Morgunblaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 17
M aría de Corral hefur marga fjöruna sop- ið í myndlist- arheiminum. Hún gegndi t.d. stöðu annars tveggja listrænna stjórn- enda alþjóðlegu sýningarinnar á 51. Feneyjatvíæringnum árið 2005 og gegnir nú starfi aðalsýning- arstjóra við Dallas Museum of Art. Corral er auk þess fyrrum for- stöðumaður listasafnsins Reina Sofia í Madrid og sat í dómnefnd skandinavísku Carnegie-listverð- launanna í ár. Hún segir þá reynslu hafa verið áhugaverða og stór- skemmtilega í senn. „Mér fannst frábært að sitja í dómnefndinni, ég lærði margt um ástandið á Norðurlöndunum. Við fáum yfirleitt ekki nægar upplýs- ingar um listalífið þar,“ segir Cor- ral. Forsetafrú Íslands, Dorrit Mo- ussaieff, opnar Carnegie-sýninguna í kvöld og verður Corral viðstödd opnunina. Corral segir lítið um skandinavískar myndlistarsýningar á Spáni en hún hafi hins vegar séð um skipulagningu myndlistartvíær- ings í Pontevedra fyrir einum sex árum þar sem sýnd var myndlist frá Norðurlöndunum, Spáni og Portúgal. Þar hafi hún kynnst ágætlega myndlistarsenunni á Norðurlöndum. Teygt málverk Carnegie-verðlaunin hafa vakið athygli fyrir það hversu mikið þau teygja á málverkshugtakinu. Cor- ral segir það áhugavert út af fyrir sig að sjá hvernig menn skilgreini málverkið út frá sínum forsendum. Listamenn sendi inn skúlptúra, vídeóverk og ýmislegt annað sem þeir telji vera málverk og beiti list- rænum rökum fyrir máli sínu. Mál- verk séu enda meira en olía á striga. „Þetta er staðan um allan heim,“ segir Corral um þennan teygj- anleika málverksins og hún fagnar honum. Slíkur teygjanleiki sé alls ekki slæmur fyrir stöðu málverks- ins heldur þvert á móti mjög góður og hollur. „Við höfum séð mörg vídeóverk, það þýðir að myndlist- armennirnir telja sig vera að mála í gegnum aðra miðla.“ Skipulagið hörmung – Hvað finnst þér um Fen- eyjatvíæringinn eftir að hafa unnið að sýningarstjórn þar? „Ég átti mjög gott samstarf við fólk þar en skipulagið á þessu var hrein hörmung,“ svarar Corral. Tíminn hafi verið mjög lítill til að skipuleggja sýninguna þegar hún var ráðin, aðeins fimm mánuðir til stefnu og peningar af skornum skammti. Corral segir skipulag tvíærings krefjast ferðalaga, tíma og peninga. „Maður verður að heimsækja fjölda vinnustofa, gall- ería, tala við listgagnrýnendur og þess háttar,“ telur Corral upp og er augljóslega ósátt við framlag ítalskra stjórnvalda en þó hæst- ánægð með samstarfsmenn sína. Fjárframlög ítalska ríkisins til þessa elsta myndlistartvíærings heims hafi ekki verið nægilega rausnarleg. Myndlistarheimssýn – Hvað finnst þér um þetta fyr- irkomulag á tvíæringnum að hver þjóð sé með sýningarskála? Virkar þetta ekki dálítið eins og heims- meistaramót í myndlist? „Ég veit að margir eru á móti þessu en ég er því fylgjandi. Mér finnst þetta stórkostlegt, maður fær tækifæri til þess að skoða myndlist á heimsvísu og fá upplýs- ingar um hana sem maður fær ann- ars ekki. Stundum er t.d. erfitt að komast að því hvað er að gerast í listum í Japan, Kóreu, Tyrklandi eða Íran. Á tvíæringnum færðu þessar upplýsingar.“ – Hefurðu komið áður til Ís- lands? „Nei, ég er mjög spennt. Ég hef heyrt að þetta sé eitt fegursta land heims, ég hef séð myndir Ólafs Elí- assonar og Roni Horn frá Íslandi,“ svarar Corall en hún er einmitt að skipuleggja sýningu á verkum Ólafs í listasafninu í Dallas, Take Your Time. Sýningin, sem er að einhverju leyti sú sama og sú sem hófst í San Francisco og fór þaðan til New York, hefst 9. nóvember í Dallas og lýkur í mars á næsta ári. Víðari sýn á myndlistina Sýning á verkum verðlaunahafa Carnegie Art Award verður opnuð í kvöld í Gerðarsafni. Helgi Snær Sigurðsson ræddi við Maríu de Corr- al, listgagnrýnanda og sýningarstjóra, sem átti sæti í dómnefnd keppninnar. Í HNOTSKURN » Feneyjatvíæringurinn ár-ið 2005 þótti merkilegur fyrir að hafa í fyrsta sinn tvo listræna stjórnendur/ sýningarstjóra yfir alþjóðlegu sýningunni. Það var einnig í fyrsta sinn sem tvær konur skiptu með sér verkum og báð- ar spænskar. Rosa Martinez hét hin. » Listrænn stjórnandi Fen-eyjatvíæringsins 2009 verður Svíinn Daniel Birn- baum. Hann hefur starfað sem listrýnir, útgefandi, sjálf- stæður sýningarstjóri og er forstöðumaður sýningarhúss- ins Portikus í Frankfurt, auk þess að vera rektor Staedel listaháskólans þar í borg. Hann hefur auk þess komið að fjölda myndlistarhátíða. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 2008 17 MENNING Sextán ár eru síðan Eyjólfur Einarssonlistmálari byggði sér vinnustofu viðVesturgötu. Hann hafði þá í nokkur ár búið við hliðina á gömlu húsi, sem var að stofninum frá miðri 19. öld en þegar það var flutt á Árbæjarsafn nýtti Eyjólfur sér for- kaupsrétt á lóðinni og kom sér upp þessari góðu vinnustofu. Þegar ég kom í heimsókn á dögunum voru tíu eintóna málverk við enda- vegginn og myndheimurinn allur úr nágrenn- inu; ferðalag sem hefst í Pósthússtræti og end- ar úti á Gróttu. Hrafn vísar leiðina og stemningin er martraðarkennd. „Ég er eiginlega kominn í hring, 50 ár aftur í tímann, með þessum eintóna borgarmynd- um,“ sagði Eyjólfur þegar hann sýndi mér málverkin sem eru nú komin á sýningu í Gall- ery Turpentine við Ingólfsstræti. Heiti sýning- arinnar er Reykjavík 101. „Sem táningur málaði ég mikið af götumynd- um. Hérna er ein,“ sagði hann og tók upp ljós- mynd af verki sem sýnir bakhliðar húsa. „Þetta eru húsin bak við Týsgötu 1. Ég hef þakkað þessari mynd að ég komst inn í Listaháskólann í Kaupmannahöfn á sínum tíma.“    Eyjólfur hafði teiknimyndaseríu í hugaþegar hann byrjaði á þessum mál- verkum. „Þessi hús breytast hratt,“ sagði hann hugsi um leið og hann færði myndirnar til og sýndi mér. „Á síðustu tveimur árum hafa hús á þremur verkanna horfið eða verið breytt.“ Það er eitthvað martraðarkennt við þennan mannlausa heim með koldimmum himni, sagði ég. „Ég hef alltaf verið á mörkum súrreal- ismans,“ svaraði Eyjólfur. „Það má segja að mínir menn séu De Chirico og Edgar Hopper, sem mér finnst einn mesti málari Bandaríkj- anna. Ég leita að einhverju leyti í smiðju til þeirra, það er þessi einmanakennd, þessi „Palli-var-einn-í-heiminum“-fílingur, sem þeir hafa náð svo stórkostlega. Ég upplifði svona stemningu einu sinni, í Pétursborg. Það var árið 1992, stuttu eftir að Sovétríkin féllu. Þá var ég að ganga úti og allt í einu var ég staddur á stórri götu og þar var enginn maður, engir bílar og engin skilti. Ég upplifði þetta eins og martröð og það hefur setið í mér síðan að mála mannlausar götur.“ Þú sýnir arkitektúrnum fullan trúnað, sagði ég. „Algjörlega. Það gat verið helvíti mikil handavinna að mála dyr og glugga á réttan hátt.“    Við ræddum um tímann í verkunum, nótteða dag, og Eyjólfur sagðist vera á einsk- ismannslandi tímalega. Í myndunum væri bæði sólskin og myrkur. Eyjólfur vinnur gjarnan í seríum – margir þekkja myndir hans af dularfullum hring- ekjum, sumar eru mannlausar, í öðrum svífa hrafnar. Hann hefur verið að vinna að mynd- röð sem er skyld hringekjunum. „Ég sýni þær myndir í Listasafni Reykjanesbæjar í janúar,“ sagði hann og sneri við stórum verkum sem höfðu snúið upp að vegg. Undir litríkum en skýjuðum himni á einu verkinu stendur fólk í röð og bíður þess að komast í parísarhjól. „Ég byggi á hringekjunum en fer aðeins lengra. Þetta eru leiðarlok, það er enginn á leið til baka. Ég er veikur fyrir að hafa svona horror! Ég leita hann uppi en hann má ekki vera áber- andi. Mér finnst betra að vinna í seríum. Maður kafar í efnið á meðan og tvístrar sér ekki.“ Eyjólfur sagði mestu áskorunina við nýju Reykjavíkurmyndirnar hafa verið að vinna bara með einn lit. Reyna á þanþol eins litar. Þetta væru svarthvít verk. „Danirnir voru alltaf að tala um litinn, „stoffet í farven“, en mér finnst að það hafi aldrei reynt eins mikið á kólorisma hjá mér og núna, við að glíma við þennan eina tón, einn lit.“ Eyjólfur sagðist vera nálægt ljósmyndinni og heimildavinnu í þessum verkum, en þau kynnu líka að leiða hann enn nær teiknimyndasögunni. Við vinnuna við martraðarkennd verkin kom það honum líka ánægjulega á óvart hvað miðborg Reykjavíkur er í raun falleg. efi@mbl.is Veikur fyrir að hafa horror Morgunblaðið/Einar Falur Reykjavíkurmyndir „Það gat verið helvíti mikil handavinna að mála dyr og glugga á réttan hátt,“ segir Eyjólfur Einarsson um ferðalagið í málverkunum, frá Pósthússtræti út á Gróttu. AF LISTUM Einar Falur Ingólfsson »Danirnir voru alltaf að talaum litinn, „stoffet í farven“, en mér finnst að það hafi aldrei reynt eins mikið á kólorisma hjá mér og núna, við að glíma við þennan eina tón, einn lit. Torsten Andersson (f. 1926) er sænskur og hlýtur hæstu verðlaunin, eina milljón sænskra, um 13 milljónir ís- lenskar. Í umsögn Carnegie um hann segir að hann hafi unnið að því að skapa sitt eigið myndmál allt frá miðjum ní- unda áratugnum með því að móta þrívíð form á tvívíðum fleti málverksins. Jesper Just (f. 1974) er danskur. Hann hlýtur verðlaun að upphæð 600.000 sænskar krónur, rúmar 7,8 milljónir ís- lenskra króna, fyrir kvikmynd sína A Vi- cious Undertow . Með „seiðandi mynd- máli rannsakar hann mismunandi persónugerðir og mannleg samskipti“. John Kørner (f. 1967) er einnig dansk- ur. Hann hlýtur verðlaun að upphæð 400.000 sænskar krónur, rúmar 5,2 milljónir íslenskra króna, fyrir sér- stæðar og merkingarþrungnar myndir. Í umsögn Carnegie um verk hans segir að myndirnar rannsaki ýmsar leiðir til að hafa áhrif á áhorfandann. Verðlaunahafar Carnegie 2008 Kørner „1st Floor Museum“ eftir John Körner. Just Úr verki Jesper Just, „A vicious Undertow“. Andersson „Stick Sculpture Personality as Lang- uage“. María de Corral Ánægð með reynsluna af Carnegie og spennt fyrir Íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.