Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.2008, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.2008, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Vibeke Nørgaard Nielsen vibe.nn@mail.tele.dk Í slenski rithöfundurinn Gunnar Gunnarsson (1889-1975), sem bjó og starfaði í Danmörku um árabil, átti árið 1926 ásamt Johannesi V. Jen- sen (1873-1950) frumkvæðið að því að Íslendingasögurnar voru þýddar yfir á dönsku að nýju. Tilefnið var að þúsund ár voru liðin frá stofnun Alþingis. Myndlistarmaðurinn Johannes Larsen (1867-1961) frá Kerteminde ferðaðist til Íslands til að teikna sagnastaðina, hvattur áfram af Jo- hannesi V. Jensen. Hann fór til Íslands bæði sumarið 1927 og sumarið 1930. Ritröð Íslendingasagnanna var gefin út í þremur bind- um hjá Gyldendal-forlaginu á árabilinu 1930-32. Út frá dagbókum Johannesar Larsens skrifaði ég bókina Sagafærden um sagnaferðir hans til Íslands. Bókin kom út 2004. Í tengslum við vinnu mína við ritun bókarinnar komst ég í kynni við Evu Ragnarsdóttur í Reykjavík. Faðir hennar, Ragnar Ásgeirsson, hafði hjálpað Johannesi Lar- sen eftir því sem kostur var á meðan hann ferðað- ist umhverfis Ísland og á heimili Ragnars og eig- inkonu hans Grethe, sem var dönsk, átti Johann- es góðar stundir. Í mörg ár skiptust Ragnar Ás- geirsson, frú Grethe og Johannes Larsen á bréf- um. Mörg bréfanna hafa varðveist og eru til vitnis um góða vináttu þeirra. Ragnar Ásgeirsson var einn þeirra sjaldgæfu einstaklinga sem hafa mikinn áhuga á listum, náttúrunni og menningu. Hann þekkti til verka Johannesar Larsens frá námsárum sínum í Danmörku, þar sem hann nam garðyrkju. Og í Danmörku keypti hann, af sínum takmörkuðu fjárráðum, þrykkmynd af æð- arfugli eftir Johannes Larsen. Myndskreytti sendibréfin Þegar ég kom fyrst til Evu Ragnarsdóttur og Ön- undar Ásgeirssonar leituðu augu mín strax á málverk eftir Höskuld Björnsson. Í fyrstu hélt ég að þetta væri verk eftir Johannes Larsen. Í Dan- mörku er Johannes Larsen nefnilega mjög þekktur sem fuglamálari. Heima hjá Evu leynd- ust fleiri verk eftir Höskuld Björnsson og áhugi minn á þessum góða listamanni vaknaði. Eva sagði mér frá honum og sýndi mér bréf sem hann hafði sent föður hennar á margra ára tímabili. Vegna starfs síns sem garðræktarráðunautur Búnaðarfélags Íslands ferðaðist Ragnar mikið um Ísland og hafði auga fyrir náttúrufegurð og þeim menningarsögulegu verðmætum sem urðu á vegi hans. Hann hafði sérstaka hæfileika til að sjá og skynja listræna hæfileika fólks. Þannig var það líka með Höskuld Björnsson sem hann kynntist í vinnuferðum í nágrenni Hornafjarðar. Ragnar sá listræna hæfileika í hinum unga Hösk- uldi og hvatti hann til að þroska hæfileika sína enn frekar. Bréfin sem Höskuldur sendi Ragnari í gegnum árin sýna hve náin vinátta þeirra var. Í bréfunum fjallar Höskuldur oft um þau verk sem hann er að vinna að. Og alltaf skreytir hann bréf- in með teikningu eða málverki tengdu innihald- inu. Bréfin sem ég fékk að sjá hjá Evu eru hrein listaverk. Hún og systkini hennar erfðu þessi fal- legu verk eftir foreldra sína. Hún lét mig fá eintak af sýningarskrá, sem gefin var út í tengslum við sýninguna Höskuldur Björnsson – Úr fórum fjölskyldunnar, sem haldin var á Kjarvalsstöðum dagana 17. apríl til 2. maí 1982. Í sýningarskránni ritar skáldið Kristján frá Djúpalæk einkar fallega um vin sinn og lista- manninn Höskuld: „[Hann opnaði] mér hulduveröld myndlistar- innar svo að hugur minn gat fyllst sömu djúpu gleðinni frammi fyrir málverki eins og ég hafði svo oft notið við lestur bóka og í heimi söngs.“ Ég fylltist löngun til að fræðast meira um Höskuld Björnsson. Með aðstoð bókasafnsfræð- ingsins Guðrúnar Magnúsdóttur fann ég mikið magn blaðagreina og tilkynninga sem ég ljósrit- aði og tók með mér til Danmerkur. En afi Guð- rúnar, Markús Ívarsson, átti líka verk eftir Hösk- uld í sínu mikla listasafni. Hér hef ég lesið grein- arnar eftir bestu getu. Sérstaklega tvær greinar sem höfðu mikil áhrif á mig. Önnur var eftir Guð- mund Einarsson frá Miðdal og birtist 8. desem- ber 1960 undir fyrirsögninni Fremsti fuglamálari landsins. Fremsti fuglamálari landsins Í þeirri grein líkir Guðmundur Einarsson Hösk- uldi við bestu náttúrulistamenn Norðurlanda, Svíann Bruno Liljefors (1860-1939) og Danann Johannes Larsen. Sonur Guðmundar, Ari Trausti Guðmundsson, skrifaði mér nýlega og minntist þess er faðir hans bauð Höskuldi að halda sýningu með sér í vinnustofu sinni á Skóla- vörðustíg – þetta var árið 1958. Ari Trausti skrif- ar m.a.: „Þeir seldu margar myndir. Höskuldur var fá- máll og rólegur, en fyrsta flokks fuglamálari og verulega vanmetinn á Íslandi í dag. – Ég hef nokkrum sinnum velt því fyrir mér hvort ekki ætti að reyna að fá eitt af stærri listasöfnunum til að halda sýningu á verkum HB, en hef ekki enn komið því í verk.“ Hin greinin sem festist í huga mér birtist í Morgunblaðinu 22. ágúst 1989 og var rituð af Braga Ásgeirssyni. Bragi ritaði þetta: „Myndir þessa listamanns hafa alltaf höfðað sérstaklega til mín fyrir þann sérstaka innileika, sem þær prýða margar hverjar og sem er fremur fágætur í íslenskri myndlist. Það er hinn falslausi hreinleiki og tilgerðar- leysi þeirra, sem höfðar til mín, hreinleiki, sem hefur ekki yfir sér hinn minnsta vott af væmni og er því svo erfitt að höndla.“ Ein þeirra mynda sem ég sá heima hjá Evu Ragnarsdóttur var af útsýninu frá heimili þeirra við Laugarvatn. Höskuldur hafði ætlað að fara til Kaupmannahafnar og leggja stund á listnám. Hann veiktist hins vegar áður komið var að brott- för, fékk berkla. Hann náði aldrei fullri heilsu og ekkert varð af listnáminu í Danmörku. Eftir að hann veiktist, veturinn 1934-35, bjó hann hjá fjöl- skyldu Ragnars á Laugarvatni og frá þeim tíma er myndin sem hann málaði af útsýninu sem hann hafði út um einn glugganna. Það má vel ímynda sér að í veikindunum hafi Höskuldur þráð að komast út í náttúruna og því reynt að fanga hana í gegnum gluggann. Myndina prýðir einnig fallega skreyttur gluggakarmur sem Ragnar hafði málað. Árið 1934 var ung dönsk stúlka, Eva Voigt, í vist hjá fjölskyldunni á Laugarvatni. Hún átti meðal annars að tala dönsku við börnin á heimil- inu. Eva þessi var mjög hrifin af verkum Höskuldar og keypti þrjú þeirra og tók með sér til Danmerkur. Hún er enn á lífi og býr skammt frá mér í Árósum, þangað sem ég hef heimsótt hana. Málverkin hanga í stofu hennar, tvö sýna mótvíf frá Laugarvatni og það þriðja er mynd af spóa. Eva talar vel um dvöl sína á Íslandi og er ánægð með að hafa málverkin í stofunni til minn- ingar um þennan tíma. Hún minnist Höskuldar sem jákvæðs og ljúfs einstaklings. Eva segir Höskuld hafi hitt konuefni sitt, Hall- fríði Pálsdóttur, þetta ár á Laugarvatni. Hallfríð- ur vann í skólanum. Þau giftu sig árið 1935. Unga parið bjó fyrst í Dilksnesi en síðar á Höfn. Þau eignuðust 2 börn, soninn Halldór og dótturina Ingveldi. Afi sá neistann og skildi Höskuldur Björnsson fæddist í Dilksnesi við Hornafjörð 26. júlí 1907. Foreldrar hans voru Björn Jónsson og Lovísa Eymundsdóttir. Hann þekkti listamennina Jón Þorleifsson (1891-1961) og Svavar Guðnason (1909-1989), sem báðir voru ættaðir úr sveitum Hornafjarðar. Árið 1918 ákvað Jón, þá 27 ára gamall, að helga sig mynd- listinni og hélt til Kaupmannahafnar til að mennta sig við Teknisk Selskabs Skole. Svavar yfirgaf heimahagana 1927 og hélt síðar til Kaup- mannahafnar til að mennta sig. Eymundur, afi Höskuldar var flinkur að skera út í tré og hafði mikinn áhuga á málaralist. Afinn tók fljótt eftir því að drengurinn var flinkari að teikna og mála en önnur börn, og þegar Höskuld- ur var um 8 eða 9 ára gamall fékk hann sína fyrstu liti og byrjaði að mála landslagið við Dilks- nes. Náttúrufegurðin þar er mikil og raunar erf- itt að lýsa henni. Landslagið er umvafið tignar- legum jöklum og fjallstindum og sjórinn og birtan gefa landinu ólýsanlegt yfirbragð. Ríku- legt fuglalíf á litlum nesjum og í litlum víkum örv- uðu áhuga Höskuldar á fuglamálum. Það hefur líka örugglega veitt honum innblástur að sjá Ás- grím Jónsson mála, en hann eyddi nokkrum sumrum við listsköpun í nágrenni Hornafjarðar. Um þetta segir Höskuldur að þarna hafi hann uppgötvað að það var hægt að lifa af myndlist- inni. Það má svo gott sem fullyrða að náttúran og æskuárin hafi verið mikilvægustu lærimeistarar Höskuldar. Hann hélt til Reykjavíkur 1926 og fór þar á sína fyrstu málverkasýningu. Þetta var sýning til minningar um Mugg, Guðmund Thor- steinsson. Í framhaldi lærði hann hjá þeim Rík- harði Jónssyni, 1925-1926, og Jóni Stefánssyni, 1928-1929, og fór fljótt að sýna á Íslandi. Sýndi í Charlottenborg Verk Höskuldar voru einnig sýnd í Danmörku og Noregi. Í báðum löndum var það með aðstoð vin- ar hans, Ragnars Ásgeirssonar. Danski ritstjór- inn Svenn Poulsen, sem var með í Íslandsferð danska konungsins 1907 og var meðhöfundur bókarinnar Íslandsferðin : frásögn um för Frið- riks áttunda og ríkisþingmanna til Færeyja og Íslands sumarið 1907, átti um tíma bóndabæ á Ís- landi og komst þar í samband við Ragnar Ás- geirsson. Báðir voru miklir listáhugamenn. Það var Poulsen sem hafði milligöngu um að Höskuldur héldi litla sýningu í Charlottenborg árið 1936. Í frásögn í Berlingske Tidende frá þessum tíma segir m.a.: „Íslenski listmálarinn Höskuldur Björnsson, sem um þessar mundir sýnir á Charlottenborg, býr yfir greinilegum náttúruhæfileikum, sem virðast spretta úr iðrum jarðar. Verk hans lýsa mjög nánu sambandi við íslenska náttúru og ís- lenskt fuglalíf. Hann er klárlega hinn íslenski Jo- hannes Larsen.“ Hér langar mig að nefna að þegar bókin Saga- Hornafjörður Landslagið er umvafið tignarlegum Fuglamálarinn Snjótittlingur, músarrindill, stelkur, æður. Það gilti einu hvort fuglinn var smár eða stór, Höskuldur Björnsson var einn færasti fugla- fangari myndlistarinnar um sína daga, en heimahagarnir í Hornafirði og náttúran voru honum líka efni í ótal myndir. Fuglamálarinn Höskuldur Björnsson úti í náttúruÆðarhjón Höskuldur málaði líka olíumálverk af fuglum. Músarrindill í skógi „Falslaus hreinleiki og tilgerðarleysi.“  Höskuldi Björnssyni listmálara var líkt við bestu náttúrulistamenn Norðurlandanna Svíann Bruno Liljefors og Danann Johannes Larsen  Hann átti í nánu sambandi við íslenska náttúru og verk hans voru sögð búa yfir tilgerðarleysi og falslausum hreinleika  Verk Höskuldar hafa ratað víða

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.