Morgunblaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is „ÉG ER víst einn af þeim bjartsýnu. Það hefur gengið vel að fiska og verðið gott,“ sagði Vignir Arnarson skipstjóri og útgerðarmaður línu- bátsins Bjargmundar ÍS í Bolungar- vík. Hann var að endurnýja bátinn með kaupum á 15 tonna bát frá Húsavík. Björgmundur er búinn línubeitn- ingavél og er fyrsti bolvíski bát- urinn sem gerður er út í smábáta- kerfinu sem reynir það. Í Bolungar- vík eru bátar sömu gerðar miklir aflabátar, og viðurkennir Valur að fylgst sé með hvernig gangi að fiska með línubeitningavélinni. „Það varð einhver að ríða á vaðið. Það gekk vel á þeim gamla, með landbeitn- inguna. Ég hef trú á að þetta eigi eftir að ganga enn betur,“ segir Valur. Allt annað líf Hann var í gær í sínum þriðja róðri og lagði í gærmorgun fulla lögn í fyrsta skipti. Línan sam- svarar 32 bölum og sýndist honum útlit fyrir að hann fengi 3,5 til 4 tonn í lögnina. Mest ýsa eins og stíl- að hafði verið inn á. Veðrið hefur verið leiðinlegt að undanförnu en bátarnir frá Bolungarvík geta fisk- að inni í Ísafjarðardjúpi þegar svo- leiðis stendur á. Þar voru þeir í gær. Valur hefur gert út í fjögur ár. Fyrirtæki hans, Útgerðarfélag Bol- ungarvíkur ehf., byrjaði með smá horn en hefur smám saman stækkað við sig. Síðast átti félagið átta tonna bát. Valur segir allt annað líf að sækja sjóinn á nýja bátnum sem er yfirbyggður og bindur miklar vonir við framhaldið. Útgerðin á lítinn kvóta en Valur segist hafa fengið leigð 100 tonn og sé því ágætlega settur eins og er. Hann hafi vinnu og afkoman sé ágæt. En þetta kosti mikla vinnu. Hann er með tvo menn með sér. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Áfangi Vignir Arnarson siglir frá Húsavík áleiðis til Bolungarvíkur á nýj- um Björgmundi. Báturinn er yfirbyggður og búinn beitningarvél. Einhver varð að ríða á vaðið Eftir Gunnar Kristjánsson NÚ ERU Grundfirðingar kátir því fyrstu síldinni var landað þar í fyrra- kvöld. Vilhelm Þorsteinsson landaði 600 tonnum af frystum síldarflökum og var þeim komið fyrir á Frystihót- elinu sem nýverið var tekið í notkun. Síldin er veidd á Grundarfirði sl. viku og flökuð og fryst um borð. Aðal síldarmið flotans hafa verið á Grund- arfirði og út af Stykkishólmi á þess- ari vertíð en megnið af síldinni verið landað til verkunar á Austurlandi og í Vestmannaeyjum. Að sögn Guðmundar Jónssonar skipstjóra á Vilhelm Þorsteinssyni eru þessi 600 tonn af flökum komin af 1.220 tonna síldarafla upp úr sjó. Þegar Vilhelm lagðist að bryggju í fyrrakvöld voru fulltrúar hafnar- stjórnar og forsvarsmenn Snæfrosts mættir og færðu skipstjóranum kampavín og blómvönd í tilefni af þessari fyrstu löndun þessa stærsta skips fiskveiðiflotans í Grundarfirði. Vilhelm hélt síðan út á Grundarfjörð til áframhaldandi veiða í birtingu í gærmorgun en þar voru auk Vil- helms 5 síldveiðiskip í morgunsárið. Síld úr firðinum loksins landað í Grundarfirði Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Móttaka Áfanganum var fagnað í brú Vilhelms, f.v. Þórður Magnússon frá Snæfrosti, Guðmudur Jónsson skipstjóri, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson hafnarstjóri og Runólfur Guðmundsson, formaður hafnarstjórnar. ÚR VERINU „HVAÐ er að því að ríkið fái stuðn- ing einkaaðila?“ spurði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra í utandagskrár- umræðum um samning Björgólfs Guðmundssonar og Ríkisútvarps- ins um framleiðslu á innlendu dag- skrárefni á Alþingi í gær, en árétt- aði að skýrar reglur þyrftu að gilda um slíkt. Skiptar skoðanir voru um samn- inginn meðal þingmanna og Kol- brún Halldórsdóttir, málshefjandi og þingmaður Vinstri grænna, hafði efasemdir um að hann stæð- ist lög þar sem umrætt fjármagn væri ekki nefskattur, auglýsingar, kostun eða tekjur sem Alþingi hafi ákveðið. „Hvað réði því að samn- ingur var gerður við þennan til- tekna aðila?“ spurði Kolbrún jafn- framt og velti því upp hvort það stangaðist á við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. „Hér er bein- línis samstarf athafnamannsins og Ríkisútvarpsins þar sem athafna- maðurinn hefur dagskrárvald.“ Þá spurði Kolbrún hvað yrði þegar samningurinn rynni út og hvort Björgólfur yrði smám saman eigandi RÚV sem hann gæti þá beitt „í samkeppni við annan auð- mann sem á líka sjónvarpsstöð“. Þorgerður Katrín sagði samning- inn ekki stangast á við lög enda væri hvorki um tekjur né kostun að ræða. „Hér er einfaldlega um að ræða þátttöku Ríkisútvarpsins í fjármögnun á verkefnum á vegum sjálfstæðra kvikmyndaframleið- enda en með þátttöku sinni tryggir Ríkisútvarpið sér sýningarrétt,“ sagði Þorgerður og áréttaði að í samningnum fælist engin útilokun á öðrum samstarfsaðilum og því væri vandséð hvernig hann ætti að geta verið brot á jafnræðisreglu. „Það er ávallt Ríkisútvarpið sem tekur endanlega ákvörðun um hvaða verkefni verða fyrir valinu,“ sagði Þorgerður. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, fagnaði því að efnamenn hefðu áhuga á að styðja við bakið á menningar- starfsemi en Jón Magnússon, þing- maður Frjálslyndra, hafði áhyggjur af því að með samningnum væri farið á svig við eðlilega samkeppni. Þá sagði Lúðvík Bergvinsson, Sam- fylkingu, að það væri full ástæða til að skoða hvort samningurinn mis- munaði aðilum á markaði á ein- hvern hátt. Skiptar skoðanir um samning RÚV og Björgólfs Guðmundssonar Morgunblaðið/Ómar Þrefað um RÚV Vinstri græn og Frjálslyndir gerðu athugasemdir við samning Björgólfs og RÚV en aðrir þingmenn voru jákvæðari. Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is LANGAR ræður á Alþingi heyra sögunni til ef frumvarp Sturlu Böðv- arssonar, forseta Alþingis, verður samþykkt en það var lagt fram í gær. Meðflutningsmenn eru þingflokks- formenn allra flokka, nema Vinstri grænna. Samkvæmt núgildandi lögum er ræðutími ótakmarkaður í annarri og þriðju umræðu um þingmál en í nýja frumvarpinu er gert ráð fyrir að tak- marka hann. Þingmenn munu hins vegar fá að taka eins oft til máls og þeir kjósa, fyrst í 15 mínútur en síð- an í fimm mínútur í senn. Flutnings- menn og ráðherrar munu þó geta flutt lengri ræður og forseti Alþingis fær heimildir til að lengja ræðutíma í sérstökum málum Verði frumvarpið að lögum mun starfstími Alþingis lengjast og þing hefja störf í byrjun septembermán- aðar og ljúka störfum við maílok. Kvöld- og næturfundir ættu hins vegar að heyra sögunni til nema þeg- ar sérstaklega er um það samið. Samhliða frumvarpinu hefur náðst samkomulag um bætta starfsað- stöðu þingmanna og þá sérstaklega stjórnarandstöðuþingmanna. For- menn stjórnarandstöðuflokka sem sitja á þingi munu fá launaða aðstoð- armenn og nýir nefndarritarar eiga sérstaklega að þjónusta minni hluta nefnda. Málfrelsið ekki til sölu Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur VG, segir frumvarpið til bóta um ýmislegt en fordæmir þau vinnu- brögð forseta Alþingis að hafa ekki náð samstöðu um þessar grundvall- arvinnureglur. Steingrímur er jafnframt ósáttur við að breytingar á þingsköpum séu spyrtar saman við annars tímabærar úrbætur varðandi starfsaðstöðu þingmanna. „Þegar kemur að mál- frelsi þingmanna, sem er ekki síst mikilvægt fyrir stjórnarandstöðuna, þá er það ekki verslunarvara af okk- ar hálfu,“ segir hann og bætir við að samkvæmt frumvarpinu muni stjórnarandstaðan ekki hafa neinn neyðarrétt til að knýja fram lengri umræður um alvarleg mál. „Það hafa fyrst og fremst verið einstök stórmál sem hafa lent í lengri umræðum,“ segir Steingrímur og telur að þetta styrki ekki þingið heldur greiði mun fremur götu framkvæmdavaldsins. Ekki fleiri langar ræður á þingi  Allir flokkar nema VG eru á frumvarpi um breytt þingsköp  Stytting ræðutíma helsta þrætueplið og formaður VG fordæmir vinnubrögð forseta Alþingis Kristilegt siðgæði? Hvers vegna er talað um kristilegt siðgæði í grunnskólalögum, spurði Auður Lilja Erlingsdóttir, VG, mennta- málaráðherra á Alþingi í gær. Auður vakti þó athygli á því að í nýju frumvarpi, sem ekki var fram komið þeg- ar fyrirspurnin var lögð inn, væri hugtakið fellt út. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði breytinguna m.a. til komna vegna ábendinga frá Mannrétt- indadómstóli Evrópu en varaði samt við því að gera lítið úr kristni og kristilegu siðgæði. „Þar með værum við [...] farin að vega að einni af grundvallarstoðunum sem hafa mótað okkur sem þjóð,“ sagði Þorgerður en Auður Lilja sagðist hins vegar ekki hafa orðið vör við annað siðgæði hjá trúleysingjum eða fólki sem aðhylltist önnur trúarbrögð. 10-0 í upphafi leiks Fótbolti er afar sjaldan umræðuefni í þingsal en rataði þó inn í umræð- ur um samning Ríkisútvarpsins og Björgólfs Guðmundssonar. Ellert B. Schram sagði að þrátt fyrir mik- inn knattspyrnuáhuga sinn teldi hann gæfulegra að Björgólfur legði fram auð sinn í þágu menningar og lista á Íslandi en að hann keypti fleiri knattspyrnufélög í útlöndum. Jón Magnússon greip fótbolta- málið á lofti en honum þótti skjóta skökku við að Ríkisútvarpið, sem hefði for- skot á aðra á markaðnum vegna skatt- heimtu, væri að gera samninga eins og þennan og sagði um Ellert: „Hann myndi ekki sætta sig við það, sem eftirlitsmaður með knatt- spyrnu vítt og breitt um Evrópu, að annað liðið fengi alltaf tíu marka forgjöf áður en leikurinn byrjaði.“ Dagskrá þingsins Þingfundur hefst kl. 10.30 í dag og fram fer önnur umræða um fjár- lög fyrir árið 2008. Auður Lilja Erlingsdóttir ÞETTA HELST … Ellert B. Schram

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.