Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1932, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.01.1932, Blaðsíða 22
22 SKINFAXI íyrirkomulag er meingallað. Bækurnar eru keýptar að haust- inu og eru allan veturinn að sisast bæ frá bæ. Á þessum ferðalögum eru þær oft grátt leiknar, og of mörgum er kunn- ugt útlit lestrarfélagsbóka til ])ess, að því þurfi að lýsa. Er það sanni næst, að bækur lestrarfélaganna eru oftast eins og heimilislausar og fyrirlitnar flökkukindur. Lestrardeildir þær, sem eg liefi i huga, vil eg liafa á þann veg, að 5—10 nágrannar taki sig saman um að kaupa tíma- rit og bækur árlega, fyrir svo sem 10—15 kr. liver; þessi fjárhæð er lítið hærri en lestrarfélags-iðgjald eða citt viku- blað. Iiver deildarmaður veldi það tímarit og hók, sem hon- um félli bezt í geð; aðcins kæmu þeir sér saman um, að kaupa ekki sömu rit og að skiptast á um að lesa þau hver hjá öðr- um. Með þessu móti gætu deildarmenn átt kost á að lesa flest tímarit og alþýðubækur, sem út kæmu á árinu. í fljótu hragði virðist munurinn á þessu fyrirkomulagi og lestrarfélögunum fremur lítill, en hann er einmitt mikill, því að i stað þess, að bækur lestrarfélaganna eru flökkukindur, sem allir þykjast eiga og hafa rétt til að fara með eftir vild, eru bækur deildarmanna gestir af næsta hæ, sem sýna verð- ur fullan sóma, og eiga á næstu grösum málsvara sinn og heimilisföður. Með þessu fyrirkomulagi mætli gera sér von um, að tima- ritin, sem gefin eru út í landinu, fengju fleiri lesendur, en þeir eru allt of fáir. Því að allir þeir, sem mynda vilja sér skoðun á þeim málum, sem eru á dagskrá hjá þjóðunum, þurfa að lesa þau. Þetta gæti og stutt að því, að sum hlöðin færu að hugsa um að gefa úrvalsefni sitt út í hentugra 'ormi fyrir smá bókasöfn. U. M. F. væri tilvalinn félagsskapur til að stofna til svona lestrardeilda, og ef þau skorti ekki festu og dug, væri þeim leikur að vera búin að stofna laglegt bókaasfn á hverjum þeim bæ, sem ungmennafélagi er á, eftir 2—3 áratugi. fíergst. Krlstjánsson. Bréfaskipli. Ingimundur Ólafsson, Nýjabæ, Meðallandi, V.-Skafl. æskir bréfasamhands við ungan Þingeying.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.