Morgunblaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is ÓLAFUR F. Magnússon borgarstjóri út- nefndi Þórarin Eldjárn rithöfund borg- arlistamann Reykjavíkur 2008 á þjóðhátíð- ardaginn. Var Þórarni við það tækifæri veittur ágrafinn steinn, heiðursskjal og við- urkenningarfé. Útnefning borgarlistamanns er heiðursviðurkenning til handa reykvísk- um listamanni sem með listsköpun sinni hef- ur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi. Útnefningin fór fram í Höfða og gerði Þor- björg Helga Vigfúsdóttir, formaður menn- ingar- og ferðamálaráðs, grein fyrir vali ráðsins á borgarlistamanni. Í máli hennar kom fram að kjarninn í sérstöðu Þórarins væri hvernig hann ynni úr íslenskum menn- ingararfi og menningarhefð á einstaklega frumlegan og skemmtilegan hátt. Þá gat hún þess sérstaklega hve frábært efni Þórarinn hefði samið handa börnum í gegnum tíðina. „Eins og allar viðurkenningar þá eflir þessi mann í því að maður sé á réttri leið og hefur þess vegna löngun til að halda áfram, sem er auðvitað það eina sem skiptir máli ef maður er að fást við listrænt starf,“ sagði Þórarinn í samtali við Morgunblaðið að verð- launaafhendingu lokinni. Fagnar með að klífa hæsta fjall Spánar Aðspurður sagði Þórarinn að sér þætti vænt um að formaður menningar- og ferða- málaráðs skyldi minnast sérstaklega á það efni sem hann hefði samið handa börnum. „Mér finnst mjög fínt að það skuli koma með sem óaðskiljanlegur hluti af öðru höfund- arverki. Þetta er ekki eins og einhverjar tvær deildir eða íþróttagreinar sem maður er að keppa í, heldur er þetta sami hluturinn.“ Spurður hvernig hann hygðist halda upp á viðurkenninguna sagðist Þórarinn ætla að trítla niður í bæ og spóka sig þar í góða veðr- inu á þjóðhátíðardeginum. „Á fimmtudaginn ætla ég síðan til Spánar ásamt konu minni að klífa Múlann, sem ég kalla svo, hæsta fjall Spánar, sem er í Sierra Nevada,“ sagði Þór- arinn og vísaði þar að sjálfsögðu til fjallsins Mulhacén. „Eigum við ekki bara að segja að ég haldi upp á þetta þannig,“ sagði Þórarinn kíminn. Viðurkenning sem eflir mann til dáða Rithöfundurinn Þórarinn Eldjárn var útnefndur borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2008 Morgunblaðið/G.Rúnar Borgarlistamaður Þórarinn Eldjárn rithöfundur ásamt Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, for- manni menningar- og ferðamálaráðs, og Ólafi F. Magnússyni borgarstjóra við Höfða. „ÞAÐ er mín skoðun að Alþingi Ís- lendinga eigi að hafa aðstöðu á Þingvöllum þar sem hægt sé að hafa þingfundi innandyra, taka á móti gestum og halda upp á merk- isatburði. Ég tel einnig að vel færi á því að Alþingi og ríkisstjórn færu með stjórn þeirrar hátíðardag- skrár sem haldin er á Austurvelli að morgni 17. júní ár hvert fyrir framan styttu Jóns Sigurðssonar, enda er það hátíðarviðburður ætl- aður landsmönnum öllum.“ Þetta sagði Sólveig Pétursdóttir, formaður nefndar sem hefur það að hlutverki að undirbúa hvernig minnast eigi þess að 17. júní 2011 verða liðin 200 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar forseta, í ræðu sem hún flutti á Hrafnseyri, fæðing- arstað Jóns, í gær. Líf og starf Jóns í forgrunni Fram kom í máli Sólveigar að nefndin ætti að skila forsætisráð- herra fyrstu tillögum eigi síðar en í árslok 2008 en vinna að und- irbúningi hátíðarhalda á árinu 2011. Sagði Sólveig ljóst að í mörg horn væri að líta þegar fagna ætti 200 ára afmæli Jóns. Nefndi hún í því samhengi sýningar, kvik- myndagerð, margmiðlun, bókaút- gáfu og ritgerðarsamkeppni og sagði þetta aðeins fá dæmi af mörgum sem nefndin myndi skoða. Sagði hún að lögð yrði áhersla á sem víðtækasta skírskotun í líf og starf Jóns og að horfa ætti til þeirra staða þar sem Jón bjó og starfaði. | silja@mbl.is Ljósmynd/Páll Önundarson Hátíð Sólveig Pétursdóttir flutti ræðu á Hrafnseyri í tilefni dagsins. Alþingi fái aðstöðu á Þingvöllum ÞRJÁR líkamsárásir voru til- kynntar lögreglunni á Akureyri að- faranótt þriðjudags. Engin þeirra var þó alvarleg. Að sögn lögregl- unnar var nóttin róleg, en aðeins í samanburði við nýliðna helgi. Árásirnar þrjár áttu sér allar stað við og á sama skemmtistað í miðbæ Akureyrar. Lögregla kom að einni árásinni og stöðvaði karl- mann sem veittist að öðrum með hnefahöggum. Sá var vistaður í fangaklefa yfir nótt. Lögregla segir einnig töluvert hafa verið um skemmdarverk. Þurfti m.a. að hafa afskipti af þremur mönnum sem gerðu sér að leik að skemma umferðarmerki. Þeirra bíður kæra vegna athæf- isins. andri@mbl.is Enn læti á Akureyri FORSETI lýðveldisins, Ólafur Ragnar Grímsson, sæmdi í gær ellefu Íslendinga hinni íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn í forsetabústaðn- um á Bessastöðum. Hafa þá 22 slíkar orður verið veittar í ár, þar á meðal tveir stórriddarakrossar en þeir eru annað virðingarstig fálkaorðunnar af fimm. Við riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu tóku Árný Erla Sveinbjörnsdóttir rannsókn- arprófessor, Haraldur Helgason verslunarmað- ur, Helgi Björnsson rannsóknarprófessor, Kjart- an Sveinsson tónlistarmaður, Lovísa Einarsdóttir íþróttakennari, Ólafur Gaukur Þór- hallsson tónlistarmaður, Sigríður Ragnarsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar, Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, Þor- steinn Bergsson framkvæmdastjóri og Þuríður Rúrí Fannberg myndlistarmaður. Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneyt- isins, var sæmdur stórriddarakrossi fyrir störf sín í opinbera þágu. Fálkaorðan veitt á Bessastöðum Ljósmynd/Gunnar Geir Vigfússon Ellefu sæmdir hinni íslensku fálkaorðu „MENN voru vissulega farnir að undrast að ekkert virtist liggja á,“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir, for- maður BHM, en félagið óskaði eftir fundi með ráðamönnum í byrjun mánaðarins. Forsætisráðherra hef- ur boðið fulltrúa BHM á sinn fund, ásamt fjármála- og utanríkisráð- herra á morgun. Spurð hvaða væntingar hún geri til fundarins segir Guðlaug mikil- vægt að fá tækifæri til að koma á framfæri sjónarmiðum þeirra stétt- arfélaga sem eru í samningagerðinni og skoða hvaða fletir séu mögulegir í viðræðunum. „Við viljum reyna að opna umræðuna, því fram að þessu hefur samninganefnd ríkisins boðið upp á þann eina valkost að sam- þykkja eða hafna þeim samningum sem ríkið hefur gert við aðra,“ segir Guðlaug. Bendir hún á að krónutölu- hækkun upp á 20.300 krónur, sem er sú hækkun sem ríkið samdi um við BSRB og í framhaldinu bauð BHM, muni í reynd fela í sér kaupmáttar- rýrnun fyrir félagsmenn BHM. „Við förum í reynd aðeins fram á það að halda í við kaupmáttinn,“ segir Guð- laug. Forsætisráðherra og fulltrúar BHM funda Segir að krónutöluhækkun myndi þýða kaupmáttarskerðingu Í HNOTSKURN »Um miðjan maí sl. lýsti að-alfundur BHM yfir áhyggj- um vegna þeirrar pattstöðu sem samningaviðræður við ríkið væru komnar í. »BHM er samtök 25 stétt-arfélaga háskólamennt- aðra starfsmanna. Þar af semja 23 félög beint við ríkið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.