Morgunblaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 24
„Íssland“ – Já – Ókei ÞAÐ er alltaf of- boðslega gaman og uppbyggjandi að koma í pílagrímsferð upp á gamla ætt- landið. Allir eru hressir og kátir og fullir af dugnaði og fjöri. Þar sem þjóðin er fitu- sprengd eins og mjólk, hagar fólk- ið sér á mjög svipaðan hátt, eltir sama lífsstíl og notar oft sömu orðatiltæki. Fyrir nokkuð mörgum árum svöruðu allir, þegar á þá var yrt, „ekkert mál!“, svo kom „frá- bært!“ og nú er það „já ókei!“. Það gerðist margt á þessum 12 dögum. Fyrst kom jarðskjálftinn. Erla, kona mín, var í heimsókn 17. júní 2000, þegar stór skjálfti varð og núna kom þessi. Mágkona mín sagði nærveru Erlu hafa eitthvað með þessar hræringar að gera. Það minnsta, sem ég get gert, er því að láta viðkomandi yfirvöld vita, hvenær við komum næst í heimsókn, svo hægt sé að setja allt í viðbragðsstöðu. Næst var það svo hvítabjörninn í Skagafirði. Það var eins gott að Ingibjörg Sólrún var búin að koma varnarmálastofnuninni í gang. Of- urstinn, Ellisif Tinna, sýndi að hún var enginn tindáti. Brugðist var rétt við með skotvopnum og líf þegnanna vernduð fyrir þessari innrás. Það var glæsilegur sigur. Frönsk flugsveit var um þessar mundir að fylgjast bæði með ís- lenzku stelpunum og með ferðum rússnesku sprengjuflugvélanna, sem einmitt eru kallaðar „birnir“. Lítill munur á birni í lofti eða á landi. Og svo kláraðist Baugsmálið. Margir voru fegnir að þessu skyldi loksins ljúka og fjöldinn býsnaðist yfir ofsalegum kostnaði, næstum milljarði. Ekki get ég séð að pen- ingunum hafi verið kastað á glæ. Þeir fóru í að borga lögfræðingum, dómurum, lögreglumönnum, skrif- stofufólki og mörgum öðrum. Allt þetta fólk notaði féð í alls kyns eyðslu, sem ríkið skattleggur ríf- lega. Einhverjir lögfræðingar og dómarar hafa eflaust keypt sér svarta lúx- usjeppa með leð- ursætum og ríkið fær sko góða fúlgu af hverjum þeirra. Það er slæmt fyrir þjóðfé- lagið að Baugsmálið skuli vera til lykta leitt. Vonandi finna þeir annað slíkt mál, léttvægt og skemmti- legt, sem tekur mörg ár að klára. Þá geta kannske fleiri lögfræð- ingar fengið sér nýja, svarta lúx- usjeppa. Mikið var skrifað í blöðin um það hvernig fólk gæti sparað hið rándýra benzín og almennt hagað sér á umhverfisvænan hátt. Var stungið upp á því að menn ættu að hjóla í vinnuna einu sinni í viku. Ég legg til að fólk skrópi í vinnunni minnst einu sinni í mán- uði. Það myndi spara mikið elds- neyti og hjálpa til að minnka mengun. Mikil umræða var um vegagerð því það vantar tilfinnanlega meira malbik fyrir sívaxandi bílaflota landsmanna. Ég tók eftir þremur lykilorðum: Jarðgöng, mislæg gatnamót og stokkar. Mér sýndist landarnir eitthvað vera að missa áhugann á jarðgöngum. Þeir hættu við göngin undir Skólavörðuholt illu heilli og svo vilja ráðamenn ekki heldur grafa göng út í Vest- mannaeyjar, eins og Árni Johnsen var búinn að biðja um. Það verður að passa að styggja ekki eyja- skeggja; þeir gætu bara klofið sig frá landinu og lýst yfir sjálfstæði og yrði Árni eflaust fyrsti forseti lýðveldisins Vestmannaeyja. Allir eru mjög ánægðir með fleiri mislæg gatnamót. Hvað eru annars vanaleg gatnamót kölluð? Einlæg gatnamót? Það var alltaf verið að hóta því að setja þessa eða hina götuna í stokk. Ég er voða spenntur að vita, hvernig það virkar. Svo var hið þráláta tal um að taka upp evruna. Auðvitað eigum við að gera það, og ekki bara evr- una heldur líka pundið og doll- arann. Maðurinn í Hvíta húsinu verður ábyggilega hrærður, þegar hann heyrir, að Íslendingar ætli að koma dollarnum til hjálpar. Amrík- anar eru nú einu sinni nýbúnir að gefa okkur öll þessi mannvirki á Miðnesheiðinni. Við höfum alltaf elskað valútuna, og landsmenn eru ein tölvuvæddasta þjóð í heimi, svo það verður enginn vandi að reikna allt út. Fyrst við ætlum að taka upp evruna og hina gjaldmiðlana, er sjálfsagt, að taka líka upp ensk- una. Íslenzkan hefir orðið fyrir mörgum gengislækkunum og er ekkert upp hana meira að púkka frekar en krónuna. Það er feiki- lega gaman að sjá hve enskum orðum fjölgar sífellt, jafnvel í sjálf- um Mogganum. Þá þyrfti ekki lengur að vera að troða erfiðri ís- lenzkri málfræðinni í krakkana og enskan er svo miklu auðveldari. Og svo hafa þau líka sjónvarpið og tölvuna. Þá þarf unga fólkið ekkert að skammast sín fyrir að bölva með því að nota ensk klámyrði í stað helvítis og andskotans. Ís- lenzkan verður svo bara fræðigrein við hina mýmörgu háskóla sem er ágætt. Eyjan hvíta er mikið í fjölmiðl- unum úti í heimi. Landið er ber- sýnilega í tízku. Fréttamenn virð- ast alltaf finna eitthvað forvitnilegt á Íslandi til að segja frá. Svo eru náttúrlega öll heimsmetin sem við eigum. Landsmenn eru hamingju- samari en allir aðrir. Þeir eru allt- af kátir og glaðir á sama tíma og útlendingurinn bryður þunglynd- islyfin og grætur í bjórinn sinn. Líka er Ísland með hæstu vexti í hinum vestræna heimi. Ekki veit ég hvort það er nokkurt samhengi milli þessara meta. Er fólkið ham- ingjusamt af því að vextirnir eru svona háir eða eru vextirnir svona háir af því fólkið er svona ham- ingjusamt? Það er margt skrítið í kýrhausnum. Þórir S. Gröndal var nýskeð á Fróni og segir hér frá sumu sem hann heyrði og fyrir fyr- ir augu bar Þórir S. Gröndal » Það minnsta, sem ég get gert er því að láta viðkomandi yfirvöld vita, hvenær við komum næst í heimsókn, svo hægt sé að setja allt í viðbragðsstöðu. Höfundur er ræðismaður Íslands í Suður-Flórída og fyrrverandi fisksali. 24 MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Laugardaginn 21. júní mun íslenska kvennalandsliðið spila á móti Slóv- eníu í undankeppni Evrópumeist- aramótsins. Ég sjálfur á heima á Ak- ureyri en ætla samt á leikinn og mér fyndist alveg meiriháttar ef sem flestir myndu mæta og jafnvel að það yrði uppselt. Á síðasta leik komu 6.000 manns og var svakalega mikill stuðningur hjá áhorfendunum. Ef kvennalandsliðið vinnur þennan leik og leikinn á móti Grikklandi sem er 26. júní þá nægir þeim jafntefli á móti Frökkum og þá eru þær komn- ar á Evrópumeistaramótið. Mér sjálfum finnst íslenska kvennalandsliðið búið að ná betri ár- angri en karlalandsliðið undanfarið enda held ég að karlalandsliðið hefði aldrei náð svona langt í Evr- ópumeistaramótinu. Mér finnst líka nánast óskiljanlegt að það kemur alltaf svo ótrúlega lítið í blöðunum um kvennalandsliðið en meira um karlalandsliðið, jafnvel ef þeir hafa verið að spila vináttuleik og tapað honum, en konunar hafa kannski unnið í undankeppni Evrópukeppn- innar. Í febrúar 2008 var jafnréttisstefna KSÍ samþykkt en þar er talað um að gæta jafnræðis og jafnréttis, m.a. hjá konum og körlum, og finnst mér ekki alltaf staðið fullkomlega við það. En ég hlakka alveg ótrúlega mikið til að sjá stelpurnar spila á móti Slóveníu og vona að sem flestir mæti og á ég þá ósk heitasta að það verði uppselt á leikinn gegn Slóven- íu. ÁFRAM ÍSLAND! Kveðja, BREKI ARNARSSON 11 ára áhugamaður um fótbolta, Akureyri. Ísland – Slóvenía: Allir á völlinn! Frá Breka Arnarssyni Breki Arnarsson Móttaka að- sendra greina MORGUNBLAÐIÐ birtir alla út- gáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarks- lengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfs- fólk greinadeildar. AÐ undanförnu hefur farið fram mikil und- irbúningsvinna af hálfu umhverfisnefndar Ak- ureyrar og fram- kvæmdadeildar bæj- arins um stefnumörkun í sorpmálum. Við stönd- um frammi fyrir því að á næsta ári rennur út samningur um notkun sorphauganna á Gler- árdal sem til margra ára hafa tekið við öllu óflokk- uðu sorpi af Eyjafjarð- arsvæðinu. Við þetta verður ekki unað lengur og því er mikilvægt að séð verði fram á breyt- ingar á þessu sviði þegar téður samningur rennur út. Umhverfisdagurinn, 25. apríl, er vel til þess fallinn að kynna stefnu bæjarins um sorpmál, það brýna verkefni sem bíður okkar á næstu árum. Stefnan er skýr og er hugsuð með hliðsjón af því að í haust hefst rekstur Moltu ehf., sem vinna mun moltu úr öllum lífrænum úr- gangi sem til fellur á Eyjafjarð- arsvæðinu, einkum þó frá matvæla- fyrirtækjum. – En einnig standa vonir til þess að unnt verði að vinna um leið úr lífrænum heimilisúrgangi sem flokkaður yrði með öðrum þeim lífrænu efnum sem falla munu til. Þá eru gerðar til okkar kröfur á al- þjóðavísu á þessu sviði sem okkur ber að uppfylla. Umhverfisnefnd Akureyrar legg- ur til að næsta vor verði öll heimili komin með tvær tunnur, eða ígildi þeirra. Fer það að sjálfsögðu eftir aðstæðum og húsgerðum hvort slíkt gengur eða aðrar lausnir verða fyrir valinu, eins og við fjölbýlishús. Enn er verið að fullkanna þær lausnir sem álitlegastar eru en mestar líkur eru á að lífrænn heimilisúrgangur, dagblöð og pakkningar úr pappa fari í aðra tunnuna og annars konar flokkaður úrgangur í hina, þar á meðal það litla sem færi til urðunar. Tækifæri í sorpinu Þetta þýðir að Akureyrarbær, eða sá aðili sem tæki að sér sorphirðuna, myndi leggja til tunnurnar tvær eða þau ílát sem hentuðu eftir aðstæðum. Gert er ráð fyrir því að hvor tunna yrði losuð hálfsmánaðarlega.Tunn- urnar yrðu síðan tæmdar í sérstakri flokkunarstöð sem reisa þarf í þess- um tilgangi; þar sem starfsmenn eða tæknibúnaður flokkuðu hina mis- munandi poka og kæmu þeim í við- eigandi farvegi hverjum um sig. Ef við næðum þessu markmiði er næsta víst að sá úrgangur sem færi til urð- unar yrði aðeins lítið brot af því sem hann er núna. Allur annar úrgangur yrði flokkaður og end- urnýttur; pappír, plast, málmur og hvaðeina. Staðreyndin er sú að stór hluti þess sem við fleygjum í dag eða þurfum að losa okkur við er orðinn að umtalsverðum verð- mætum þegar hinir ýmsu hlutir hafa verið skildir að. Líklegt er að rekst- ur bæði flokk- unarstöðvar og gáma- svæðis verði boðinn út en Akureyrarbær mun semja við Flokk- un ehf., sameign- arfélag sveitarfélaga í Eyjafirði sem kemur í stað Sorpsamlagsins sáluga, um að annast þann þáttinn. Þá standa vonir okkar til þess að Flokkun muni koma sama skikki á sorpmálin um allan fjörð. Mörgum hefur vaxið í augum flokkun lífræns úrgangs frá heim- ilum. Vissulega gæti það orðið snúið en víða þar sem þetta skref hefur verið stigið er reynslan góð. Öllum heimilum verða útvegaðir sérstakir pokar, úr lífrænu efni sem leysist upp með úrganginum í moltu- gerðinni. Eftir sem áður verða grenndargámar til taks að minnsta kosti fyrir dagblöð og annan pappír sem því miður er erfitt að hafa hemil á – því að tvö þeirra fáum við inn um bréfalúguna hvort sem okkur líkar betur eða verr – fyrir svo utan hið mikla magn auglýsingapósts af öllu tagi. Umhverfið í fyrirrúmi Ég held að allir geri sér grein fyrir því að hið nýja fyrirkomulag muni kosta meira en það sem nú er við lýði. Engu að síður er einnig fólgin í þessu hagræðing, sem meðal annars verður fólgin í færri sorphirðudög- um, sem verða tveir í mánuði í stað fjögurra. Stefnan er sú að tunnuvæðingin verði innleidd um leið og snjóa leysir næsta vor. Þá verður komin reynsla á starfsemi Moltu ehf. og gert ráð fyrir því að fyrirtækið verði reiðubú- ið til að taka við lífrænu tunnunni frá heimilunum. Ef sá háttur, einhverra hluta vegna, mun ekki ganga eins og við búumst við á þessu stigi málsins mun pappír frá heimilum fara í hefð- bundna endurvinnslu og lífrænn úr- gangur jarðgerður sérstaklega, en til þess eru ýmsar leiðir. Því má ekki gleyma að Hrís- eyingar hafa flokkað í þaula um ára- bil og er þar lífræni úrgangurinn ekki undanskilinn. Af reynslu þeirra getum við margt lært og munu þeir að sjálfsögðu leggja meðborgurum sínum á Akureyri lið í þessu sem öðr- um efnum. Loks má geta þess að urðun á sorpi verður ekki sú umhverfisógn sem hún er í dag. Magnið verður margfalt minna, það verður að lík- indum allt baggað og það sem ekki skiptir minnstu máli – það verður enginn lífrænn úrgangur í því. Þetta þýðir m.a. að lyktin verður lítil sem engin og urðunarstaðurinn ekki mat- arkista fyrir vargfugl. Hér er annars vegar um að ræða stefnumörkun og hins vegar tækni- leg viðfangsefni. Hvort tveggja er mjög spennandi og verður sann- arlega ánægjulegt að eiga þess kost sem Akureyringur að taka þátt í þessu mikla og þarfa umhverfisátaki. Spennandi tímar í sorpmál- um á Akureyri Hjalti Jón Sveinsson fjallar um sorp- flokkun og hreinsun á Akureyri Hjalti JónSveinsson »Urðun á sorpi verður ekki sú um- hverfisógn sem hún er í dag. Magnið verður margfalt minna og það verður enginn lífrænn úrgangur í því. Höfundur er formaður umhverf- isnefndar Akureyrar.                     

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.