Morgunblaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Anton Sigfússonfæddist á Fjólu- götu 8 á Akureyri 23. maí 1945. Hann lést á Landspítalan- um við Hringbraut 17. des. síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigfús Halldórsson, f. á Dalvík 20. jan. 1922, d. í Reykjavík 15. mars 1982 og Sigríður Sigurðar- dóttir, f. á Akureyri 1. júlí 1925, d. á Ak- ureyri 24. des. 1982. Alsystir Antons er Jóhanna Ósk og hálfsystkin Gylfi, Guðrún, Brynja, Jófríður, Halldór, Víðir (látinn), Sigurður, Arnþrúður og Stefán. Anton kvæntist 31. des 1965 Magneu Þorfinnsdóttur, f. á Nes- kaupstað 10. apríl 1942. Foreldrar hennar eru Þorfinnur Ísaksson, f. á Raufarhöfn 11. ágúst 1916, d. á Þórshöfn 23. nóv. 1983 og Sigur- björg Sigurjónsdóttir, f. 29. ágúst 1919. Anton og Magnea eiga 3 dæt- ur, þær eru: 1) Sigurbjörg Ósk, f. á Þórshöfn 10. sept. 1965, maki Ol- geir Sigurðsson, f. 10. okt. 1967, dóttir þeirra er Ástrós Perla, f. 16. júlí 2000, dóttir Sigurbjargar frá fyrra sambandi er Dagbjört Kristín 7-11 ára. Fjölskyldan fluttist til Raufarhafnar þegar Anton var 11 ára og vann hann þar á síld- arplönum. Móðir Antons tók saman við Óskar Stefánsson þegar Anton var 12 ára. Anton flutti frá fjöl- skyldu sinni til Seyðisfjarðar þegar hann var 15 ára og fór að vinna á síldarplönum þar á vertíð og flutti síðan til Reykjavíkur sama ár og fór að vinna hjá vélsmiðjunni Héðni. 19 ára flutti hann til Grindavíkur á vertíð og þar kynntist hann Magn- eu. Ári síðar fluttu þau Magnea til Neskaupstaðar og ári síðar til Þórs- hafnar á Langanesi. Þar byggði Anton sjálfur, með góðri aðstoð Magneu konu sinnar, hús fyrir fjöl- skyldu sína árið 1973 og nefndi það Lund. Lagði hann mikinn metnað í húsið og garðinn í kringum það. Anton og Magnea bjuggu víða um landið næstu árin þar sem hann starfaði ýmist til sjós eða lands. Ant- on lenti í slysi á sjó og í kjölfarið fóru að taka sig upp ýmsir kvillar sem ágerðust eftir því sem á leið og hann glímdi við til æviloka. Vegna veikinda Antons fluttu þau Magnea til Reykjavíkur árið 1987 þar sem hann bjó allar götur síðan. Guðný og Anton ferðuðust á sumrin bæði innan lands og utan og gerðu þau eins mikið af því og þau gátu og var veiðistöngin ávallt með í för. Útför Antons var gerð í kyrrþey að ósk hins látna. Helgadóttir, f. 6. nóv. 1992. 2) Harpa, f. á Þórshöfn 15. mars 1971, maki Rafid Hamza, f. 15. jan. 1967, sonur þeirra er Elías Hamza, f. 14. júlí 2003. 3) Olga Friðrika, f. á Þórshöfn 7. maí 1976, maki Friðrik Atlason, f. 5. des. 1975, börn þeirra Elvar Aron, f. 10. okt. 2000 og Matt- hildur, f. 29. júlí 2004. Anton og Magnea skildu 1988. Seinni eiginkona Antons er Guðný Ósk Óskarsdóttir, f. á Stað í Borg- arhreppi á Mýrum, 16. okt. 1939. Foreldrar hennar voru Óskar Stef- ánsson, f. í Reykjavík 16. nóv. 1911, d. í Reykjavík 28. maí 1997 og Sig- urbjörg Jósíasdóttir, f. í Þistilfirði 4. maí 1914, býr í Þórufelli í Breiðholti. Anton og Guðný hófu sambúð árið 1990 í Æsufelli í Breiðholti og fluttu síðan í Þórufell í Breiðholti árið 1993. Anton ólst upp á Fjólugötu 8 á Ak- ureyri. Foreldrar hans skildu þegar hann var 7 ára og hann flutti á Eiðs- vallagötu 3 á Akureyri ásamt móður sinni og systur. Hann fór í sveit á sumrin í Syðra-Hvarf í Svarfaðardal Þegar ég var að kynnast Olgu konu minni þá kynntist ég líka Ant- oni. Hann tók mér strax vel þótt ég væri í götóttum gallabuxum og með hárið út í loftið. Reyndar sagði hann í fyrsta skipti sem ég fór bíl með hon- um að hann hefði aldrei búist við að keyra pönkara. Þetta sagði hann kíminn því Toni, eins og hann skipaði mér að kalla sig, var mikill húmoristi og því átti ég eftir að kynnast betur í gegnum árin. Toni hafði unun af því að ferðast og stangveiðar voru hon- um hugleiknar. Þrátt fyrir öll þau veikindi sem hrjáðu hann síðustu ár- in þá hafði hann alltaf kraft til að ferðast og setja út stöng. Toni var líka mikill grúskari og fór oft í Kolaportið til að finna verðmæti. Hann átti ótal smáhluti og ef manni vantaði eitthvað gat maður hringt í Tona og ef hann átti ekki hlutinn var hann búinn að finna hann nokkrum dögum síðar. Samband Tona við dætur sínar var einkar náið og ég minnist þeirra stunda sem ég átti með fjölskyldunni. En fyrst og síðast minnist ég Tona sem afa barna minna og hinna barna- barnanna sem honum þótti svo óend- anlega vænt um. Hann stríddi þeim og gladdi endalaust, öll fengu þau „afa spes“ í hvert skipti sem hann hitti þau en það voru sykurmolar sem hann alltaf átti í bílnum. Hann kom oft með poka fulla af dóti sem hann hafði sankað að sér einhvers staðar til að geta glatt börnin. Og síðast en ekki síst eins og eitt barnbarnið sagði eftir lát hans, „hann var svo góður“. Tengdapabba verður sárt saknað. Guðný, Olga, Harpa og Sírrý, gefið hvor annarri styrk til að komast í gegnum erfiðasta hjallann vegna andláts Tona. Friðrik Atlason. Það er 10. október, afmælisdagur Elvars Arons. Dekkað borð með dýrðlegum kræsingum í Hjarðar- haga 29 og afmælisgesti drífur að. Dyrabjallan hringir og andlit birtist í gættinni, brosmilt andlit. Með bros og blíðu í augnkrókunum, á vörunum, í allri ásýnd og fasi. Afi Toni, Toni afi, afi Toni hrópar afmælisbarnið og hjúfrar sig að afa sínum. Og öll börnin taka undir í ein- um kór, afi Toni, Toni afi, jafnt afa- börnin hans og alls óskyld börn. Ant- on var afi þeirra allra í orðsins fylltu merkingu, í afmælinu, alltaf. Afi Toni var sannarlega góður afi. Hann varðveitti nefnilega barnið bet- ur í sjálfum sér en flestum okkar auðnast. Það skilja börn. Hann var hreinlynt góðmenni með áru og nær- veru sem skapaði vellíðan. Svo var Anton líka glæsimenni, samsvaraði sér vel, meðalmaður á hæð grannur og kvikur í hreyfingum og hnarreist- ur. Síðast en ekki síst var Anton pabbi hennar Olgu okkar, tengdadóttur okkar. Konunnar hans Friðriks og mömmu Elvars Arons og Matthildar. Í þeim lifir Anton góðu og farsælu lífi og líka í dætrunum Hörpu og Sirrý og börnum þeirra. Þannig streymir lífið óendanlega fram og veitir okkur ómælda gleði einnig í sorginni yfir að missa Anton fyrir aldur fram, alltof fljótt. Þegar Friðrik og Olga giftu sig austur í Gryfju í Grímsnesi ljómaði Anton eins og sólin, leiðandi dóttur sína Olgu, pabbastelpuna, til Friðriks undir sterku skini regnbogans og á eftir trítluðu systurnar Sirrý og Harpa og brúðameyjarnar. Anton með rauðhærðu dætrum sínum – glaður og hreykinn. Anton gat ekki með orðum lýst gleði og þakklæti til okkar á brúðkaupsdeginum en fallegt augnaráð hans og þétt faðmlagið sögðu allt sem hann vildi sagt hafa. Anton sá gildi í hverjum hlut og var mikill safnari á gamla alþýðuhluti. Nutum við góðs af því þegar hann færði okkur gersemar í bústaðinn úr Kolaportinu og víðar. Það er ekki hægt að minnast Ant- ons án þess að nefna Guðnýju konu hans, hæga, hljóða og trygglynda við hlið Antons. Við vottum Guðnýju, dætrum Ant- ons, tengdasonum og barnabörnum hans okkar dýpstu samúð. Minningin um Anton Sigfússon mun lifa með okkur öllum. Atli Gíslason og Rannveig Sigurðardóttir. Elsku tengdapabbi minn er látinn og núna í svartasta skammdeginu sækja minningarnar um lífshlaup þitt og alla mannkostina þína á huga okk- ar sem sárast sakna þín. Ég hef hugsað mikið undanfarið um þau rúmlega tíu ár sem við vorum Anton Sigfússon ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ADDA SIGURLÍNA HARTMANNSDÓTTIR, Sæbólsbraut 28, Kópavogi lést á heimili sínu miðvikudaginn 2. janúar. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 10. janúar kl. 13.00. Halldór Ólafsson, Anna María Halldórsdóttir, Ólafur Halldórsson, Anna Sigríður Pálamadóttir, Logi Halldórsson, Guðfinna Brynjólfsdóttir, Hartmann Páll Halldórsson, Ásdís Halldórsdóttir, Magnús Þór Hrafnkelsson, Auður Halldórsdóttir, Jens Letager og barnabörn. ✝ Elskulegur sonur okkar og bróðir, JÓN GUNNAR STEFÁNSSON, Gullsmára 1, Kópavogi, lést á heimili sínu fimmtudaginn 3. janúar. Þorgerður Gylfadóttir, Stefán V. Jónsson, Rebekka Stefánsdóttir, Rut Stefánsdóttir, Helgi Magnússon, Sigrún Sif Stefánsdóttir, Ólafur Harðarson. Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORLÁKUR GUÐMUNDSSON frá Seljabrekku, Hrísmóum 4, Garðabæ, sem andaðist að kvöldi sunnudagsins 30. desember á Landspítala við Hringbraut, verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju, Garðabæ, þriðjudaginn 8. janúar kl. 13.00. Bryndís Guðjónsdóttir, Ástríður H. Þ., Bjarni Thoroddsen, barnabörn og langafabörn. ✝ Útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNS I. GÍSLASONAR, áður Byggðarholti 14, Mosfellsbæ, verður frá Lágafellskirkju mánudaginn 7. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Félag aðstandenda alzheimersjúklinga. Ásta Jóhannsdóttir, Óskar Jóhannsson, Valgerður Sigurðardóttir, Sigurður G. Jóhannsson, Guðrún Björnsdóttir, Kristín Jóhannsdóttir, Jón Gunnar Borgþórsson, Sigurður R. Símonarson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, sonar, tengdasonar, bróður og mágs, ÓSKARS ÞÓRS SIGURÐSSONAR véltæknifræðings, Lýsubergi 14, Þorlákshöfn, Ásta Margrét Grétarsdóttir, Birta og Bjarki, Guðrún Lísa Óskarsdóttir, Sjöfn Ólafsdóttir, Gunnar Ingi Jónsson, Ingvar Jósef Sigurðsson, Pálína S. Þráinsdóttir, Andri Ólafsson, Erna Jónsdóttir, Súsanna Ólafsdóttir, Guðmundur Björgvinsson. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall og útför frænku okkar, RAGNHEIÐAR HERMANNSDÓTTUR, fv. deildarstjóra í Landsbanka Íslands. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Droplaugarstaða fyrir góða og ástúðlega umönnun í erfiðum veikindum hennar. Systkinabörn. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, HJALTA RAGNARSSONAR vélfræðings, Ársölum 1, Kópavogi. Útför hans fór fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 19. desember 2007. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð fyrir einstaka ummönnun og umhyggju. Sigríður E. Konráðsdóttir, Konný R. Hjaltadóttir, Óskar Guðjónsson, Hjalti Heiðar Hjaltason, Margrét Jónsdóttir, Sigurður Ingvar Hjaltason, Magnea Helga Magnúsdóttir, Aðalheiður Íris Hjaltadóttir, Árni Árnason, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.