Morgunblaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF P IPA R • S ÍA • 8 0 9 9 9 Viðskiptafulltrúi sendiráðs Íslands í London í heimsókn föstudaginn 20. júní nk. London www.utflutningsrad.is www.utn.stjr.is Föstudaginn 20. júní mun viðskiptafulltrúi í sendiráði Íslands í London, Eyrún Hafsteinsdóttir, hitta fulltrúa fyrirtækja sem þess óska og vilja leita markaðsráðgjafar á umdæmissvæðum sendiráðsins. Fundirnir verða haldnir á skrifstofu Útflutningsráðs, Borgartúni 35. Þeir sem hafa hug á að skrá sig í viðtölin eru hvattir til að gera það sem fyrst í síma 511 4000 eða í gegnum netfangið: utflutningsrad@utflutningsrad.is. Umdæmislönd sendiráðsins eru auk Bretlands: Holland, Írland, Jórdanía, Katar, Líbanon, Makedónía, Malta og Nígería. Nánari upplýsingar veita Andri Marteinsson, verkefnisstjóri, andri@utflutningsrad.is og Hermann Ottósson, forstöðumaður, hermann@utflutningsrad.is. Hot Spring River This Book? ERLENT Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is MARGIR repúblikanar munu kjósa svartan demókrata til að efla eigin sjálfsvitund, þá geta þeir sagt við sjálfan sig: „Ég er ekki slæmur maður.“ Ef til vill munu einhverjir repúblikanar reyna að nota sér kynþáttafordóma í baráttunni gegn Obama. En McCain er mikill heið- ursmaður, hann myndi fremur vilja tapa en vinna með aðferðum sem hann myndi skammast sín fyrir og hann mun stöðva þá ef hann get- ur,“ segir Tom G. Palmer, aðstoð- arforstjóri alþjóðastarfs hjá Cato, helstu hugveitu frjálshyggjumanna í Bandaríkjunum. Palmer var hér á ferð í liðinni viku í boði Rannsóknarmiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál. Hann fer hörðum orðum um að- ferðir Bush og manna hans í stríð- inu gegn hryðjuverkum, segir að grafið sé undan réttarríkinu og mannréttindum. Um hlægilega sýndarmennsku sé að ræða þegar verið sé að gera upptæka „prjóna gamalla kvenna sem ætla upp í flugvél“. Með þessu séu ráðamenn aðeins að fá fólk til að halda að þeir afskiptasemi. Hann var ekki auð- mjúkur og vildi byggja upp hrunin ríki, nota bandaríska hermenn um allan heim. En svona fór þetta nú,“ segir Palmer og dæsir við. Obama eða McCain Obama og McCain eru varla spenn- andi kostir fyrir Palmer og hans líka. En hann er spurður hvorn hann myndi kjósa ef honum yrði skipað að nýta kosningaréttinn að viðlögðu fangelsi. „Þetta er ekki auðveld spurning en ég er farinn að hallast að Obama, þótt ég telji McCain vera ærlegan og heilsteyptan mann. Sumt í stefnu McCains er mjög gott, ég nefni stefnuna í utanrík- isviðskiptum og innflytjendamálum. En utanríkisstefna hans veldur mér áhyggjum og hún er mjög mikilvæg. Ég held að það geti vel farið svo að hann hefji stríð við Ír- an og það yrðu skelfileg mistök, al- ger hörmung. Milljónir gætu fallið og við verðum að hindra að það gerist. Obama er ekki eins mikill frið- arsinni og ég en síður líklegur til að fara í stríð en McCain. Það skiptir mig miklu. En þar að auki held ég að Obama sé skynsamur maður, hann er ekki neinn hug- myndafræðingur, ekki sósíalisti. Hann er skynsamur og hægt að ræða við hann, Obama hlustar á rök,“ segir Tom G. Palmer. séu að gera eitthvað, þetta séu sýnilegar aðgerðir. Árangurinn sé hins vegar enginn. Hvernig myndi Palmer sjálfur stjórna ef hann væri forseti? „Eins og George Washington. Ég myndi leggja áherslu á viðskiptaleg og menningarleg tengsl, friðsamleg samskipti við allar þjóðir. En eina stríðið sem ég hef stutt var Afgan- istanstríðið. Það var allt öðru vísi en önnur stríð og rökin fyrir því augljós. Íraksstríðið var háð á röngum forsendum og almenningur blekktur. Hins vegar eru menn nú fastir í Afganistan, enginn sér fyrir endann á hernáminu og ég hef ekki trú á því að erlent herlið geti byggt upp ríkið á ný.“ – Washington var ekki leiðtogi risaveldis … „Ég spyr á móti hvert sé mark- miðið með því að vera risaveldi. Auðvitað þurfum við að geta varið okkur. En það að vera valdamikill vegna valdanna sjálfra er ekki í sjálfu sér eitthvað sem við ættum að þrá. Auk þess er ókosturinn við risaveldið sá að við erum skotmark margra, allt of fáir íhuga það. Mér finnst að Bandaríkin ættu að vera hógværara ríki, auðmýkra eins og Bush boðaði þegar hann bauð sig fram árið 2000. Ég var mun hrifnari af stefnu hans þá en stefnu Al Gore sem boðaði mikla Bandarískur frjálshyggjumaður við Cato-stofnunina segir stjórn George W. Bush hafa grafið undan mannréttindum og réttarríkinu og líst vel á að Barack Obama verði næsti forseti Sýndarmennska gegn hryðjuverkum Morgunblaðið/Árni Sæberg Í HNOTSKURN »Cato-hugveitan er alger-lega fjármögnuð af um 17.000 einstaklingum og nokkrum fyrirtækjum. »Liðsmenn Cato eru erki-frjálshyggjumenn og berj- ast ákaft gegn auknum op- inberum afskiptum. Þeir hafa andúð á stefnu George W. Bush forseta, hvort sem það eru aukin ríkisútgjöld hans vegna ýmissa verkefna sem forsetinn hefur ýtt úr vör eða utanríkistefnan. »Sjálfur hefur Palmer eink-um unnið að því að efla umræðu um mannréttindi víða um heim, meðal annars í Rúss- landi og Mið-Austurlöndum. Hógværð Tom Palmer: „Mér finnst að Bandaríkin ættu að vera hógværara ríki, auðmýkra eins og Bush boðaði þegar hann bauð sig fram árið 2000.“ ÞETTA HELST ... ● TVEIR fyrrverandi sjóðsstjórar hjá bandaríska fjárfestingarbankanum Bear Stearns eiga yfir höfði sér að verða sóttir til saka fyrir fjársvik. Mennirnir tveir, Ralph Ciotti og Matthew Tannin, stýrðu tveimur um- fangsmiklum skuldabréfasjóðum og segir í frétt Wall Street Journal að hrun þessara sjóða hafi, ásamt öðr- um þáttum, hrundið af stað atburða- rás sem endaði í þeim hremmingum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum sem enn sér ekki fyrir endann á. Segir í fréttinni að saksóknarar séu nú að leggja síðustu hönd á und- irbúning máls á hendur þeim Ciotti og Tannin, en þeim er gefið að sök að hafa sagt fjárfestum að staða sjóðanna væri góð, meðan þeir lýstu við samstarfsmenn sína áhyggjum af því hvort sjóðirnir gætu staðið af sér samdrátt á fasteignalánamarkaði. Sjóðsstjórar Bear Ste- arns fyrir dóm? ● Stærsti fjárfestingarbanki heims, Goldman Sachs, tilkynnti í gær að hagnaður á öðrum ársfjórðungi yrði rúmir tveir milljarðar dollara. Er þetta betri afkoma en greinendur höfðu gert ráð fyrir þrátt fyrir samdrátt um tíu prósent milli ára. Tekjur drógust saman um sjö prósent. Hagnaðurinn kemur til þrátt fyrir tap upp á 775 milljónir dollara vegna fjármálagjörn- inga tengdra lánsfjárkrísunni. Til samanburðar var tap Lehman Brothers 2,8 milljarðar dollara vegna þessa en Morgan Stanley kynnir afkomu sína í dag. Þrátt fyrir þessar jákvæðu fréttir lækkuðu bandarískar hlutabréfa- vísitölur þegar leið á gærdaginn. Evr- ópskar vísitölur, eins og FTSE, DAX og franska CAC-vísitalan, hækkuðu hins vegar um og yfir eitt prósent. Goldman Sachs kom greinendum á óvart Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is ALÞJÓÐLEGA námafélagið Rio Tinto, sem yfirtók álfyrirtækið í Straumsvík í lok síðasta árs, er í við- ræðum við stjórnvöld í Líbýu um þann möguleika að félagið verði stærsti erlendi fjárfestirinn í land- inu, sem Muammar al-Gaddafi hefur stjórnað í nærri fjóra áratugi, eða frá árinu 1969. Rio Tinto er að meta kosti þess að reisa álver sem gæti framleitt um 360 þúsund tonn á ári í Líbýu, að því er fram kemur í frétt á fréttavef TimesOnline. Er það fjárfesting upp á um 1,3 milljarða punda, jafnvirði um 200 milljarða íslenskra króna. Haft er eftir Tom Albanese, for- stjóra Rio Tinto, í fréttinni að félagið sjái nýtingu á gasi til framleiðslu á áli sem einn möguleika fyrir Líbýu til að auka fjölbreytni í efnahagslífinu. Breyting eftir 2004 Í Líbýu eru miklar gasauðlindir í jörðu sem hægt væri að nýta til raf- orkuframleiðslu. Evrópuríki og Bandaríkin afléttu viðskiptabanni gegn Líbýu árið 2004, eftir að stjórn- völd þar í landi samþykktu að greiða skaðabætur vegna hryðjuverka á ní- unda áratug síðustu aldar, m.a. sprengingar í PanAm-flugvél sem fórst yfir Lockerbie á Skotlandi í desember 1988. Breska olíufélagið BP ætlar að leita að olíu- og gaslindum fyrir utan strönd Líbýu og verja til þess um 900 milljónum Bandaríkjadollurum, eða liðlega 70 milljörðum íslenskra króna. Þá ætlar hollenska olíufélagið Royal Dutch Shell að verja um helm- ingi þeirrar fjárhæðar í endurnýjun á gashreinsunarstöð sinni í landinu. Fleiri álver í Mið-Austurlöndum Auk viðræðna Rio Tinto við líbýsk stjórnvöld er fyrirtækið einnig í við- ræðum við nokkur ríki í Mið-Aust- urlöndum um þá möguleika sem eru í nýtingu á hinum miklu gaslindum sem þar eru í jörðu til orkufram- leiðslu fyrir hugsanleg álver. Ný ál- bræðsla fyrirtækisins í Óman hóf einmitt framleiðslu nú í vikunni. Seg- ir í frétt TimesOnline að sú verk- smiðja sé fyrirmyndin að öðrum hugsanlegum verksmiðjum á svæð- inu. Rio Tinto vill fjárfesta í Líbýu Rio Tinto tók Alcan, sem meðal annars rekur álverið í Straumsvík, yfir á síðasta ári. Nú vilja stjórnendurnir stórauka erlenda fjárfestingu í Libýu. Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.