Morgunblaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 20
ferðalög 20 MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Dolmusar, raki, hamam,kebab, köfte, meze ogmoskur eru allt orð semverða ferðamönnum í Tyrklandi fljótt nokkuð töm. Tyrk- land laðar til sín fjölda ferðamanna ár hvert enda býr þar gestrisin þjóð, sem státar af fjölda fagurra staða hvort sem fólk er að leita eftir menningu, náttúru, mannlífi, slök- un, siglingum eða vatnasporti. Miðjarðarhafsströnd Tyrklands er sér í lagi áhugaverð sumarleyfis- paradís því þar má finna fjölda bæja sem gera í mismiklum mæli út á túrismann og upp frá ströndum taka við skógi vaxin fjöll. Á meðan áreiti sölumanna í Marmaris getur verið þreytandi til lengdar eru sölu- mannstilburðirnir á öllu lægri nót- um í bæjum á borð við Fethiye, Gö- cek, Bodrum, Kas og Kalkan, sem allt eru „sjarmerandi“ skútubæir. Músaka í grísku flæðarmáli Góð tilbreyting er svo að skella sér sjóleiðina í sólinni yfir á tyrk- neskar eða grískar eyjar, sem liggja meðfram strandlengjunni. Gríska smáeyjan Kastellorizo, sem liggur um fjórar sjómílur undan Kas, varð að þessu sinni fyrir valinu. Mikill rólegheitablær hvílir þar yfir íbú- um, sem lifa mestmegnis á ferða- mönnum sem eiga leið um. Þeir koma gjarnan vel nestaðir úr lítilli fríhafnarbúð, sem kúrir í litlum skúr við hafnarkjaft eyjunnar, áður en siglt er á ný inn í tyrkneska lög- sögu enda hafa Tyrkir verið ötulir við að leggja háar álögur á allt inn- flutt áfengi. Upplagt er svo að rölta um einu götu eyjunnar, sem liggur meðfram sjónum, kíkja í krúttlegar búðir og fá sér svo smokkfisk, mú- saka og grískt salat hjá hinum tannlausa gríska veitingamanni Lazarusi, sem rekur samnefnt veit- ingahús við hafnarbakkann. Spennandi siglingamöguleikar eru fjölmargir í Eyjahafinu, hvort sem fólk kýs að leigja sér skútur eða vélbáta og sigla sjálft um túr- kisbláan sjóinn eða kaupa sér pláss í svokölluðum gúllettum, stórum trébátum, sem sigla milli staða. Í menningu Miðjarðarhafsins Í Tyrklandi er virkilega gaman að leika sér, hvort sem það er á sjó eða í landi, að mati Jóhönnu Ingvarsdóttur, sem skellti sér í tyrkneska Miðjarð- arhafssól í vor. Morgunblaðið/JI Tyrknesku bæirnir Kas og Kalkan eru vinsælir ferðamannabæir. Fethiye Borg sem iðar af tyrknesku mannlífi og þar er líka nauðsynlegt að fara á Fiskmarkaðinn. Þóra Hilmarsdóttir getur varla kvart-að undan tilbreytingarleysi í sum-ar. „Ég teikna, mála, hanna og vinnmeð liti. Ég finn mögulega leik- muni eða bý þá til. Ég hjálpa leikstjórunum að skýra hugmynd fyrir framleiðendum með því að klippa saman skot í svokallað „mood- film“. Á tökudegi hjálpa ég við að setja upp sviðsmyndir. Þetta er því afar fjölbreytt starf.“ Þóra vinnur hjá einni stærstu kvik- mynda- og auglýsingasamsteypu í Bretlandi, RSA films, en hún er rekin af hinum virta kvikmyndaleikstjóra Ridley Scott og fjöl- skyldu hans. Og verkefnin eru af öllum toga. „Í gær var ég að hanna skilti sem er notað í auglýsingu. Í dag er ég að finna og taka mynd af leikmunum sem notaðir verða í tón- listarmyndband.“ Ákveðni fleytir manni hálfa … Þóra stundar nám við Central St. Martins- skóla í London. „Ég tók nauðsynlega und- irstöðukúrsa í kvikmyndaskóla í Danmörku, fór síðan í kvikmyndaskóla í Prag og leik- stýrði þar stuttmynd sem ég skrifaði handrit að. Hún gekk ágætlega sem frumraun og hlaut nokkur verðlaun innan skólans.“ Leið Þóru lá síðan í nám í grafískri hönn- un. „Ég skráði mig í grafíska hönnun því ég tel listnám góðan grunn fyrir kvikmynda- gerð. Ég hef nýlokið fyrsta ári en á næsta ári mun ég sérhæfa mig í „Moving Images“ eins og það kallast. Þannig næ ég að flétta listnám og kvikmyndagerð saman,“ segir Þóra sem vann hjá framleiðsludeild Sagafilm áður en hún hóf námið. Hún lagði hart að sér til að fá starfið. „Það virtist ógerlegt. Bæði er erfitt að fá vinnu við kvikmyndagerð yfir höfuð og margir taka þann pól í hæðina að vinna launalaust til þess eins að leggja inn á reynslubankann og fá vinnu síðar,“ segir Þóra sem neitaði alfar- ið að vinna launalaust. Stuttmynd í bígerð „Ég var staðráðin í að finna mér vinnu í kvikmyndageiranum og fyrir tilviljun rakst ég á nafn Svönu Gísladóttur á heimasíðu RSA films. Ég prófaði að senda henni tölvu- póst.“ Svana svaraði og bauð henni að heim- sækja sig í fyrirtækið. „Hún kynnti mig fyrir samstarfsmönnum sínum. Þetta var gullið tækifæri sem ég var ákveðin í að myndi ganga upp.“ Má því segja að staðfastur vilji Þóru hafi fleytt henni þangað sem hún vildi komast enda segir hún að bragði: „Maður fyrir unga íslenska kvikmyndagerðarkonu. Þóra stefnir að áframhaldandi vinnu hjá RSA films fram eftir hausti. „Ég fæ ný verkefni að kljást við á hverjum degi og er þar af leiðandi alltaf að læra. Þetta starf er besti skóli sem ég gæti mögulega verið í. Ég stefni á að starfa við kvikmyndir og þá sem leikstjóri og að skrifa mín eigin hand- rit. Tíminn mun leiða í ljós hvort ég næ þessu takmarki mínu.“ gudrunhulda@mbl.is Ákveðni „Ég var staðráðin í að finna mér vinnu í kvikmyndageiranum,“ segir Þóra Hilmarsdóttir sem tókst ætlunarverkið og fékk draumastarfið. „Það koma dagar sem allt er í háalofti af stressi og ég þarf helst að vera með hundrað hendur,“ segir Þóra Hilmarsdóttir sem krækti sér í sannkallað drauma- starf kvikmyndagerðarnema í sumar. Guðrún Hulda Pálsdóttir komst að því að það er ekkert slor að vinna hjá Ridley Scott. Í smiðju meistarans  Alien (1979)  Blade Runner (1982)  Thelma & Louise (1991)  Gladiator (2000)  American Gangster (2007) Nokkur stórvirki Ridleys Scotts: Reuters daglegt líf þarf að vera afar ákveðinn til að komast langt.“ Það má með sanni segja að Þóra hafi komið sér vel fyrir í umhverfi sem gerir henni kleift að koma sér áfram. Og hún nýtir sér það. „Ég er með handrit að stuttmynd sem mig langar að taka upp í sumar. Fyr- irtæki innan RSA-samsteypunnar hefur sýnt áhuga á að styrkja mig og hjálpa við fram- leiðslu,“ segir hún en ef af þeim samningi verður hlýtur það að teljast nokkur áfangi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.