Morgunblaðið - 10.02.2008, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 10.02.2008, Qupperneq 4
4 SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Haraldur Gunnarsson ogdætur hans, Eyrún ogHrefna, lýstu reynslusinni af því að eiga son og bróður með taugasjúkdóm. Í upphafi máls síns lýsti Haraldur fjölskylduaðstæðum og því hvernig lífið hefði breyst þegar Gunnar Karl fæddist. Eiginkona Haraldar heitir Kristín Gunnarsdóttir og fjöl- skyldan býr í Vestmannaeyjum. Gunnar Karl er núna þrettán ára. Þegar hann var átta mánaða gamall greindist hann með taugasjúkdóm. „Þá gerðum við okkur enga grein fyrir hvernig næstu ár myndu breytast hjá okkur,“ hóf Haraldur söguna, en nú er svo komið að Gunnar Karl er búinn að fara í ell- efu stórar og smáar aðgerðir. „Og það er búið að svæfa hann 38 sinn- um,“ sagði Haraldur. Þar sem fjölskyldan býr í Vest- mannaeyjum hafa veikindi Gunnars Karls óhjákvæmilega haft mikil ferðalög í för með sér, því allar að- gerðir eru framkvæmdar í Reykja- vík. „Allar þessar aðgerðir lækna ekki sjúkdóminn en þær koma í veg fyrir að hann lendi í hjólastól. Þeg- ar við byrjuðum að fara með hann til læknis og stoðtækjafræðings voru dætur okkar tíu og fjórtán ára. Við þurftum oft að fara mörg- um sinnum á ári til Reykjavíkur og lögðum áherslu á að fara bæði með.“ Haraldur lýsti því að ein- staka sinnum hefðu dæturnar farið með en oft hefði þurft að skilja þær eftir til að þær þyrftu ekki að fá frí í skóla. Fjölskylda og vinir komu þá til hjálpar. Mikill munur að eiga afdrep Til að byrja með leigðu þau íbúð- ir í Reykjavík, þegar þau voru með Gunnar Karl hjá lækni, annað hvort í gegnum stéttarfélög í Eyjum eða í gegnum Barnaspítalann. Um síðir keyptu þau sér síðan litla íbúð í Reykjavík til að eiga öruggt afdrep. „Ég get ekki lýst því hvað það er mikill munur að eiga eigið afdrep, hafa eigin handklæði og sængur og allt sem því fylgir,“ sagði Haraldur. Oft kom fjölskyldunni til hugar hvort rétt væri að flytja til Reykja- víkur en niðurstaðan varð alltaf sú að þau gætu ekki hugsað sér að búa annars staðar en í Eyjum. Hrefna, dóttir Haraldar og systir Gunnars Karls, tók næst til máls og sagði í upphafi að hún minntist þess ekki að á fyrri árum hefði verið tal- að um að þær systur þyrftu ein- hvern stuðning vegna veikinda Gunnars Karls og lýsti yfir ánægju með að sjónum væri nú beint að systkinum barna með sérþarfir. Hún lýsti reynslunni af því að vera systir langveiks barns. „Þegar Gunnar Karl greindist var ég á fimmtánda ári og gerði mér enga grein fyrir því hvað það þýddi, bæði fyrir hann og fjölskylduna okkar. Ég hafði aldrei heyrt um þennan sjúkdóm og þaðan af síður hverjar afleiðingar af honum væru.“ Hrefna flutti að heiman þegar Gunnar Karl var fjögurra ára gamall og hefur búið á höfuðborgarsvæðinu sl. tíu ár. „Ég hef því lítið tekið þátt í dag- legu lífi fjölskyldunnar heima í Eyj- um. Ég hef að mestu leyti upplifað veikindi Gunnars Karls þegar hann hefur verið í rannsóknum eða legið inni á spítala og það er mjög erfitt, oft erfiðustu tímarnir. Þegar þau eru í Eyjum er fjarlægðin oft erf- ið,“ sagði Hrefna og að hún heyrði yfirleitt vanlíðan og áhyggjur for- eldranna í gegnum síma. „Það er ekki auðvelt að sýna umhyggju í gegnum síma,“ sagði hún og bætti því við að hún dáðist mikið að for- eldrum sínum fyrir hvernig þau hefðu staðið saman í gegnum þessa baráttu sem væri langt í frá lokið. „Við erum, öll fjölskyldan, að takast á við veikindi Gunnars Karls, hvert á sinn hátt, og reynum öll að gera okkar besta í að styðja hvert annað og þá einna helst Gunnar Karl.“ Oft ein heima Yngri systir Hrefnu, Eyrún, var níu ára þegar Gunnar Karl fæddist. Hún var tíu ára þegar hann greind- ist og hún lýsti því að hún hefði engan veginn gert sér grein fyrir því hvað var á seyði. Á unglingsár- unum var hún mikið ein heima, vegna ferða foreldranna með Gunn- ar Karl til Reykjavíkur. Átján ára fór hún sem au pair til Brussel. Á meðan hún var þar brotnaði Gunn- ar Karl í fyrsta skipti og þurfti að fara í mjög stóra aðgerð. „Og þá fann ég fyrst fyrir því hvað þetta er ótrúlega erfitt,“ sagði Eyrún. Þegar hún kom heim aftur frá Brussel varð úr að hún byggi í Reykjavík. „Þá var bróðir minn að koma úr einni stórri aðgerð og ég fór að heimsækja hann á spítalann. Ég var nítján ára og gerði mér þá grein fyrir því að þetta var í fyrsta skiptið sem ég heimsótti hann á spítalann,“ sagði Eyrún og bætti því við að Gunnar Karl væri ótrú- lega góður strákur og þau væru mjög góðir vinir. „Hann er alveg heill í höfðinu þannig að við getum tala um daginn og veginn og haft það gott saman. Hann er með sína fötlun en getur hugsað eðlilega.“ Stolt stóra systir Guðrún Þorsteinsdóttir fé- lagsráðgjafi sagði frá því hvernig reynsla það er að eiga systur með fötlun; að auðvitað hefði það haft áhrif á hana og líf hennar. Guðrún ólst upp í sveit í nálægð við náttúruna. Í erindi sínu varpaði hún upp á tjald myndum úr upp- vexti sínum og af yngri systur sinni sem fæddist þegar hún var sex ára. „Ég var stolt stóra systir frá byrj- un,“ lýsti hún, „og mér fannst ekki verra að fá hlutverk.“ Þegar yngri systirin var um eins árs komu fram vísbendingar um að þroski hennar væri frábrugðinn því sem gengur og gerist. „Við tók margra ára heimsóknir foreldra minna með hana til lækna og ým- issa sérfræðinga,“ sagði Guðrún. Hún lýsti því að systir sín hefði þurft mikla örvun og hvatningu og öll fjölskyldan hefði tekið þátt í því. „Öll glöddumst við yfir hennar sigr- um og framförum […] og fögnuðum þeim innilega oft á dag.“ Hestaáhugi hinnar fötluðu yngri systur var mikill og eyddu systkini hennar drjúgum tíma í að teyma undir henni. Enn þann dag í dag er hún mikil hestakona. „Í minningunni vorum við fyrst og fremst venjuleg fjölskylda,“ sagði Guðrún. „Foreldrar mínir, við fjögur systkinin og stundum hundar eða kettir. Þrátt fyrir að við breiddum á engan hátt yfir fötlun yngri systur minnar eða erfiðleika hennar gagnvart okkur hinum náð- um við samt að flétta tilveruna þannig saman að þetta var hluti af lífinu. Við vorum ekkert að velta okkur sérstaklega upp úr því þá. En ég sé það núna að við vorum í annars konar hlutverki en til dæmis skólasystur mínar voru gagnvart sínum systkinum.“ Systir Guðrúnar býr núna ein, æfir íþróttir og stundar vinnu á vernduðum vinnustað, auk þess sem hún tekur virkan þátt í fé- lagsstarfi. „Vorum í annars konar hlutverki“ Árvakur/Ómar Feðgin Haraldur Gunnarsson og dætur hans Hrefna, í pontu, og Eyrún lýstu reynslu sinni. Passaði „Það skemmtilegasta sem ég gerði var að svæfa litla krílið úti í vagni með rösklegu ruggi,“ sagði Guðrún Þorsteinsdóttir félagsráðgjafi. Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is MÁLÞING Sjónarhóls, ráðgjafarmiðstöðvar ses., Á ég að gæta bróður míns, var fjölsótt. Málþingið var ætlað að- standendum barna með sérþarfir, fagfólki og öllum þeim sem láta sig velferð þeirra varða. Sigmundur Ernir Rúnarsson var fundarstjóri, Áslaug Jónsdóttir, formaður stjórnar Sjónarhóls, setti þingið og Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra flutti ávarp. Einnig fluttu erindi Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi og starfsmaður Systkinasmiðjunnar, Karolína Sigurð- ardóttir, leiðbeinandi í Systkinasmiðjunni, Guðrún Ólafs- dóttir, systir ungs manns með einhverfu, Sigríður Pét- ursdóttir sagði frá þeirra reynslu að eiga fatlaðan bróður, Rósa Ólöf Ólafíudóttir, systir manns með ADHD, og Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur. Að lokum flutti Einar Már Guðmundsson erindið Kleppur er víða þar sem hann sagði m.a. frá baksviði englanna. „Á ég að gæta bróður míns?“ Árvakur/Ómar Fjölmenni Mikill fjöldi fólks sat málþingið sem haldið var síðastliðinn fimmtudag.  Á ég að gæta bróður míns? var yfirskriftin á málþingi Sjónarhóls  Sjónum var beint að systkinum barna með sérþarfir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.