Morgunblaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 27
hagstofustjóri hafði Klemens verið frekar gætinn og Hagstofan var þá í raun meiri þjóðskrá en töl- fræðistofnun. Þessu hafði ég mikinn hug á að breyta. Þetta mikla verkefni beið við komu mína að Hagstofunni og hefur haldist í hendur við sívaxandi tölvuvæðingu. Þegar ég kom á Hagstofuna var bara ein tölva til og hún var eiginlega allt- af biluð. Nú starfa á Hagstofunni 85 manns og margfalda má þá tölu með 1,5 til að fá fram hve margar tölvur eru í eigu stofnunarinnar til ýmissa nota. Ég fékk mikinn stuðning fjár- málaráðuneytisins við að byggja upp þenna hluta starfsins, – bókasafnið byggðum við aftur upp fríhendis, skulum við segja. Spennandi tímamót Nú stendur þú á tímamótum, ert að yfirgefa Hagstofuna – er það ekki einkennilegt? „Jú, og þó. Ég átta mig sennilega ekki á þessu ennþá. Hagstofan er sannarlega mikill hluti af mér en ég er á hinn bóginn líka búinn að fá mig fullsaddan á stjórnun, en þó ekki á verkefnunum. Mér finnst ég hafa náð ýmsum markmiðum sem ég stefndi að. Mikið af gagnasöfnun hefur verið flutt til Hagstofunnar, svo sem í sjáv- arútvegi, heilbrigðismálum og menntamálum. Svo kom hagskýrslu- hlutinn í Þjóðhagsstofnun til Hag- stofunnar og starfsemi kjararann- sóknarnefndar er einnig komin til þeirrar miðstöðvar sem Hagstofan er nú orðin. Ég held að það skipti miklu máli í okkar fámenni að safna tölum í stórar einingar og líklega er það ódýrara og kemur í veg fyrir tví- verknað, raunar er tvíverknaður að sumu leyti góður, með honum fæst viss yfirsýn og gagnrýni. Ég hef lagt áherslu á að koma á framfæri tölum frá Hagstofunni – það að safna tölum en koma þeim ekki frá sér er slæmt, verkið dagar uppi og verður ekki til gagns. Sem og þreytast þeir sem láta gögnin af hendi. Ég vildi líka losna við stjórnsýslu- hlutverk Hagstofunnar. Það fólst í því að færa þjóðskrá og fyr- irtækjaskrá. Þetta fór ágætlega heim og saman við áform og skoðanir þá- verandi ráðherra Hagstofunnar sem var Davíð Oddsson. Hann sagði að Hagstofan ætti ekki að vera ráðu- neyti og það hafði raunar verið sagt áður. Ég sagðist vera því innilega sammála – en við þyrftum að losa okkur við stjórnsýsluhlutverkið áður og það tók tímann sinn. En árið 2003 var fyrirtækjaskráin og félagaskrár fluttar til ríkisskattstjóra. Þjóð- skráin var svo innlimuð í dóms- málaráðuneytið árið 2006, sem er snjallt því þar er hún tengd útgáfu vegabréfa sem eru skyld verkefni. Hagstofan varð eftir þetta hrein hag- skýrslustofnun – hún hefur ekki önn- ur hlutverk með höndum en safna tölum og vinna úr þeim. Við myndun þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr var ákveðið að fara út í breytingar á stjórnarráðinu sem tóku gildi nú um áramótin og eitt af því sem þá kom til framkvæmda var að fella niður ráðuneytisstöðu Hag- stofunnar. Þessu var ég öldungis sammála en sagði jafnframt að það þyrfti að setja ný lög fyrir Hagstof- una. Mér var falið að gera uppkast að þeirri löggjöf og hún tók gildi nú 1. janúar.“ – Lagðir þú þá sjálfan þig niður? „Já, ég hjálpaði eftir bestu getu ríkisstjórninni að gera það. Af því að Hagstofan er lögð niður sem ráðu- neyti og stofnuð aftur sem stofnun og ég lagður niður sem ráðuneytisstjóri á ég kost á að þiggja biðlaun í eitt ár og geri það. Ég mun að vísu nota drjúgan hluta þess tíma til að ganga frá ýmsum lausum endum á Hagstof- unni en það gerir mér jafnframt kleift að fara inn í nýtt líf á „mjúkan hátt“.“ – Hvað vildi maðurinn sem hringdi áðan frá Palestínu? „Ég hef fengist við að leggja á ráð- in og meta árangur á uppbygging- arstarfi hagstofa í þróunarríkjum. Sem og hefur verið sóst eftir mér sem fyrirlesara á ráðstefnum um þessi mál. Þetta finnst mér skemmti- legt. Maðurinn sem hringdi var að segja mér frá verkefni af þessu tagi sem í bígerð er í Palestínu og vill fá mig til að koma að því. Ég hef komið þarna áður og þá var verið að leggja á ráðin við áframhaldandi uppbygg- ingu hagstofu sem svo síðar var sprengd í loft upp. Ísraelsmenn fóru áður þar inn og lögðu hald á tölur og eyðilögðu gögn. Ég á eftir að heyra betur hvað þarna er á ferðinni. Sennilega verður þó fyrsta verk- efnið að skreppa til Erítreu í febr- úarmánuði, það er land sem klofnaði frá Eþíópíu. Sæmilegt ástand er þarna núna. Hagstofustarfsemi er ótrúlega alþjóðleg starfsemi, sömu meginreglurnar gilda alls staðar, óháð þróunarstigi og tölvuvæðingu. Reglur um söfnun á tölum, úrvinnslu þeirra, meðferð og aðgát. Það er hægt að flytja mikla þekkingu á milli landa í þessum málum. Mörgum þyk- ir býsna eftirsóknarvert að fá fólk með þekkingu á þessu sviði frá litlu ríki. Þar hefur hver og einn stærra verksvið og meiri yfirsýn. Hag- stofustjóri í litlu ríki eins og Íslandi getur ekki leyft sér að vera bara ein- hver fígúra sem situr í brúnni, heldur tekur hann fullan þátt í vinnunni og er hluti af henni. Þetta er eitt af þeim verkefnum sem ég ætla að miðla.“ gudrung@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2008 27 Í upphafi nýs árs er siður að staldra við og litast um af þeim sjónarhóli sem mað- ur er kominn á, horfa bæði fram á við og til baka yfir þá leið sem lögð hefur verið að baki. Rétt eins og maður sé kominn í einhvern andlegan Staðarskála. Þessi siður er góður og gagnlegur, enda augljóslega hollt hverjum ferðalangi að nema staðar stöku sinnum á vegferð sinni og íhuga sinn gang. Tilvera okkar er jú undarlegt ferðalag, eins og Tómas Guðmundsson orti, en í dag er fæðingardagur hans. Eitt af því sem gerist gjarnan þegar áð er með þessum hætti á lífsleiðinni er að fólki sem nálgast svonefndan miðjan aldur tekur að finnast sem tíminn líði sífellt hrað- ar og enn rosknara fólk tekur undir og segist rétt vera risið á fætur eftir síðustu áramót þegar hin næstu renna upp. Góðar stundir líða sem leiftur, hinar síðri að sönnu nokkru hæg- ar, en hverfa þó löngu áður en við náum að bregðast almennilega við þeim, hvað þá að læra af þeim. Auðvitað veit maður ósköp vel að engin breyting verður á fram- rás tímans, að atómklukkan lætur ekki að sér hæða og sekúndurnar hrannast upp í fjöll og heiðar að baki okkar á nákvæmlega sama hraða nú og þegar við vorum fjögra ára. En samt gerir sú til- finning vart við sig að hvert ár renni nú mun hraðar hjá en maður minnist úr æsku sinni. Á þessu er til skýring og hún er afskaplega einföld. Leikskáld eitt, bandarískt, Dav- id Scott Milton að nafni, sem var kennari minn við Suður-Kaliforn- íuháskóla fyrir allnokkrum sífellt hraðfleygari árum, gerði þetta að umtalsefni í tíma hjá sér. Hann benti sem sagt á til skýr- ingar á þessum mismunandi upp- lifunum fólks á hraða tímans, að þegar eitt ár líður í lífi fjögra ára barns, þá er um að ræða fjórðung þess tíma sem það hefur verið til í veröldinni. Þegar þetta sama ár bætist við líf – segjum fimmtugs manns er hins vegar einungis um að ræða einn fimmtugasta hluta uppsafnaðs líftíma. Það gefur augaleið að munurinn er skýr og umtalsverður á fjórðungi annars vegar og einum fimmtugasta hins vegar. Og hvað er svo hægt að gera við þessa frómu ábendingu leikskálds- ins? Erum við einhverju bættari þótt við höfum fengið röklega skýringu á því hvers vegna okkur finnst tíminn líða æ hraðar? Auk- inn skilningur á okkur sjálfum og viðbrögðum okkar er eflaust af hinu góða. Að því leyti er skýr- ingin kærkomin. En eins og gjarnt er um jafnvel hinar ágætustu skýringar á mann- legu eðli, innræti eða upplifunum megna þær ekki að gera það sem við þráum mest, það er að segja að breyta eðli okkar, innræti eða upplifunum. Það er aðeins einn að- ili sem getur breytt því. Það erum við sjálf. Á þessum tímamótum skulum við því staldra við, en ekki aðeins horfa fram og til baka, heldur einnig inn á við, á það landslag gjörða, ætlana og minninga sem þar er að finna og sjá hvort ástæða er til að ráðstafa þar nokkru betur, meðan færi gefst. Gleðilegt ár. Undarleg ferðalög og sífellt skemmri ár Sveinbjörn I. Baldvinsson Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík Sundlaug Kópavogs / sími 570 0470 / Íþróttamiðstöðin Versalir / sími 570 0480 / www.nautilus.is OPNUNARTILBOÐ Á ÁRSKORTUM 25.990 KR. Aðeins 2.166 kr. á mánuði með vaxtalausum Visa/Euro léttgreiðslum Tilboðið gildir aðeins þessa helgi! STÆKKUM Í SUNDLAUG KÓPAVOGS UM HELGINA ar gu s / 07 0 97 4 hugsað upphátt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.