Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1932, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.01.1932, Blaðsíða 6
6 SKINFAXI og stjórnarfarslegu sjónarmiði. Um þella eru Rúss- arnir jafn sammála og Jápanar eru um sína skoðun, en Rússar taka viðfangsefnið fastari tökum, með meiri ákafa og meiri tækni. Þessar tvær þjóðir eru þær einu, þar sem skoðanir á því, livert stefna beri uppeldi þjóðarinnar, eru al- veg samhljóða. í Kína óska þeir, sem fyrirspurnunum Iiafa svar- að, yfirleitt eftir nýrri þjóðfélagsskipun. Sumir telja nauðsynlegt, að sníða hana að nokkru leyti eftir liinni fornu menningu, aðrir vilja vestræna menningu og enn aðrir eru á öndverðum meiði við Rússa og Japana, scm vilja móta einstaklinginn með tillili til ákveðins þjóðskipulags, að því leyti, að þeir þykjast I)ezl ná tilgangi sínum með þvi, að þroska sem bezt einstaklingana. Þeir, scm leitazt sérstaklega við að þroska ein- staklingana. Meiri hluti uppeldisfrömuða i fleslum löndnm eru ákveðnir fylgismenn þriðju stefnunnar: þroski ein- staklinganna, án nokkurrar tilraunar til að ákveða fyrirfram sérstaka þjóðskipulagsliætti. Sem dæmi þessa hugsunarháttar má nefna Gandlii í Indlandi og Einstein í Þýzkalandi. Þessir tveir menn vilja láta beina öllum áhrifum upþeldisins að þroskun skap- gerðarinnar, skýrrar hugsunar og ábyrgðartilfinning- ar gagnvart þjóðfélaginu. Þeir trúa mjög gjarna ein- staklingum, sem hlotið hefðu þannig uppeldi, fyrir framtíðar skipulagi þjóðar sinnar. Mjög margir álíta óaðskiljanlegar hugsjónirnar: þroski einstaklingsins og þroski þjóðarinnar. Árekstur milli sannfæringar einstaklingsins og krafa þjóðarinnar. Önnur spurning Washburns var á þessa leið: „Ef það kemur fyrir, að kröfur þjóðarinnar og heitasta sannfæring einstaklingsins komi í bága livorar við

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.