Morgunblaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 25
veitingastað til að borða á en það var ekki auðvelt því þarna er mikil fá- tækt. Við fundum einn veitingastað í litlum bæ og ég hef aldrei séð annað eins. Einn úr hópnum kíkti inn í eld- húsið og mælti ekki með að við gerð- um það. En við létum okkur hafa það og litum á þetta sem lífsreynslu og höfðum auðvitað rosalega gott af þessu. Við kunnum svo miklu betur að meta hvað við höfum það gott hér heima þegar við höfum farið á svona slóðir. En þrátt fyrir fátækt var fólk- ið sem varð á vegi okkar svo ótrúlega lífsglatt og alltaf brosandi. Við getum líka lært af því.“ Þau voru átta Íslendingar sem lögðu upp í þessa ævintýrferð og þar með talinn íslenski fararstjórinn Viktor, en hann býr í Taílandi. Þrír í hópnum voru félagar Arnar en hina þekkti hann ekki fyrir. „Þetta var frá- bært fólk og hópurinn náði vel sam- an. Við vorum líka með kambódískan fararstjóra sem fræddi okkur um allt sem á vegi okkar varð.“ Ferðin hófst í Taílandi þar sem þau voru í þrjá daga og fyrstu nóttina gistu þau í Bangkok, í Sílomhverfinu sem sefur aldrei. Daginn eftir var far- ið í skoðunarferðir um Bangkok og gamla konungshöllin meðal annars heimsótt og Po-musterið. Á fjórða degi hófst hin eiginlega hjólaferð þegar þau hjóluðu að landamærum Taílands og Kambódíu. Hauskúpur og mannabein „Við hvíldum hjólin daginn sem við sigldum eftir Stung Sangker inn á Tonle Sap-vatnið sem er fljótandi þorp fiskimanna sem flytja þorpið eftir veðri, vatnsmagni og aflabrögð- um. Okkur leist nú ekkert á bátinn eða stýrimanninn sem var ungur strákur sem var alltaf að sofna við stýrið. En allt fór vel og daginn eftir skoðuðum við rústir Angkor Wat, þess fræga musteris miðalda, sem var ótrúleg upplifun. Við hvíldum líka hjólin þegar við ókum frá Siem Reap til Phnom Penh. Þaðan hjóluðum við til Vígavalla eða Killing Fields, fanga- búðanna þar sem Rauðu khmerarnir drápu um milljón manns á áttunda áratugnum. Það var virkilega átak- anlegt að skoða þetta svæði og haus- kúpur og mannabein um allt.“ Sumir dagar voru frjálsir og þá var gaman að leigja sér mótorhjól eða fara í rannsóknarleiðangur. „Á kvöld- in þvældumst við um göturnar sem sjaldnast voru upplýstar og sumar dálítið skuggalegar, en við fundum aldrei fyrir óöryggi og við vorum aldrei svikin á nokkurn hátt. Í þessari ferð sáum við rosalega margt á stutt- um tíma og stundum fannst mér ég eiga fullt í fangi með að meðtaka svona mikið. Ég er í raun enn að vinna úr þessu öllu og finnst varla raunverulegt að ég hafi verið þarna. Þessi ferð gaf mér mikið og núna langar mig til Víetnam.“ Lífsgleði Brosmildur og glaður strákur og áhyggjulaus. g ningu www.oriental.is khk@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2007 25 Fyrirsögn birtist í 24 stundumum 50 geita brúðkaup í Afr- íku. Hreiðari Karlssyni varð hugs- að til nýgifts pars á Íslandi: Lífið er snúið ef lækkar á bréfunum gengið, lánstraustið rýrnar og örðugt að bæta haginn. Vonandi hafa þau Ásgeir og Imba fengið um það bil 50 geitur á brúðkaups- daginn. Kunn er vísa Ólafs Sigfússonar í Forsæludal: Enginn breytir grjóti í gull. Greindan þreytir slaður. Kom til geita að biðja um ull kvæðaleitarmaður. Emil Petersen bóndi átti sér draum á sínum tíma: Ef ég væri uppi’ í sveit á ofurlitlum skika. Ætti kindur, kú og geit og kerlingu til vika. Hólmfríður Bjartmarsdóttir, Fía á Sandi, heyrði hagyrðinga Kveð- anda takast á við yrkisefni. Konur áttu að yrkja um karla í fötum eða án og karlar um konur á sama veg. „Nú, karlarnir ortu auðvitað um naktar konur, en konurnar vildu allar umfram allt hafa herrana klædda, sem mér fannst móðgun við hið fríða kyn.“ Og hún yrkir: Fegurð hrífur hug minn enn sem hún mun ætíð gera. Nú vil ég yrkja um unga menn einkanlega bera. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af geitum og fegurð Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Við ökum inn í vistvænni framtíð Enn eitt skrefið í átt að vistvænni framtíð hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Eitt af markmiðum Orkuveitunnar er að taka tillit til umhverfismála í allri starfsemi sinni og stuðla þannig að betra umhverfi. Til marks um það þá mun Orkuveita Reykjavíkur stuðla að aukinni notkun vistvænna ökutækja og vinnuvéla í daglegu starfi sínu. Á þessu ári eru 15% bílaflota OR vistvæn og árið 2013 verður hlutfallið komið upp í 55%. • Í allri starfsemi OR er gengið út frá umhverfismálum — Orkuvinnsla í sátt við umhverfið ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 4 01 39 1 1/ 07 or.is 2007 10 0 20 30 40 50 60 70 80 90 % 2008 2009 2010 2011 2012 2013 ár Vist væn ir bí lar O R Hefðbundnir bílar OR Í lok árs 2007 mun Orkuveitan eiga: • 21 metanbíl • 1 rafmagnsbíl • 4 tvinn-vetnis bíla • 1 vetnisbíl – F-cell

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.