Morgunblaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2007 43 YACOUBIAN BYGGINGIN EFTIR ALAA AL-ASWANY ÞÝÐANDI: KARL EMIL GUNNARSSON. D Y N A M O R EY K JA V ÍK INNILEG, GRÍPANDI OG SKEMMTILEG Heillandi og beinskeytt mynd af fjölbreyttu mannlífi í Kaíró „HEILLAND I OG SLÁAN DI BLANDA AF ÆRSLASÖ GU OG SAMFÉ LAGSGREI NINGU, BRJÁLAÐR I SKEMMTU N OG FÚLUSTU A LVÖRU.“ – JYLLAND S-POSTEN „BESTA BÓK ÁRSI NS“ – THE GU ARDIAN Miðvikudagurinn 21. nóvember er forvarnardagur í öllum grunnskólum landsins. Ofangreind fullyrðing er byggð á áralöngum rannsóknum fræðimanna við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík á hegðun ungmenna og hvað skilar árangri í forvörnum. Forvarnardagurinn er samstarfsverkefni eftirfarandi aðila: Verkefnið er styrkt af Kynntu þér málið á www.forvarnardagur.is Rannsóknir sýna að ein besta forvörnin gegn fíkniefnum er þátttaka í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi Það mætti skipuleggja æfingastarf fyrir þá krakka sem vilja hreyfa sig án þess að vera stöðugt að æfa eða keppa. Sumir vilja bara hreyfa sig. Hefur þú hugmynd um hvað virkar best? FO R V A R NA R DAGURI N N TAKTU ÞÁTT! HVERT ÁR SKIPTIR MÁLIH V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 7 – 0 3 4 0 Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Í KVÖLD frumsýna krakkarnir í leikhópnum Borgarbörnum jóla- leikritið María, asninn og gjaldker- arnir á nýja sviði Borgarleikhúss- ins. „Þetta er jólasöngleikur fyrir alla fjölskylduna,“ segir Erla Ruth Harðardóttir, höfundur verksins, en leikstjóri þess er Gunnar Helgason. Leikritið fjallar um krakka í ung- lingadeild sem fengið er það verk- efni að setja upp sjálfan helgileik- inn. Þeim líst ekki alltof vel á þá hugmynd og ekki batnar það þegar nokkur börn úr barnadeildinni eru send til að taka þátt í uppfærslunni með þeim. Þau ákveða þó að setja upp helgileikinn á nýstárlegan hátt og fylgjast áhorfendur með æfing- um þeirra, sem oft verða skondnar. Inn í sögu Maríu og Jóseps flækist ástarsaga Edda og Dísu, sem eru nemendur skólans, misskilningur á íslensku máli og ýmislegt fleira. En það sem mestu máli skiptir er að helgileikurinn kemst þó rétt til skila og þar með boðskapur jólanna. „Helgileikurinn kemur fram en hann er ekki leikinn. Þau byrja að æfa hann og ætla að setja hann upp á nýstárlegan máta og þá koma til dæmis upp hugmyndir um að hafa Maríu einstæða móður og svoleið- is,“ segir Erla sem gerði líka nýja texta við átta innlend og erlend vin- sæl popplög sem eru sungin í verk- inu. Tvær frumsýningar Öll hlutverk í Maríu, asnanum og gjaldkerunum eru skipuð börnum og unglingum úr söng- og leiklist- arskólanum Sönglist sem starf- ræktur er í samstarfi við Borg- arleikhúsið. Erla samdi verkið sérstaklega fyrir Sönglist en hún samdi einnig Réttu leiðina sem hópurinn setti upp í fyrra. „Það eru sextán hlutverk í verk- inu og það eru tveir hópar sem leika, þannig að leikarar eru 32 og skiptast á sýningum. T.d. frumsýnir annar hópurinn kl. 18 í kvöld og hinn kl. 20.“ Sýningar á virkum dögum eru á skólatíma kl. níu og kl. 10.30 en um helgar kl. 14. „Sýn- ingar á virkum dögum eru stílaðar inn á grunnskólabörn. Skólarnir eru yfirleitt á þessum árstíma að brjóta upp skólastarfið fram að jólum með fræðslu og skemmtun og þarna er- um við að gefa þeim tækifæri til að koma í leikhúsið.“ Sýningartími er um ein klukku- stund og miðaverð er 800 krónur. Eftir sýningu er gestum boðið upp á djús og piparkökur áður en haldið er heim á leið. Gestir geta líka kom- ið með jólapakka og lagt undir jólatré Borgarleikhússins. Leikarar Borgarbarna munu síðan sjá um að koma þeim í hendur mæðrastyrks- nefndar til dreifingar. María, asninn og gjaldker- arnir Borgarbörn Sýna jólasöngleik á Nýja sviði Borgarleikhússins til 15. desember.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.