Morgunblaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FÁKEPPNI og samkeppnis- hindranir á ís- lenskum lyfja- markaði verða til umræðu á morg- unverðarfundi Rannsóknastofn- unar um lyfjamál við HÍ í dag, fimmtudag, kl. 8.15-10. Fundurinn fer fram í Námunni, Endur- menntun HÍ við Dunhaga. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra flytur inngangsorð, en meðal frum- mælenda eru Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, og fulltrúar smásala og heildsala. Í pallborði verða allir flytjendur er- inda. Fákeppni á lyfjamarkaði VELFERÐARSVIÐ Reykjavíkur- borgar hefur ráðið Jónu Rut Guð- mundsdóttur, sálfræðing og fé- lagsráðgjafa, sem verkefnastjóra til að vinna að færslu verkefna á sviði málefna fatlaðra frá ríki til borgar. Jóna Rut hefur undanfarið stýrt uppbyggingu á sviði búsetu- endurhæfingar geðfatlaðra hjá borginni. Auk reynslu á sviði mál- efna fatlaðra hefur Jóna Rut margra ára reynslu á sviði fjöl- skyldumeðferðar og kennslu hjá HÍ og HR. Verkefnastjóri ALÞJÓÐA Rauði krossinn hefur nú lagt fram nýja neyðarbeiðni fyrir Bangladess að upphæð tæplega 1,4 milljarðar íslenskra króna (24.500.000 CHF). Það fé sem safn- ast verður notað til að hjálpa 1,2 milljónum manna sem orðið hafa fórnarlömb fellibylsins Sidr. Rauði kross Íslands sendi þriggja milljóna króna framlag til neyðaraðstoðar- innar hinn 19. nóvember. Nýjustu tölur benda til þess að fellibylurinn Sidr hafi orðið hér um bil 3.000 manns að bana og að tæp- lega 35.000 manns hafi slasast. Rauði kross Íslands bendir á söfnunarsímann, 907 2020, fyrir þá sem vilja leggja fram framlög vegna hamfaranna í Bangladess. Við hvert símtal dragast frá 1.200 kr. sem greiðast með næsta sím- reikningi. Reuters Neyðarbeiðni vegna hamfara TÝR, félag ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi, fagnar áformum bæjar- yfirvalda í Kópavogi um að „stíga framfaraskref í þjónustu bæjarins við bæjarbúa og samþykkja tilrauna- verkefni sem [felur] í sér þjónustu- samning einkaaðila og Kópavogs- bæjar um rekstur Sundlaugar Kópavogs.“ Nýjar leiðir sem stuðla að betri og fjölbreyttari þjónustu við Kópavogs- búa eru öllum til góðs. Úthýsing verkefna hjá sveitarfélögunum hefur skilað íbúum þeirra betri og hag- kvæmari þjónustu. Er það hlutverk Kópavogsbæjar að viðhalda forystu sinni á þessu sviði sem og öðrum, segir í ályktun Týs. Þjónustusamn- ingur í Kópavogi VETNISSTÖÐIN við Vesturlands- veg var í gær opnuð almenningi í fyrsta sinn en fram að þessu hefur stöðin eingöngu verið notuð fyrir vetnisstrætisvagna. Um leið voru tíu nýir vetnisfólksbílar af gerðinni Toyota Prius afhentir þremur fyrir- tækjum; Landsvirkjun keypti tvo bíla, Orkuveita Reykjavíkur keypti fjóra bíla og bílaleigan Hertz þrjá. Bílarnir eru smíðaðir af Toyota en breytt í vetnistvinnbíla af fyrirtækinu Quantum í Kaliforníu í Bandaríkjun- um. Þátttaka Hertz eru sérstök ný- mæli því þetta er í fyrsta skipti sem almenningi gefst kostur á að leigja og nota vetnisbíl, að því er segir í til- kynningu frá Vistorku og Íslenskri nýorku. Opnun vetnisstöðvarinnar var fyrsta skrefið sem tekið er í nýju vistverkefni (Smart H2) á vegum Vistorku og Nýorku en markmið verkefnisins er að koma 25-40 vetn- isbílum í umferð hér á landi fyrir árs- lok 2009. Tæplega tvöfalt dýrari Enginn vetnisbíll er í almennings- eigu hér á landi, en Þorleifur Finns- son, varaformaður stjórnar Vistorku, telur góðan möguleika á að almenn- ingur vilji eignast slíkan bíl innan skamms. Vetnisbílar eru mun dýrari en hefðbundnir bílar. Hver vetnis- fólksbíll sem var afhentur í gær kost- ar 4,5-4,8 milljónir en venjulegur Toyota Prius kostar um 2,5 milljónir. Þorleifur væntir þess að verðið lækki en erfitt sé að spá um hversu mikið. Eldsneytiskostnaður á hvern kíló- metra er þó svipaður, að sögn Þor- leifs, enda hafi olía og bensín hækkað mikið undanfarið. Það verður þó að hafa í huga að vetni er undanþegið öll- um þeim gjöldum og sköttum sem leggjast ofan á dísilolíu og bensín. Næsti hluti vetnisverkefnisins (Smart H2) er að setja vetnisljósavél um borð í hvalaskoðunarbátinn Eld- inguna. Gert er ráð fyrir að ljósavélin verði vígð sumardaginn fyrsta 2008. Vetni fyrir almenning  Hertz, Landsvirkjun og Orkuveitan fá vetnisfólksbíla  Hægt er að leigja vetnisbíl hjá bílaleigunni Hertz Morgunblaðið/Ómar Dældi Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra opnaði endurbætta vetnis- stöðina. Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Vistorku, fylgist með. NIÐURSTÖÐU er beðið í rannsókn setts ríkislögreglustjóra, Rúnars Guðjónssonar, sýslumanns í Reykja- vík, á meintum skattalagabrotum nokkurra aðila tengdra Baugi Group. Rannsóknin fer fram hjá sak- sóknara efnahagsbrota og að sögn Björns Þorvaldssonar fulltrúa vona menn að hilla fari undir lok rann- sóknarinnar. Ekki er þó ljóst hvort það muni gerast fyrir áramót. Þetta þýðir að ekki er hægt að segja til um það hvort ákvörðun um útgáfu ákæru verður tekin fyrir áramót. Reynt er þó að hraða málinu eins og kostur er. Líklegt er að afla þurfi einhverra gagna til viðbótar þeim sem þegar eru komin. Að minnsta kosti fimm manns hafa réttarstöðu sakborninga í rann- sókninni og á annan tug vitna hefur verið yfirheyrður. Niðurstöðu skattrann- sóknar beðið MAÐUR var í gær dæmdur til að greiða 200.000 kr. fyrir að slá ann- an mann í andlitið á Selfossi í apríl sl. Auk þess fóru 140.000 krónur í skaðabætur auk málsvarnarlauna og sakarkostnaður, alls 550.000 kr. Dýrt högg ♦♦♦ FRÉTTASKÝRING Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is ER EÐLILEGT að veita vín í safnaðarheim- ilum? Samræmist það vímuvarnarstefnu kirkj- unnar? Þessar spurningar hafa eðlilega vaknað í tengslum við vínkynningu sem fram fór í hléi á tónleikum í Neskirkju í gær. Hjá Biskupsstofu fengust þær upplýsingar að samkvæmt 10. gr. starfsreglna um kirkjur og safnaðarheimili nr. 822/2000 væru safnaðar- heimili ætluð til almenns safnaðarstarfs, en hins vegar væri umráðanda heimilt að ráðstafa húsnæði safnaðarheimilisins með öðrum hætti. Þess skyldi þó jafnan gætt að ekkert færi þar fram sem ekki samrýmdist starfi safnaðarins. Í vímuvarnarstefnu þjóðkirkjunnar, sem samþykkt var á kirkjuþingi 1998, kemur fram að þjóðkirkjan heimili ekki að haldnar séu í húsakynnum hennar samkomur þar sem sterks áfengis sé neytt og hafi hóf á þeim vínveit- ingum sem heimilaðar eru. Jafnframt segir að kirkjan þurfi að huga að þeim skilaboðum sem hún gefi með húsreglum sínum og athæfi og setja mörk sem eru eðlileg og skynsamleg. „Sums staðar er leyft að veita borðvín í safn- aðarheimilum eða skála í kampavíni, en hvergi borin fram sterk vín og væri það frágangssök.“ Vandlifað í þessum efnum þá og nú Í samtali við séra Örn Bárð Jónsson, sókn- arprest í Neskirkju, segist hann ekki sjá að léttvínskynning brjóti í bága við samþykktir um safnaðarheimili. Bendir hann á að sókn- arnefndum sé í sjálfsvald sett hvort þær leyfi neyslu léttvíns við útleigu safnaðarheimila und- ir t.d. veislur, brúðkaup og erfidrykkjur. Örn minnir á að flestar kirkjur noti vín í athöfnum sínum, þ.e. messuvín í altarisgöngunni, þótt reyndar sé notað óáfengt messuvín í Nes- kirkju. „Kirkjan boðar í sjálfu sér hvorki algjört bindindi né algjört frjálsræði. Hún talar hins vegar fyrir hófsemi,“ segir Örn og bendir á að til séu ófáar sögur í Biblíunni af Kristi í mann- fagnaði með fólki. Nefnir hann máli sínu til stuðnings að í Matteus 11.18-19 standi: „Jó- hannes kom, át hvorki né drakk, og menn segja: Hann hefur illan anda. Mannssonurinn kom, át og drakk, og menn segja: Hann er mathákur og vínsvelgur, vinur tollheimtu- manna og bersyndugra! En spekin sannast af verkum sínum.“ „Af þessu má sjá að það var vandlifað í þess- um efnum þá eins og nú. En hver og einn verð- ur að bera ábyrgð á sjálfum sér,“ segir Örn. Vínkynning í safnaðarheimili eðlileg?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.