Morgunblaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 326. TBL. 95. ÁRG. FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is EKKI ÞESSA HEIMS UNNUR JÖKULSDÓTTIR TRÚIR Á FÓLK SEM TRÚIR Á HULDUFÓLK >> DAGLEGT LÍF FRÉTTASKÝRING Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is ÍSLENDINGAR verja 55 milljörðum króna í jólainnkaupin að þessu sinni samkvæmt spám Rannsóknarseturs verslunarinnar og eyða þar með ríflega 14 milljörðum meira en í fyrra. Jólaverslunin er hafin og kemur til með að taka mikið stökk um næstu helgi í upphafi aðventunnar. Eins og nærri má geta þarf ötult starfs- fólk verslana til að standa vaktina og taka við öllum þessum fjárhæðum og ljóst er að mikið álag verður á verslunarstéttinni. Að sögn Sigurðar Jónssonar, fram- kvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjón- ustu, vita allir að álag ríður yfir stéttina um jólin. „Þetta er kauptíð og álagstími,“ segir hann. „Margt verslunarfólk hlakkar til þessa tíma og það er mjög algengt viðhorf innan stéttarinnar að gaman sé á þessum tíma. Þá sér yngra starfsfólkið aukna tekju- möguleika í jólaversluninni. En vissulega er álagið mikið og fólk er örugglega mjög þreytt eftir þessa daga. Það er hins vegar goðsögn að þetta sé einhver þrælakista. Það hefur verið lögð vaxandi áhersla á það í samningum undanfarin ár að skilgreina vinnutíma fólks. Eins hefur verið lögð áhersla á hvíldar- og frítíma.“ Ástandið hefur skánað Elías Magnússon, forstöðumaður kjara- sviðs VR, bendir á að jólaafgreiðslutími verslana hafi lengst á liðnum árum, en á hinn bóginn hafi verslunareigendur farið inn á þá braut að láta starfsfólk sitt vinna hóflega, til dæmis með því að taka upp vaktafyrirkomulag. „En það er allur gangur á þessu. Við fáum reglulega kvartanir og það er alveg ljóst að álagið er mikið,“ segir hann. „En ég held að ástandið hafi skánað vegna þess að menn hafa tekið málin til umhugsunar.“ Í tengslum við jólaverslunina hefur VR lagt áherslu á að starfsfólk fái sinn vikulega frídag og ellefu tíma hvíld á milli vinnudaga. Auk þess fái fólk sína matar- og kaffitíma. „Í stærri verslunarkeðjum eru þessir hlutir í nokkuð föstum skorðum,“ segir Elías. Alls konar dæmi megi hins vegar finna um mikla keyrslu. Hann bendir til að mynda á að skólafólk í jólafríi vilji vinna sem mest til að ná inn sem mestum tekjum á sem skemmstum tíma. Morgunblaðið/Kristinn Lota Milljarðatugir skipta um hendur í jólaversluninni á Íslandi á næstunni. Kauptíð og álag ríður yfir Verslunarfólk er að hefja mikla vinnulotu Efir Egil Ólafsson egol@mbl.is SAMSTAÐA er milli Samtaka at- vinnulífsins og stærstu samtaka launafólks um að þeir sem ekki hafa notið hækkunar á kaupmætti að undanförnu fái sérstaka hækkun. Samningsbundnar hækkanir síð- asta eina og hálfa árið eru 2,9% og laun þeirra sem aðeins hafa fengið þessar hækkanir hækka um 4% verði þessi leið farin. Starfsgreinasamband Íslands (SGS) krefst þess að öll laun hækki kostnaður atvinnulífsins hækki um 3% líkt og gerst hefur í nágranna- löndum okkar. Kristján G. Gunnarsson, formað- ur SGS, tekur undir mikilvægi þess að bæta stöðu þeirra sem setið hafa eftir, en hann segir ekki ganga að nýr samningur feli ekki í sér neina almenna hækkun. Hann bendir á að kröfur um 4% launahækkun í 5% verðbólgu séu hógværar, en Starfs- greinasambandið treysti á að það takist að lækka verðbólgu. lögð á hækkun lægstu launa og laun þeirra sem ekki hafa notið kaup- máttaraukningar að undanförnu. Aðrir hópar launþega fái hins vegar ekki hækkun í samningunum. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri SA, segir að við nú- verandi aðstæður séu engin rök fyr- ir almennum launahækkunum. Staða efnahagsmála ráðist mikið af þróun á alþjóðlegum fjármálamörk- uðum og ef sú staða batni muni þeir sem hafa notið launaskriðs að und- anförnu bjarga sér sjálfir. Hann tel- ur eðlilegt að miða við að launa- um 4% um næstu áramót. Samtök atvinnulífsins vilja hins vegar að í nýjum samningum verði öll áhersla Samstaða um að tryggja öllum aukinn kaupmátt  Starfsgreinasamband Íslands krefst 4% almennrar launahækkunar  SA hafnar því og vill að kjaraviðræður snúist um hækkun lægstu launa  Kaupmáttur | 11 Vilhjálmur Egilsson Kristján G. Gunnarsson ÞAÐ var vel tekið á því í Skautahöllinni í Laug- ardalnum í gærkvöldi þegar Skautafélag Reykjavíkur tók á móti Birninum í karlaflokki Íslandsmótsins í íshokkí. Tveir leikmenn SR voru fluttir á sjúkrahús, sá fyrri eftir samstuð úti á miðju svelli og er hann líklega viðbeins- brotinn. Sá síðari skarst nokkuð þegar hann fékk skauta eins mótherja síns í andlitið. Björn- inn hafði betur í leiknum, 7:4, og skaust að hlið SR á stigatöflunni. | Íþróttir Morgunblaðið/Kristinn Ekkert gefið eftir á svellinu Reykjavíkurslagur í Laugardalnum Leikhúsin í landinu Leikhús er ávísun á góða kvöldstund >> 45 Í BREYTINGATILLÖGUM meirihluta fjárlaganefndar, sem lagðar voru fram í gær- kvöldi, er m.a. lagt til að veittar verði 51,2 milljónir króna til athugana á umhverfi og líf- ríki fyrirhugaðs olíuleitarsvæðis á Dreka- svæði við Jan Mayen-hrygg, norðaustan við Ísland. „Svæðið er tiltölulega lítt rannsakað og eru rannsóknir á umhverfisáhrifum því grundvöllur þess að unnt sé að meta ávinning og áhættu við fyrirhugaða olíu- og gasleit,“ segir í nefndarálitinu. Stefnt er að því að rannsóknir fari fram árin 2008-2011 og er um að ræða sameiginlegt verkefni ráðuneyta iðnaðar, sjávarútvegs og umhverfis. Einnig er lagt til að Orkustofnun fái tíma- bundið 101,4 milljónir króna til að hefja und- irbúning að útgáfu sérleyfa til rannsókna og vinnslu á olíu og gasi á Drekasvæðinu.| 2 Fé í rannsóknir á Drekasvæði ÞRÓUNIN í átt að auknum hlut kvenna í yfirstjórnum íslenskra fyrirtækja hefur verið nánast engin á síðustu árum. Sex sæti í stjórnum þeirra tólf fyrirtækja sem mynda úrvalsvísitölu kauphallar OMX á Ís- landi eru nú skipuð konum. Það er sami fjöldi og var á vormánuðum 2005. Þá hafði þeim fjölgað um eina í aðalfundahrinu árs- ins. Kvennahlutfallið er nú 8,5% á móti 91,5% hlut karla og hefur það einvörðungu hækk- að fyrir sakir fækkunar fyrirtækja í úrvals- vísitölunni úr 15 í 12. Þegar litið er til hlutfalls stjórnarsæta hjá öllum virkum fyrirtækjum sem eru á hlutafélagaskrá á Íslandi kemur á daginn að það hefur ekki breyst frá árinu 1999. Konur sitja nú sem fyrr í rúmlega fimmt- ungi stjórnarsæta þrátt fyrir að stjórnar- sætum hafi fjölgað um 41% á tímabilinu. En þess má geta að um fimmtungur fyrirtækja á hlutafélagaskrá mun vera í eigu kvenna. | Viðskipti Konum ekkert fjölgað í stjórnum ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.