Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.2008, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.2008, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is F lestir halda að maður sé bara alltaf fullur í Cannes með kampavín, sem er kannski að hluta til rétt, en það skilar ein- hverju að lokum ef þú ert alltaf á staðnum og heldur áfram. Ef þú hef- ur eitthvað fram að færa næst ár- angur, við Skúli höfum verið að þvælast til Cannes og Berlín í fimm- tán ár og kynnst mörgu fólki, margir voru ungir og vissu lítið en hafa þróast áfram upp á við og eru nú komnir í þá stöðu að geta tekið mik- ilvægar ákvarðanir. Þannig að bjór- glas fyrir tíu árum getur skilað já- kvæðu svari um hvort þú færð fjármagn í kvikmynd í dag, þannig að þetta skiptir allt máli. Þetta er maraþonhlaup en ekki spretthlaup ef þú ætlar að standa í þessu, enda tók okkur fimm ár að gera fyrstu myndina.“ Cannes-farinn sem mælir er Þórir Snær Sigurjónsson, sem stofnaði Zik Zak kvikmyndir fyrir rúmum áratug með Skúla Fr. Malm- quist. „Við Skúli fórum fyrst til Cannes í maí 1995 og náðum að kría út um 20- 30 þúsund pund í handritastyrk þar.“ Þetta gerði þeim félögum kleift að komast í gang með þróun á bíó- myndum, en í framhaldinu fór Skúli í nám í London og þangað flutti Þórir og bjó í einn vetur og harkið hélt áfram. „Við lifðum ekki beint á þessu en náðum að skrölta áfram,“ segir Þórir um þessa árdaga fyrirtæk- isins. Upphaflega planið hafði raun- ar verið að kvikmynda Feld, mynd sem þeir Ragnar Bragason og Huld- ar Breiðfjörð skrifuðu saman og Ragnar átti að leikstýra en aldrei varð. Þeir félagar voru þó í aðal- hlutverkum þegar hjólin fóru fyrst að snúast hjá Zik Zak. Fíaskó Ragnars Bragasonar var fyrsta mynd fyrirtækisins og hún fór fljótt í gegn. „Raggi skrifaði hana mjög fljótt og við náðum að koma henni saman á einu ári með góðum samstarfsaðilum, byrjuðum að taka í janúar árið 1999.“ En tímasetningin var hins vegar ekki nógu góð, myndin kom út mitt á milli tveggja stærstu mynda ís- lenskrar kvikmyndasögu, Engla al- heimsins og 101 Reykjavík, og ein- faldlega hvarf þrátt fyrir ágætis dóma. En þarna voru hjólin byrjuð að snúast. Næst var Villiljós, mynd eftir Huldar Breiðfjörð í fimm hlutum sem fimm mismunandi leikstjórar leikstýrðu. „Hvorug þessara mynda var hugsuð sem aðsóknarmynd, heldur vorum við að stefna að að því að vinna með fólki sem við höfðum mikla trú á,“ segir Þórir, en þótt Villiljós gengi ekki nema sæmilega var þetta fín útungunarstöð efni- legra leikstjóra og tveir af leikstjór- unum fimm eru nú tvímælalaust í hópi okkar fremstu leikstjóra, þeir Dagur Kári og Ragnar Bragason. Albínóar, góð hjörtu og hvíslarar „Við höfðum alltaf mikla trú á Ragga, hann var með okkur frá upphafi. Bæði góður og duglegur leikstjóri, það gildir að hafa seigluna í þetta,“ segir Þórir um Ragnar sem fór síðar og gerði myndatvennuna Börn og Foreldrar með leikhópnum Vest- urporti auk sjónvarpsþátta á borð við Næturvaktina, Dagvaktina og Stelp- urnar. En hann er núna að þróa stór- mynd með Zik Zak. „Hún heitir Whisperer og við stefnum á tökur á henni árið 2010,“ segir Þórir. Myndin er á ensku og hann segir hana helst minna á Big Fish Tims Burtons, „svona ævintýrafabúla.“ Þeir hafa þróað myndina í ein 4-5 ár og eru að fara í gang með að velja leikara. „En við stefnum dálítið hátt í þeim mál- um,“ segir Þórir um myndina sem verður þó tekin að mestu upp hér- lendis. Helstu skrautfjaðrir Zik Zak eru þó enn sem komið er verk Dags Kára – og sú velgengni kemur ekki á óvart. „Ég held að skólamyndin hans hafi fengið öll verðlaun sem hægt var að fá fyrir stúdentamynd. Svo kynnt- umst við í kringum Villiljós og héld- um áfram því sambandi sem gekk mjög vel.“ Nói albínói var myndin sem kom fyrirtækinu virkilega á kortið og er líklega enn þeirra þekkt- asta mynd, en síðan var komið að óð Dags Kára til námsáranna í Dan- mörku og frönsku nýbylgjunnar, Voksne mennesker. „Það er dálítið erfitt að vinna í Danmörku, ég held að Degi hafi fundist það dálítið þungt. Þeir vinna stuttan tökudag og eru dálítið stífir og í föstum skorðum, það var erfitt fyrir hann að vinna undir slíkum kringumstæðum. En ég var mjög sáttur við útkomuna, mér finnst Voksne mennesker frábær mynd. Ég er kannski mest svekktur með viðtökurnar á henni af öllum okkar myndum, það er fáránlegt að þessi mynd hafi ekki farið lengra.“ En hún og Nói opnuðu þó Degi Kára og Zik Zak dyrnar að Hollywood þar sem þeir eru nú að gera The Good Heart með þeim Paul Dano (There Will Be Blood) og Brian Cox (X-Men 2 og 25th Hour) í aðalhlutverkum. „Dagur Kári er að færast inn í klipp- ið núna, við erum að jafna okkur eftir þetta ferli sem var langt, en stefnan er Cannes á næsta ári, svo sjáum við bara til hvort það gengur eða ekki,“ segir Þórir um myndina sem gæti vel orðið næsta stóra stökkið hjá Zik Zak. Eftir því sem á líður hefur fyr- irtækið lagt meiri og meiri rækt við stuttmyndir, enda mikill vaxt- arbroddur þar fyrir kvikmyndagerð- armenn framtíðarinnar. „Mér finnst það bara vera eina leiðin til að sjá hvort menn geta leikstýrt eða ekki. Eini gallinn er að við erum svolítið að borga með okkur með að gera þetta. En það hefur skilað sér fínt, svo er þetta bara skemmtilegt form finnst mér sem fólk gerir alltof lítið úr.“ Þá segir Þórir möguleikana á að koma stuttmyndum á framfæri sífellt betri. „„Síðasti bærinn“ fór á iTunes þar sem henni hafði verið hlaðið nið- ur 7-10 þúsund sinnum síðast þegar ég frétti. En það er mikilvægt að ungir leikstjórar fái sterkt fram- leiðslufyrirtæki á bak við sig. „Síð- asti bærinn“ sannar að framleiðslu- fyrirtæki eru jafn mikilvæg og handrit og leikstjórar. Við vissum hversu efnilegur leikstjórinn var og gáfum honum það sem hann þurfti til þess að gera myndina eins og best var kostur á, bæði listrænt og fjár- hagslega. Þetta hefði ekki orðið eins ef hann hefði verið einn með ein- hverja „handy cam“ í einhverri sveit.“ En þessi mynd Rúnars Rún- arssonar færði þeim líklega stærstu viðurkenningu sem þeir gátu hugsað sér, óskarstilnefningu fyrir bestu stuttmynd. Á þá margfrægu verð- launahátíð mættu þeir Rúnar. „Við vorum báðir tilnefndir, ég fór fyrir hönd okkar framleiðandanna, við Rúnar hefðum fengið sína styttuna hvor hefðum við unnið. En þetta var svona eins og fólk myndi halda, al- gjört klisjuglam, og manni leið eins og boðflennu.“ Sögur herma að flest- ir verji lengstum tíma á barnum og láti helst sjá sig í sjónvarpsútsend- ingu þegar þeirra tilnefningar eru Kvikmyndafyrirtækið Zik Zak er að mörgu leyti frumkvöðull á ís- lenskum kvikmyndamarkaði. Það hefur lagt áherslu á að finna unga og efnilega leikstjóra og byggja þá hægt og rólega upp. Útkoman er framsæknar kvikmyndir á borð við Nóa albínóa, fjöldi verðlauna og ein óskarsverðlaunatilnefning. En þátt- takendur í þessu ævintýri eru enn ungir og Zik Zak er rétt að byrja. Ljósmynd/IDE Nói og Þórir „Hugmyndafræðin gengur út á að vinna langtímaplan með leikstjórum, langtímasamstarf þar sem byggt er upp frá grunni.“ Leikstjóraframleiðslan Zik Zak » „Bjórglas fyrir tíu árum getur skilað jákvæðu svari um hvort þú færð fjármagn í kvikmynd í dag.“ Hjartagóðir Paul Dano og Brian Cox í hlutverkum sínum í næstu mynd Dags Kára, The Good Heart.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.