Morgunblaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2007 23 di. Þeir Bush rygg- rst fréttin forseti uðning mandi vin Rudd sins að eim frá erði hann erra rlega á legur úkrunar- það bil fa í Ástr- rahúsum rá fara í ukerfi áð- m finnst Asíu og nn meiri mi hér frá mast til istan og a Bangla- ninum og olli var ásak- og að- ð sem fór eð því að tið sitt. isvist og ærur r heim. rra inn- ömm í il starfa r sér num þetta fólk orðið æknanna, slæma við- n sá slapp Drottn- seldan gengur ekki. erfisins á sviði W eru l að kom- r mikið til að borga a að ru að læra tannlækningar við háskóla. Af þeim sem nú eru að læra til tannlæknis er mikill meiri hluti stúlkur og um 90% er af asískum eða mið- austurlenskum uppruna. Tölur eins og að fjórði hver ung- lingur í Ástralíu þjáist nú af offitu og 400 sjálfsvíg á ári verði meðal ungs fólks, fylla menn óhug og vilja til að grípa til aðgerða. Frásagnir af málum á sviði geðlækninga eru ef til vill verri en tannlækningarnar og verður þeim sleppt hér ásamt sögunni um kakkalakkann á skurð- arborðinu. En þegar eitthvað fer úrskeiðis ganga ásakanir stöðugt á milli alríkisstjórnarinnar í Can- berra og svo fylkisstjórnanna, rifist er um hver eigi að borga hvað og það er erfitt fyrir almenning að átta sig á hver beri í raun ábyrgðina í hverju tilfelli. Í frumskógarþykkni hryðjuverkalaga Alríkisstjórnin hefur eytt um 20 milljörðum dala í aðgerðir á móti hryðjuverkum og sett heilan frum- skóg af lagasetningum þar að lút- andi. Hingað til hefur árangurinn þó aðeins orðið stjórnmálalegt klúður á klúður ofan. Nýjasta sag- an er um ungan læknastúdent, Izar Ul Hague, 21 árs, sem var handtek- inn og ásakaður um að hafa æft með hryðjuverkamönnum í Pak- istan árið 2003. Nýlega kvað dóm- arinn, Michael Adams, upp þann úrskurð að stúdentinn væri laus allra mála, að ASIO (ástralska leyniþjónustan) hefði margbrotið reglur, notað hneykslanlega og ólöglega yfirheyrslutækni og tveir þeirra jafnvel framið glæpsamlegt athæfi með mannráni er þeir hand- tóku Izar. Hefur nú verið fyr- irskipuð rannsókn á starfsháttum ASIO. Kosningar 24. nóvember nk. Um fátt hefur verið meira talað undanfarnar vikur hér í Ástralíu en vatnsskortinn og svo komandi kosningar. Hvorutveggja snertir hvert einasta heimili í álfunni. Eftir langa mæðu leysti John Howard forsætisráðherra (sem einn ákveður kosningadaginn) úr óþreyju manna og ákvað daginn. Skoðanakannanir sýna enn stað- fastlega (hafa gert sl. níu mánuði) að Verkamannaflokkurinn muni sigra glæsilega og að sæti forsætis- ráðherra sjálfs sé jafnvel í hættu. Sæti hans er í Sydney (Bennelong) og á hann þar í höggi við frambjóð- anda Verkamannaflokksins, Max- ine McKew, áður vel þekkta frétta- þulu sjónvarps. Skoðanakannanir sýna hana með aðeins meira fylgi (52% á móti 48%) en forsætisráð- herra. Verður Howard nú að eyða meiri tíma í Bennelong-kjördæm- inu en hann gjarnan kysi því helst vill hann ferðast vítt og breitt um ríki sitt. Dýrtíðardraugurinn Sennilega setti John Howard kosningadaginn svo seint í þeirri von að eitthvert hneyksli eða annað ræki á fjörur flokks hans og tryggði samsteypuflokkunum sigur. Með því tók hann líka þá áhættu að Re- serve-bankinn hækkaði vexti með- an á kosningaslagnum stæði. Eitt af loforðum Howards fyrir síðustu kosningar var einmitt að hann myndi halda vöxtum lágum, en nú hafa þeir hækkað fimm sinnum á síðasta kjörtímabili. Svo gerðist það sem aldrei hefur gerst áður, John Howard og fjármálaráðherra hans, Peter Costello, til mikillar skelfingar, að bankinn hækkaði vextina í sjötta sinn, einmitt í miðjum kosningaslagnum. Banki þessi er pólitískt hlutlaus og er ein- ráður um vaxtahækkun. Engar kanínur virðast eftir í töfrahatti forsætisráðherra – ekki þegar þetta er ritað, einungis doll- arar. Sjónvarpsþátturinn „Stríð á hendur öllu“ gerði Howard gramt í geði með því að meðlimir hans birt- ust í hvítum kanínubúningum á morgungöngu forsætisráðherra og stukku allt í kringum hann. Þessar morgungöngur Howards hafa verið í sviðsljósinu svo til hvern dag og auk öryggisvarða fylgir honum hópur fréttamanna, ýmissa mót- mælanda og stuðningsmanna í von um einhver gullkorn úr munni hans. Fögur orð og fyrirheit Ástralar eru mjög varkárir í því að skipta um alríkisstjórnir, slíkt hefur aðeins gerst fjórum sinnum af 23 tækifærum frá árinu 1949. Nú þegar kosningadagurinn er á hreinu hafa stóru flokkarnir tveir hafið sölu á loforðum sínum. Stjórn- in hefur lofað alls 65 milljörðum dala í skattalækkanir, vegaumbæt- ur, nýja tækniskóla, stuðning við foreldra með börn á skólaaldri og svo framvegis. Á sama hátt hefur Verkamannaflokkurinn heitið 55 milljörðum til svipaðra mála. Re- serve-bankinn segir að þetta muni örva verðbólguna og er ekki hrifinn. Þegar skattalækkunin kemur til framkvæmda í júlí mun fólk hafa meiri peninga og vill eyða þeim. Bankinn vill halda verðbólgunni milli 2-3% en það er erfitt þegar bensín og olía hækka, og allir eyða og spenna sem geta. Það sem helst ber á milli stóru flokkanna eru annars vegar um- hverfis-, mennta- og heilbrigðismál, þar sem almenningur treystir Verkamannaflokknum miklu betur og hins vegar efnahags- og öryggis- mál, þar sem fólk treystir á hand- leiðslu Frjálslynda flokksins. Kjörorð Verkamannaflokksins er: Nýjan leiðtoga eða Nýja leið- sögn (New leadership). Slíkt kjör- orð getur Frjálslyndi flokkurinn ekki leyft sér því Howard hefur sagt að verði hann endurkosinn þá muni hann sitja áfram við völd í 18 mánuði eða tvö ár en láta síðan Pet- er Costello taka við. Þannig að fólk er í rauninni að kjósa eitthvað óákveðið því gera má ráð fyrir að sumir vilji keppa við Costello um embættið. Og hvernig getur How- ard lofað og lofað þegar hann verð- ur ekki í stjórninni til að sjá um að loforðin verði efnd? Þannig spyrja a.m.k. margir. Fjölmargir vilja breytingu. Finnst nóg komið af íhaldsstjórn í 11 ár. „Þið hafið aldrei haft það svo gott,“ segir Howard, en þetta er ekki alveg rétt. Margt vinnandi fólk á í erfiðleikum með að greiða af- borganir húsnæðislána og greiðslu- korta-skuldir auk þess sem sjöundi hver Ástrali á erfitt með að eiga fyr- ir einni góðri máltíð á dag. Howard er maður gærdagsins og er ekki í nægum tengslum við unga fólkið. Kevin Rudd hefur vakið athygli fyr- ir áherslu sína á menntun fyrir hvert einasta barn en ekki bara fáa útvalda. Hann heimsækir skóla þessa daga. Hvers vegna – ekki kjósa unglingarnir? En hann er að undirbúa framtíðina eða svokallaða „byltingu í menntamálum“. Rudd lofar m.a. hröðu og góðu breiðbandi um alla álfuna, en Ástralar eru enn á einhvers konar steinald- artölvustigi. Verkamannaflokkurinn þarf að vinna 16 þingsæti til þess að geta stjórnað á eigin spýtur og líkti Ke- vin Rudd því við að klífa Everest. Nokkrir reyndir blaðamenn spá því að Verkamannaflokkurinn fái 20-25 sæti, aðrir eru varkárari og enginn vill útiloka að John Howard geti marið sigur. Þá skiptir skipun öld- ungadeildarinnar miklu máli en þar hefur sambandsstjórnin meirihluta sem situr til júnímánaðar. Kevin Rudd hefur verið líkt við tannlækni. Hann er varkár dipló- mat, yfirvegaður og traustvekjandi. Utanríkisráðherra, Alexander Downer, kvartaði yfir því í sjón- varpi, að Rudd væri að sýna sig þegar hann talaði kínversku við for- seta Kína, en þá sátu Howard og Downer hjá eins og illa gerðir hlutir og skildu ekki neitt. Minni flokkar njóta lítils sviðs- ljóss, allt snýst um þessa tvo stóru. Bændaflokkurinn á helst fylgi að fagna í sveitum landsins, „Hinir grænu“ njóta vinsælda og dáist fólk að einarðri afstöðu þeirra í um- hverfismálum. Demókrataflokk- urinn á litla von um þingsæti og spá margir að hann muni hverfa alveg af þingi. Hann hefur aldrei beðið þess bætur að styðja íhaldsflokk- ana í að koma á söluskatti. Pauline Hanson vill enn reyna að komast á þing og er talsvert um óháða fram- bjóðendur sem margir hverjir hafa getið sér góðan orðstír. Ástralar eru haldnir mikilli spila- fíkn og frægir fyrir að veðja á hvað sem er, jafnvel flugur á vegg. Auð- vitað eru í gangi veðmál þar sem veðjað er á stóru flokkana tvo eins og þeir væru tveir kappreiðafákar. Samkvæmt síðustu niðurstöðum vinnur verkamannajórinn þar gull- inn sigur. Bandítar og bófar á ferð Harkan í kosningabaráttunni fer nú dagvaxandi og ráðherrar þeys- ast milli kjördæma og þá helst þeirra þar sem munurinn milli flokkanna er hvað mjóstur. Ráðast úrslit ekki síst í Drottningarlandi. Frjálslyndi flokkurinn hamrar á því að Verkamannaflokknum sé ekki treystandi fyrir efnahagsmál- unum eða öðru sakir reynsluleysis. Verkamannaflokkurinn hamrar hins vegar á því að engar framtíð- aráætlanir séu fyrirliggjandi hjá Frjálslynda flokknum, ekkert hafi verið aðhafst í takmörkun gróð- urhúsalofttegunda sl. ellefu ár, geigvænlegur skortur sé á sér- menntuðum starfskröftum, menntamál, barnagæslumál og heilbrigðismálin öll séu í algjörum ólestri. Stjórnin eyðir hundruðum millj- óna dala í sjónvarpsauglýsingar og áróður til að hræða kjósendur frá því að kjósa Verkamannaflokkinn. Ein er „Don’t risk Rudd“ eða ekki hætta á Rudd. Aðalpúðrið fer þó í að skjóta á verkalýðsleiðtoga og þá sem unnið hafa fyrir þá og gætu orðið ráðherrar í stjórn Kevins Rudd. Þeir eru stimplaðir sem fant- ar og bófar, svo vægt sé til orða tekið. Þetta verkamanna- félagagengi muni taka ráðin af Verkamannaflokknum ef þeir sigra og sé efnahag þjóðarinnar þar með stýrt í hreinan voða. Rudd megi sín lítils á móti slíkum föntum. At- vinnuleysi verði aftur ríkjandi o.s.frv. en stjórninni hefur tekist að minnka atvinnuleysið niður fyrir 4%, alla vega á pappírnum. Hin nýja Vinnukostalöggjöf („Work choises“) alríkisstjórnar- innar er afar óvinsæl meðal hinna vinnandi stétta og Verka- mannaflokkurinn vill afnema hana. Verkafólki gengur illa að semja við yfirmann í einkasamningum og missir yfirvinnukaups, frídaga og fleiri réttinda er algengur. Yfirleitt hefur atvinnurekandi þann háttinn á að fyrirfram tilbúinn samningur er réttur verkamanni og kosturinn er sá einn að undirrita eða verða af vinnunni. Kemur þetta sérstaklega illa niður á ungu fólki. Ormurinn langi Hið skemmtilega í þessari kosn- ingabaráttu hefur ekki aðeins verið sjónvarpsdagskráin fyrrnefnda og uppátæki þeirra heldur einnig orm- urinn langi. Þessi ormur hefur birst í sjónvarpskappræðum leiðtog- anna, fyrst John Howard á móti Kevin Rudd og síðan Peter Cos- tello fjármálaráðherra á móti Wayne Swann (Verkamannaflokk- urinn). Ormurinn mælir mat ca 90 áheyrenda sem eru valdir sér- staklega með tilliti til þess að þeir hafa enn ekki ákveðið hvaða flokk þeir ætla að kjósa. Ormurinn hlykkjast upp og niður eftir því hvernig viðkomanda mælist að mati hópsins. Niðurstöður ormsins um kappræðurnar urðu þær að Ke- vin Rudd bar sigur úr býtum (69% á móti 24%) og ormurinn kvað einn- ig upp úr um að W. Swann væri sigurvegari þótt þar mætti vart á milli sjá. Howard virtist þreyttur og gramur, minntist ekki á framtíð- ina frekar en hún væri ekki til. Til að vinna kosningasigur í fimmta sinn hefði Howard þurft að leggja framtíðarlínuna fyrir a.m.k. ári. Þessar umræður vöktu mikla at- hygli enda sjónvarpað samtímis á þremur sjónvarpsstöðvum. Orminn mátti þó aðeins sjá á einni þeirra. Milljónir manna horfðu á umræð- urnar og áhorfendum annarra póli- tískra þátta hefur fjölgað um tug- þúsundir. Í því sambandi mætti nefna stjórnmálaþáttinn „Insiders“ á ABC á sunnudagsmorgnum þar sem m.a. bestu skopteikningar vik- unnar eru skoðaðar og ræddar. Að „Chaser“ birtist í búningi orms á næstu morgungöngu Johns Howards eftir kappræðuna við Ke- vin Rudd þarf ekki að undra neinn. Sagt var að ráðherra hefði ekki vilj- að hafa orminn í gangi og gerðar voru tilraunir til að kveða hann nið- ur meðan á sendingu stóð. Þær til- raunir voru til einskis enda eiga stjórnmálamenn ekki að geta sagt fréttamönnum fyrir verkum. Kevin 07 Ýmsar furðulegar uppákomur hafa orðið sl. vikur. Tony Abbott heilbrigðisráðherra átti að mæta til kappræðna í sjónvarpi við fram- bjóðanda Verkamannaflokksins, Nicolu Roxon, en kom hálftíma of seint. Baðst hann mikillega afsök- unar. Eftir kappræðuna áttu þau stutt samtal og var ráðherra grip- inn í að bölva. Varð hann að biðja afsökunar á ný. Ekki nóg með það, því fyrr um daginn hafði hann í tví- gang beðist fyrirgefningar vegna fljótfærni og hroka svo hann átti af- ar slæman dag. Nafn Nicolu Roxon varð hins vegar þekkt um alla Ástr- alíu vegna skemmtilegrar fram- komu í sjónvarpinu, en fáir vissu hver þessi kona var áður. Stuðningsmenn Kevins Rudds klæðast nú bolum með áletruninni Kevin 07 en Howard hefur enn ekki reynt neitt slíkt enda erfitt þótt hann gæti skartað Howard 68. Ald- ur hans er honum viss fjötur um fót og flokkur hans hefur tapað hinni pólitísku umræðu. Samt hefur gamli maðurinn ekki gefist upp og segist vera bjartsýnn. Missi alrík- isstjórnin völdin verður Costello sennilega jafnfljótur til að hverfa af vettvangi stjórnmálanna og á vit risafyrirtækjanna eins og refur inn í greni sitt. Bókaormur Fátt er eins dásamlegt og að fá bók með póstinum þegar dvalið er í útlegð enda sendibréf svo að segja liðin tíð. Verða tímarit og Lesbók Morgunblaðsins að koma í staðinn fyrir þau að miklu leyti. Bækur berast annað slagið og þá má sjá stjörnur í regnleysisdrunganum. Barnabækur eru einna efstar á vinsældalista útilegumannsins og vissulega fróðlegt að fylgjast með fjölbreyttri útgáfu barnabóka á Ís- landi. Þá barst greinarhöfundi bók Guðjóns Sveinssonar „Saltkeimur“ austan af fjörðum en hún var gefin út í tilefni af merkisafmæli höf- undar. Einstaklega fallegur gripur, skreyttur myndlistaverkum og með úrvali úr ljóðum og verkum höf- undar. Þá er um nokkuð auðugan garð að gresja í bókmenntum Ástralíu. Mætti nefna bókina „Veðurgerðar- mennirnir“ (The Weather makers) eftir Tim Flannery, mann ársins í Ástralíu árið 2007. Fjallar hún um hnatthlýnunina og umhverf- isverndina. Maður sem vert er að hlusta á, enda hefur bókin selst í stórum stíl. Frekari bókatíðindi verða að bíða betri tíma og þá er bara að snúa sér að því horfa til himins, setja Þór á stall, og hefja regndansinn á ný… Narrabri, NSW, í nóvember 2007. Heimildir: „Time to walk away“ grein Peters Hartcher og Matts Wade í Sydney Morning Herald 29.-30. september 2007. „Election campaign largesse comes to Narrabri Shire – $130.000 for Shire water saving projects,“ The Courier, 25. október 2007. „On The Brink“ grein eftir Paul Daley í Bulletin 13. Nóvember 2007. „PM’s gun may explode in his face“ grein eftir Peter Hartcher í SMH 12. nóv. 2007. Reuters lsar ð sigri í Reuters Þurrkur Skrælnuð jörð við vatnsból í austanverðri Ástralíu. Þurrkar hafa valdið geysimiklum vanda í landinu undanfarin ár, margir bændur geta ekki lengur framfleytt sér og hafa sumir fyrirfarið sér. , dollaraflóð og ormurinn langi »Nokkrir reyndir blaðamenn spá því að Verkamannaflokkurinn fái 20-25 sæti, aðrir eru varkárari og enginn vill útiloka að John Howard geti marið sigur. Þá skiptir skipun öld- ungadeildarinnar miklu máli en þar hefur sam- bandsstjórnin meiri- hluta sem situr til júní- mánaðar. solveig.einarsdottir@gmail.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.