Morgunblaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 5. TBL. 96. ÁRG. SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is SUNNUDAGUR LÆRÐI AÐ SEGJA NEI ER HAMINGJAN BOTNLAUS VINNA? MANNAUÐUR >> 30 POTTUR- INN Í PARÍS LISTIR OG MANNLÍF Í HEIMSBORGINNI LISTIR >> 28 Eftir Freystein Jóhannsson og Orra Pál Ormarsson „EINHLIÐA utanríkisstefna okkar hefur grafið jafnt og þétt undan okkur. Það nær vitaskuld engri átt að láta eins og við séum hafin yfir lög og reglur sem allir aðrir halda í heiðri. Við getum heldur ekki sniðgengið réttindi erlendra borgara eins og ekkert sé, réttindi sem við myndum aldrei sætta okkur við að tekin væru af okkur sjálfum.“ Svo mælir David Cole, lagaprófessor við Georgetown-háskóla í Washington, en hann hefur verið einn helsti gagnrýnandi stefnu Bandaríkja- stjórnar í stríðinu gegn hryðjuverkum. Hann er sannfærður um að Bush-stjórnin hafi þegar í upp- hafi tekið rangan pól í hæðina og fyrir vikið sé hún að tapa þessu stríði. Sami þrýstingur á demókrötum Bandaríkjamönnum er legið á hálsi fyrir að víkja lögum til hliðar í meðferð sinni á meintum hryðjuverkamönnum sem hún hefur haldið án þess að birta þeim ákæru, sumum hverjum árum saman. „Það er alltaf farsælla að fara að lögum en sveigja þau og beygja. Hefðum við haft það sjón- armið að leiðarljósi í upphafi þessarar vegferðar væri betur fyrir okkur komið í dag,“ segir Cole. George W. Bush lætur af embætti forseta Bandaríkjanna í byrjun næsta árs. Þegar Cole er spurður hvaða væntingar hann hafi til nýs forseta og ríkisstjórnar hans svarar hann af varfærni. „Ég vona að nýja ríkisstjórnin læri af mistökum Bush- stjórnarinnar. Það veltur þó á því hver verður kjörinn forseti. En forseti úr röðum demókrata verður ekkert undralyf, þar sem demókratar, rétt eins og repúblikanar, eru undir miklum pólitískum þrýstingi þegar kemur að baráttunni gegn hryðju- verkum. Þeir verða að vera „harðir í horn að taka“. Gildir þá einu hvort sú „harka“ dugar eða hefur, eins og ég hef bent á, öfug áhrif.“ Bandaríkin fari að lögum  Lagaprófessor í Washington segir bandarísk stjórnvöld hafa gert afdrifarík mistök í stríðinu gegn hryðjuverkum  Einhliða utanríkisstefna óheppileg  Forseti úr röðum demókrata ekkert undralyf  Frelsið fyrir öryggisgler | 10 Í HNOTSKURN »Bandaríkjastjórn hefur ekkitalað neina tæpitungu í bar- áttunni gegn hryðjuverkum eftir árásina 11. september 2001. »Bandaríkjamenn hafa veriðgrunaðir um mannréttinda- brot og pyntingar í fangelsum en þeir hafa einatt vísað slíku á bug. »Khalid El-Masri, sem Banda-ríkjamenn héldu fyrir mis- tök, kveðst hafa sætt ofbeldi. laust kveðja einhverjir jólin í kvöld með hátíðar- brag, fara á brennu og skjóta upp blysum þótt von sé á rigningu enn og aftur. MARGIR hafa nýtt góða veðrið á nýju ári til að stunda útiveru eftir langvarandi rok og rign- ingar. Þessi maður naut lífsins með hundi sínum í morgunbirtunni við Rauðavatn í gærmorgun. Í dag er þrettándinn, síðasti dagur jóla, og þá skundar síðasti jólasveinninn heim til fjalla. Ef- Jólin kvödd í dag Morgunblaðið/Kristinn Morgunganga við Rauðavatn VIKUSPEGILL Opið 13–18 í dag Íslenski dansflokkurinn >> 56 Komdu á danssýningu Leikhúsin í landinu Í TÍÐ George Bush Bandaríkja- forseta hefur lítil áhersla verið lögð á Evrópu og gamlir bandamenn hafa jafnvel fengið kaldar kveðjur. Eru þeir sem nú sækjast eftir for- setaembættinu líklegir til að breyta því? Bandaríkin og Evrópa SAMTÖKIN Skynsemi í vísindum hafa sannleikann að leiðarljósi. Þau eru með sérfræðinga á sínum snær- um til að leiðrétta bábiljur sem kenndar eru við vísindi og dægur- stjörnur og fleiri úttala sig um í fjölmiðlum. Bull í vísinda- legum búningi KÍNVERJAR hafa sett ný lög til að bæta stöðu verkamanna, en oft er vandinn ekki rammi laganna, held- ur viðgangast mannréttindabrot og vinnuþrælkun vegna þess að lög- unum er ekki fylgt eftir og eftirlit er í molum. Vandi verka- manna í Kína ÞEGAR einar dyr lokast opnast aðrar. Hallgrím- ur Snorrason er hættur sem hag- stofustjóri en honum bjóðast ýmis verkefni tengd skipulagi hagstofa á er- lendum vett- vangi. Mun hann t.d. fara til Erítreu í febrúar til að skoða hagstofumál þar og menn í Palestínu bera í hann víurnar í sama tilgangi. Hallgrímur er þriðji hagstofustjóri Íslendinga og jafn- framt sá síðasti. Hagstofunni hefur nú verið breytt með löggjöf og er ekki lengur ráðuneyti. Hallgrímur samdi frumdrög að lögum þess efn- is sem þegar hafa verið samþykkt og í þeim lagði hann sitt eigið starf niður. Fyrri hagstofustjórar voru þeir Þorsteinn Þorsteinsson, sem átti sæti í Sambandslaganefnd 1908 til 1918 og sat til 1950 sem hag- stofustjóri, og svo Klemens Tryggvason, sem þá tók við og stýrði Hagstofunni til 1985, þegar Hallgrímur Snorrason tók við. Í viðtali inni í blaðinu segir Hall- grímur Snorrason frá ýmsu sem snertir lífshlaup hans og feril. | 24 Frá Hagstofu til Erítreu Hallgrímur Snorrason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.