Morgunblaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Marta byrjaði að kenna okkur í haust og var bæði skemmtileg- ur og góður kennari. Hún var líka hjálpsöm, tillitssöm og góður sund- kennari. Hún var jákvæð, skapgóð og mjög dugleg að ganga yfir Græn- landsjökul. Okkur þótti mjög vænt um Mörtu og vorum heppin að hafa hana sem kennara. Núna er hún eng- ill hjá Guði og veikindi hennar horfin. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) 4.M í Grunnskóla Grindavíkur. Naprir haustvindar blása nú um skólasamfélagið í Grindavík. Bar- áttukonan Marta Guðmundsdóttir, kennari við Grunnskólann í Grinda- vík, er látin eftir snarpa viðureign við illvígan sjúkdóm. Það kom okkur, starfsfélögum hennar í opna skjöldu. Öll vorum við sannfærð um að tekist hefði að komast fyrir veikindi hennar sem gerðu vart við sig fyrir tveimur árum og að hún hefði náð fullum bata. Hún hafði unnið markvisst að því efla sig sjálfa sem einstakling og sýndi í því bæði persónulegan styrk og andlegan þroska. Þetta gerði hún samhliða fullu starfi sem kennari. Marta var röskleikakona sem vildi sjá árangur í skólastarfinu. Hún gerði miklar kröfur til sjálfrar sín og nemenda sinna, en fyrst og fremst var hún umhyggjusamur kennari sem bar hag þeirra fyrir brjósti. Grunnskólinn í Grindavík hefur misst mikilhæfan kennara og sam- starfsmann sem við munum öll sakna. Mestur harmur er þó kveðinn að ungri dóttur hennar og fjölskyldu sem misst hafa svo mikið. Þeim öllum vottum við okkar dýpstu samúð á þessum erfiða tíma. Starfsfólk Grunnskólans í Grindavík. Það var mikil sorg á skrifstofu Deloitte þegar fréttist af andláti Mörtu, við vorum búin að heyra af veikindum hennar en ekki hvarflaði ✝ Marta Guð-munda Guð- mundsdóttir fædd- ist í Reykjavík 29. apríl 1970. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 6. nóvember síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Grindavíkurkirkju 14. nóvember. að nokkrum manni að dauðinn væri nærri. Krabbameinsfélagið ásamt Mörtu leitaði til okkar vegna Græn- landsgöngunnar og það var aldrei spurn- ing í okkar huga að vera með enda hreif hún okkur með sínum ótrúlega eldmóði. Lið- ur í æfingu Mörtu var að ganga Snæfellsjök- ul og kom upp sú hug- mynd að starfsfólk Deloitte gengi með henni. Í þessa göngu mættu vel yfir 100 manns. Okkur fannst þessi ganga ótrúlega erfið, margir áttu erf- itt með gang daginn eftir en á undan okkur upp jökulinn svo gott sem hljóp Marta. Það var mikið rætt um það sem var framundan hjá Mörtu því það sem við vorum að gera var bara brotabrot af hennar þrekraun. Þegar mætt var í vinnu eftir gönguna á Snæfellsjökul var Marta á allra vörum og rætt um kraftinn sem bjó í henni og lífsgleðina sem hún smitaði út frá sér. Þessi kraftur kom mér ekki á óvart þar sem ég þekkti Mörtu frá fyrri tíð og man eftir þessari kraftmiklu íþróttakonu. Við fylgd- umst síðan stolt með þegar Marta gekk yfir Grænlandsjökul. Það var ótrúlegt afrek miðað við aðstæður. Það er mikill sjónarsviptir að Mörtu og minningin lifir í hjörtum okkar. Við vottum Andreu Björt, dóttur Mörtu, okkar dýpstu samúð sem og fjölskyldu hennar. F.h. Deloitte, Margrét Sanders. Kær vinkona mín og frænka er fallin frá í blóma lífsins, langt um ald- ur fram. Allt sem þú tókst þér fyrir hendur gerðir þú með einstökum dugnaði og æðruleysi og skipti þá engu máli hvað það var. Elsku Marta mín, mikið varstu falleg og friðsæl þegar ég og Frank kvöddum þig. Þú varst kær og yndisleg vinkona og ég geymi í hjarta mínu yndislegar minn- ingar sem við getum rifjað upp þegar við hittumst næst. Vinátta eins og okkar sem stóðst allt og var alltaf til staðar er ekki sjálfgefin og ég þakka þér fyrir þessa einlægu yndislegu vináttu sem við áttum. Ég og fjöl- skylda mín viljum þakka þér fyrir all- ar yndislegu samverustundirnar sem við höfum átt saman í gegnum árin. Þú og Frank sonur minn voruð alltaf tengd á sérstakan hátt og hann geymir með sér minningar um þig í hjarta sínu. Minningar um þig munu lifa með okkur öllum um ókomna tíð. Söknuður okkar er mikill en við vit- um að nú líður þér vel. Með þessum orðum kveðjum við þig, Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Elsku Andrea Björt, Halla, Gvendur, Matta og fjölskylda, Níels og fjölskylda, og allir aðrir aðstand- endur, við vottum ykkur okkar inni- legustu samúð og biðjum algóðan Guð að styrkja ykkur og styðja á erf- iðum stundum. Guð varðveiti ykkur öll. Samúðarkveðjur Þín Svana, Brynjar, Viktor og Frank. Elsku Marta mín, ég sakna þín svo mikið. Þakka þér fyrir allar stund- irnar okkar saman, og það var svo gaman þegar ég, Andrea og þú vor- um að spila, og það var alltaf svo gaman hjá okkur. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Elsku Andrea Björt, ég bið Guð að varðveita þig og styrkja þig í sorg- inni. Saknaðarkveðjur, þinn frændi, Frank Bergmann Brynjarsson. Við kynntumst henni Mörtu í sum- ar á Spáni ásamt dóttur hennar And- reu, og áttum þar yndislegar stundir með þeim mæðgum, mikið hlegið og góði göngutúrinn okkar ásamt börn- unum okkar sem átti nú að vera mjög stuttur því Marta vildi nú vera alveg viss um hvar lestin stoppaði sem hún ætlaði með daginn eftir til Barcelona en sá göngutúr endaði nú vel og í gamla bæinn vorum við komin og þetta breyttist í smá verslunarleið- angur, sem var mjög gaman, enduð- um með börnunum á ljósasýningu sem var við ströndina. Þreytt vorum við samt orðin eftir heitan dag og vorum komin heim á hótel eftir mið- nætti, svo má ekki gleyma besta deg- inum okkar í Port Aventura. Marta Guðmunda Guðmundsdóttir Sveit Karls Sigurhjartarsonar sigraði í deildakeppninni í brids sem lauk um helgina. Í sigursveit- inni spiluðu ásamt Karli þeir Ás- mundur Pálsson, Guðmundur Páll Arnarson, Sævar Þorbjörnsson, Guðmundur Sv. Hermannsson, Björn Eysteinsson, Anton Haralds- son og Helgi Jóhannsson. Keppnin um efstu sætin var mjög jöfn og skemmtileg eins og sjá má á lokastöðunni: Karl Sigurhjartarson 240 Grant Thornton 238 Eykt 235 Breki jarðverk ehf. 224 Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson. Deildameistarar Sveit Karls Sigurhjartarsonar varð um helgina deilda- meistari í brids. Myndin er tekin í mótslok. Fv. Sævar Þorbjörnsson, Ás- mundur Pálsson, sveitarforinginn Karl Sigurhjartarson og Guðmundur Sv. Hermannsson. Auk þeirra spiluðu Guðmundur Páll Arnarson, Björn Ey- steinsson, Helgi Jóhannsson og Anton Haraldsson. Lengst t.h. á myndinni er Hrafnhildur Skúladóttir sem afhenti verðlaunin í mótslok. Sveit Karls Sigurhjartar- sonar deilda- meistari BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson | norir@mbl.is BRIDS ✝ Bróðir okkar, mágur og frændi, SIGURÐUR PÉTUR BJÖRNSSON, Silli á Húsavík, verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju laugar- daginn 24. nóvember kl. 14.00. Arnviður Ævarr Björnsson, Einar Örn Björnsson, Laufey Bjarnadóttir, Hulda Björnsdóttir, systkinabörn og fjölskyldur þeirra. ✝ Okkar innilegustu þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug, samúð og dýrmætan styrk við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, afa og langafa, GÚSTAVS AXELS GUÐMUNDSONAR matreiðslumeistara, Litlahvammi 3, Húsavík. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, heimahjúkrunar. Einnig viljum við sérstaklega þakka Áslaugu Halldórsdóttir og Hallgrími Hreiðarssyni fyrir einstaka umönnun og vináttu. Ingunn Erna Einarsdóttir, Guðfinna Gústavsdóttir, Einar Axel Gústavsson, Jónasína Halldórsdóttir, Guðmundur Ingi Gústavsson, Ragnheiður Bóasdóttir, Hjördís Gústavsdóttir, Gunnlaugur Sveinbjörnsson, barnabörn, barnabarnabörn. ✝ Alúðarþakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför kærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GRÓU JÓHÖNNU SALVARSDÓTTUR, Flókagötu 12. Sérstakar þakkir fær starfsfólk líknardeildar Landa- kots. Aðalheiður Auðunsdóttir, Guðmundur Lárusson, Hákon Örn Halldórsson, Pálfríður Benjamínsdóttir, Ragnar Jóhann Halldórsson, Karen Q. Halldórsson, Björn Halldórsson, Árnína Guðbjörg Sumarliðadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þökkum innilega öllum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GRÓU ÓLAFSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til heimahjúkrunar í Seljahverfi og til Blindrabókasafnsins. Þorbjörg Guðmundsdóttir, Sigtryggur Rósmar Eyþórsson, Margrét Guðmundsdóttir, Ólafur Ágúst Þorsteinsson, Sigríður Björg Guðmundsdóttir, Baldvin Már Guðmundsson. barnabörn og langömmubörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUNNAR PÁLL ÍVARSSON, Norðurfelli 7, sem lést laugardaginn 10. nóvember, verður jarð- sunginn frá Fella- og Hólakirkju miðvikudaginn 21. nóvember kl. 13.00. Jónína Ragnarsdóttir, Andrea Margrét Gunnarsdóttir, Katrín Sylvía Gunnarsdóttir, Gunnþór Jónsson, Gunnar Páll Torfason, Heimir Páll Ragnarsson. Lokað Vegna jarðarfarar INGIBJARGAR ÁRNADÓTTUR verður bókasafnið lokað þriðjudaginn 20. nóvember kl. 14.30 - 17.00. Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.