Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1932, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.01.1932, Blaðsíða 5
SKINFAXI 5 fögru samræmi eða eru þau nákvæmlega þau sömu? Það er lil þess að fá svör, eins skýr og kostur er á, við þessum spurningum, sem vér höfum snúið oss til helztu uppeldisfrömuða Asíu og Evrópu og heðið þá að svara nokkrum fyrirspurnum.“ Fjnsta spurning Washburnes er á þessa leið: „Leitizt þið við að halda við og fullkomna ríkj- andi þjóðskipulag eða óskið þið eftir, að upp vaxi nýlt þjóðskipulag, scm þið hafið ákveðnar hugmynd- ir um hvernig skuli vera, hæði félagslega, stjórnar- farslega og fjárhagslega; eða loks: Hugsið þið aðeins um að þroska einstaklinginn sem allra bezt, án þess að gera ykkur far um að móta nokkurt sérstakt þjóð- skipulag, vegna þess, að þið vonið, að einstaklingar, sem þannig væru þroskaðir, kynnu betur að leysa úrlausnarefni þjóðfélagsmálanna, heldur en núlif- andi lcynslóð?“ í svörum uppeldisfrömuðanna frá hinum ýmsu þjóðurn, korna fram til skiptis þessar þrjár aðalskoð- anir, og svo millistig og samhland tveggja cða allra: Þeir, sem vilja viðlmlda og futlkomna ríkjandi þjóðskiputag. 1 Japan eru svörin samhljóða um það, að leggja allt kapp á að viðhalda og fullkomna rikjandi þjóð- sltipulag. Keisarinn er heilagur. Litið er á japönsku þjóðina sem eina fjölskyldu, sem hefir sin sérstöku þjóðartrúarbrögð. I Japan á að ríkja auðvald, keis- ari og eining. Þrátt fyrir þetta skilja jafnvel Jap- anar nauðsyn þess, a'ð þroska einstaklinginn sem allra mest, til þess að keisarinn liafi ráð á sem hæf- ustum þegnum í þjónustu ríkisins. Þeir, sem leitasl fremur við að skapa nýtt þjóð- skipulag. Rússnesku kommúnistarnir hafa valið þá stefnuna, að leitast við að skapa nýtt þjóðskipulag, sem þeir skilgreina á mjög ákveðinn liátt, frá fjárhagslegu

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.