vildir þú líka hafa það. Þú elskaðir barnabörnin þín öll sem eitt, hvert á sinn máta, en það var okkur mikil gæfa að fá að alast svona mikið upp hjá ykkur. Samverustundir okkar með þér og ömmu í ykkar starfi eru okkur dýr- mæt reynsla, minningarnar ógleym- anlegar. Okkur fannst svo mikilvægt að eiga þig og ömmu sem voruð alltaf samstiga, ykkur tókst svo vel að vinna saman í einu og öllu og voruð okkur góð fyrirmynd. Við vitum að aðskilnaður ykkar ömmu er óendan- lega sár og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að styðja ömmu í hennar djúpu sorg. Elsku afi hafðu þökk fyrir allt og allt og við kveðjum þig með bæninni okkar, þangað til við hittumst aftur: Láttu ljósið þitt, loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, sonur Guðs, Jesú mæti. Þínar alltaf, Halla Jóhanna og Berglind. Elsku afi (langafi). Okkur langar að skrifa nokkur orð til þín, en við erum svo litlir að mamma og pabbi ætla að hjálpa okk- ur. Takk, elsku afi, fyrir að vera alltaf svona góður við okkur, skemmtilegur og hlýr. Alltaf varst þú strax mættur til okkar ef eitthvað var að gerast og við eigum svo dýrmætar myndir af þér og ömmu þegar þið haldið á okk- ur nýfæddum uppi á spítala eða ný- skírðum í fanginu á ykkur. Alltaf vor- uð þið amma fyrst til að mæta í afmælin okkar. Við vitum að þér þótti voða vænt um okkur, straukst kinnarnar okkar alltaf svo mjúkt og fallega. Okkur þykir voða vænt um þig, elsku afi, og erum búnir að vera voða leiðir yfir veikindunum þínum. Í bænunum okkar biðjum við góðan Guð og engl- ana fallegu að passa þig og ömmu, elsku afi okkar. Litlu „Hrafnarnir“ þínir; Hafþór Hrafn og Kristján Hrafn. Í dag, 20. nóv. kveð ég stóra bróður minn Jóhann Sigurð Eymundsson. Hanni, eins og allir kölluðu hann, var einn af frumbyggjum Kópavogs og byggði sér og fjölskyldu sinni glæsihús að Víghólastíg 16. Á þessum árum var baráttan hörð en með dugn- aði og samheldni ykkar Döddu klár- uðuð þið að byggja húsið ykkar upp á þrjár hæðir en ekki reyndist tími til að byggja bílskúrinn. Þú fékkst í vöggugjöf einstaka hæfileika sem nýttust þér vel í lífsbaráttunni. Á þín- um yngri árum vestur á Patreksfirði þar sem þú fæddist, varst þú mikið í sundi. Stoltur sagði pabbi mér frá því þegar hann hét á þig að ef þú ynnir sundmótið gæfi hann þér hýruna sem hann vann sér inn með spilamennsku á ballinu nóttina fyrir mótið og þú vannst mótið. Þú lærðir húsasmíði ásamt því að læra á harmónikku og varst með eindæmum handlaginn og útsjónarsamur. Á mínum barnsárum í Kópavogin- um varst þú mér sem faðir og Dadda sem móðir. Heimilið ykkar stóð mér alltaf opið og í ferðirnar sem þið fóruð í fékk ég að koma með. Til dæmis þegar við fórum vestur á Patró til ömmu og þú skiptir um gluggana í litla húsinu hennar og Mansi frændi hjálpaði þér. Þó að 22 ár væru á milli okkar kom það ekki í veg fyrir að ég gæti gert eitthvað fyrir þig og mikið var ég hreykin þegar þú baðst mig um að kaupa fyrir þig barnavagn og myndavél árið sem Elfa Dís fæddist, þá var ég í millilandasiglingum. Alltaf spilaðir þú í öllum sam- kvæmum í fjölskyldunni og eftir glas af góðu þegar þið bræður, Alfreð á munnhörpuna og Ingi á gítarinn, tók- uð ykkur til og Dadda leiddi sönginn þá var nú gaman. Af mörgu er að taka og minning- arnar hrannast upp en ekki treysti ég mér til að skrifa um lífshlaup þitt, það er svo mikið sem hægt er að segja um þig. Kímnin var alltaf til staðar og þú varst meinstríðinn. Hvað þú gast strítt henni mömmu þegar þú hringd- ir og breyttir röddinni, þóttist vera Lauga frænka og talaðir við hana um heima og geima og sú gamla beit allt- af á og hvað við hlógum mikið að þessu (en ekki mamma). Þrjóskur varstu með eindæmum og vorum við oft ósammála, Ingi bróðir sagði við mig að við værum svo þrjóskir, ég og þú, að það væri leitun að öðru eins, börnin okkar geta staðfest það. Tal- andi um börn þá varst þú alveg ótrú- lega barngóður, og fengu mín börn að njóta samveru þinnar og glaðværðar. Þið Dadda náðuð þeim einstaka ár- angri að eiga 60 ára hjúskaparafmæli í ágúst síðastliðnum, þið voruð ótrú- lega samrýnd og höfðingjar heim að sækja. Hjón sem aðrir mættu taka til fyrirmyndar. Í laginu Brúnaljósin Brúnu, þar sem Jenni Jóns samdi lag og texta, segir í einu erindinu: Bjartar vonir þínar vaka og þrá um vorsins fögru drauma lönd, og vin, sem þú gafst hjarta þitt og hönd. Elsku Dadda, Sigga, Helga, Ey- mundur, Viðar, Elfa Dís og fjölskyld- ur, guð gefi ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Við Ragnhildur og fjöl- skyldur okkar sendum ykkur innileg- ar samúðarkveðjur við fráfall fjöl- skylduföður og leiðtoga. Hvíl þú í friði, kæri bróðir. Kristinn (Kiddi). Meira: mbl.is/minningar Elsku Jóhann mágur. Það er skammt stórra högga á milli þegar maðurinn með ljáinn fer af stað. Nú þú, kæri mágur, og Halli bróðir fyrir einni viku. Ég man eins og gerst hafi í gær þó liðin séu 62 ár þegar Dadda systir mín kom með draumaprinsinn sinn og kynnti fyrir fjölskyldunni. Þetta var stór viðburð- ur í lífi okkar hinna í fjölskyldunni því hún var sú fyrsta af 9 systkina hóp sem það gerði. Ég var mjög montin af þessum mági mínum sem spilaði svo vel á harmónikku að undrun sætti. Ég velti því oft fyrir mér þá, hvernig hann færi að því að spila með engar nótur án þess að horfa á takkana og sló aldrei feilnótu. Mér fannst hann snillingur. Það var eins og þú kæri mágur og Dadda systir hafið verið valin hvort fyrir annað svo samstiga voruð þið í gegnum lífið. Og glaðværðina skorti ekki þar sem þið voruð annars vegar enda laðaðist fólk að ykkur hvar sem þið fóruð. Vegir Guðs eru órannsakanlegir. Eða var það kannski engin tilviljun, kæri mágur, að þú og Halli bróðir gerðust báðir smiðir og unnuð mikið saman, giftuð ykkur samtímis, það var systkinabrúðkaup. Og verðið síð- an samferða yfir móðuna miklu. Vertu blessaður, elsku mágur. Far þú í friði friður, Guðs þig blessi. Kristín Karlsdóttir. Karl Alvarsson. Kæri svili, nú þegar þú ert allur minnist maður fyrri tíma, þegar ég kom inn í þessa fjölskyldu nítján ára að aldri. Mér þótti vænt um hvað allir tóku mér, þessum feimna unga manni, vel. Gott var til þín og Döddu að leita ef einhvers þurfti með. Þegar við Kristín vildum reisa okkur þak yfir höfuð. Þá átti lóðin sem við áttum kost á að kosta 2000 kr. sem var mik- ið fé þá enda vikulaun mín þá 700 kr. Þá nutum við hjálpsemi ykkar og vin- áttu.Við nutum þess einnig að þú varst trésmiður. Ef þín og Kristjáns svila okkar hefði ekki notið við hefði húsbyggingin ekki tekist. Þakka þér fyrir það, þakka þér og Döddu fyrir vináttuna, þakka þér fyrir fallegu lögin þín. Góða ferð, kæri svili Góður Guð styrki fjölskyldu þína í sorg sinni. Alvar Óskarsson. Kær vinur minn Jóhann Austmann Eymundsson hefur kvatt og haldið í þá ferð, sem við eigum öll fyrir hönd- um. Á hugann leita minningar síðustu 50 ára. Mikill samgangur var á milli fjöl- skyldna okkar og víst er að þau hjón Jói og Dadda voru nánustu vinir mín- ir og minnar fjölskyldu um langt skeið. Þar blandaðist saman sameig- inlegur atvinnurekstur og óteljandi gleði- og ánægjustundir sem ylja um hjartarætur á kveðjustund. Jói var með afbrigðum skemmtilegur maður og fjölhæfur. Spilaði á píanó og harm- oniku eigin lög og annarra, þar sem hann fékkst við tónsmíðar með góð- um árangri. Hann var hrókur alls fagnaðar á gleðistundum, léttur og skemmtilegur og ávallt stutt í grínið. Það voru unaðsstundir þegar þau hjón tóku lagið á góðum stundum á Vighólastígnum með góðum vinum. Þá var sungið í kjallaranum og börn og barnabörn á annarri og þriðju hæð og allir voru vinir. Gleðin ríkti ávallt og samkenndin með vinunum var í fyrirrúmi, þótt ekki væri alltaf sléttur sjór í kringum þau hjón. Móttökurn- ar á heimili þeirra voru ávallt þannig að öllum var tekið opnum örmum og ávallt var rúm fyrir alla. Á kveðju- stund er gott að eiga minninguna um góðan mann, sem bar með sér þá eig- inleika að gera líf mitt og vafalaust annarra betra og sælla en annars væri. Þegar ég heyri góðs manns get- ið kemur mér ávallt Jói í hug. Á kveðjustund vil ég votta mína dýpstu samúð Döddu minni, Siggu, Helgu, Eymundi og Viðari og fjöl- skyldum þeirra, Guð geymi ykkur öll. Bogga Sigfúsdóttir. ✝ Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, MAGGÝ LÁRENTSÍNUSDÓTTIR, Skólastíg 23, Stykkishólmi, lést á Sankti Franciskusspítalanum í Stykkishólmi mánudaginn 19. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Ágúst Bjartmars. ✝ Elskulegur faðir, sonur, bróðir og afi, SVEINBJÖRN BJARKASON, Fannarfelli 6, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 18. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Katrín og Lára Sveinbjörnsdætur, Bjarki Elíasson, Björk, Stefán og Þórunn María Bjarkabörn, Árni Haukur og Þórdís Björnsbörn og afabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, MARTEINN VIGFÚSSON, Hafnarbyggð 35, Vopnafirði, lést á heimili sínu að kvöldi föstudagsins 16. nóvember. Bergþóra Friðbjörnsdóttir, Friðbjörn Marteinsson, Þórunn Björnsdóttir og börn. ✝ Ástkær systir mín, EDDA MAREN SIGURÐARDÓTTIR FORTIER, 4201 W. Iowa Avenue, Tampa, 33616 Florida, lést á sjúkrahúsi þann 4. nóvember sl. Bálför hennar hefur farið fram. Þeim sem myndu vilja minnast hennar er bent á Tampa Firefighters Charity Fund Inc., 3116 N. Boulevard, Tampa, 33603 Florida, en fjáröflun þeim til handa var eitt af hugðarefnum hinnar látnu. Sigrún Hlín Sigurðardóttir. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR KR. ÁRNASON skipstjóri, lést að heimili sínu á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn 18. nóvember sl. Útförin auglýst síðar. Friðrik Sigurðsson, Margrét Hlíf Eydal, Steinar Sigurðsson, Helga Sigurjónsdóttir, Árni Þór Sigurðsson, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, Þórhallur Sigurðsson, Ene Cordt Andersen, Sigurður Páll Sigurðsson og barnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, KRISTINN G. ÓSKARSSON, Álfhólsvegi 151, Kópavogi, lést af slysförum föstudaginn 16. nóvember. Jarðarförin verður tilkynnt síðar. Guðmunda Fanney Pálsdóttir og fjölskylda. ✝ Okkar ástkæra Áslaug Pétursdóttir, Þinghólsbraut 18, Kópavogi, andaðist miðvikudaginn 14. nóvember á líknardeild LSH, Kópavogi. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 22. nóvember kl. 13.00. Jón Haukur Jóelsson, Pétur Jónsson, Ásta Lorange, Jón Haukur, Kristinn og Rakel. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR RÍKHARÐUR GUNNARSSON, bifreiðasmiður og bílamálari, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni, Reykjavík, miðvikudaginn 14. nóvember. Jarðarförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknar- stofnanir. Katrín Gunnarsdóttir, Haynie F. Trotter, Björg Gunnarsdóttir, Sigurður Gylfi Sigfússon, afa- og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.