Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1935, Side 24

Skinfaxi - 01.04.1935, Side 24
24 SKINFAXI IV. Árið 1909 gekkst Guðrún, ásanit systkinum sínum og nokkrum fleirum, fyrir stofnun Ungmennafélagsins Afturelding, og varð strax aðal-driffjöðrin i félaginu og sjálfgefinn leiðtogin í fiestum þeim málum, sem félagið lét sig að einhverju skipla. Hún var annaðhvort eitt ár eða aldrei formaður fé- lagsins, en þó var það liún, öllum ö'ðrum fremur, sem mótaði félagsandann og beindi starfseminni inn á þær brautir, sem lágu upp og fram Áhrifa hennar gætti alstaðar i félagsmálunum og þótli öllum gott að búa við það brautargengi. 10—12 ár var hún fundarstjóri félagsins (og oft rit- ari eða varaformaður að auki). Og öll þessi ár og leng- ur var hún aðalleiðtogi félagsins, bæði inn á við og út á við, og alltaf — eins og áður er sagt — sá leiðandi andi, sem að mestu mótaði alla starfsemi félagsins. — Á mörgum mannfundum hefi eg verið um dagana, bæði félagsfundum og öðrum, ýmsra tegunda. En ekki minnist eg þess, að liafa verið á neinum, sem b e t u r hefir verið stjórnað og skemmtilegar, en gömlu fund- unum i litla sveitarfélaginu, þeim sem Guðrún stjórn- aði og gerði ánægjulega og eftirmunandi. — Sú fundar- stjórn gat verið mörgum til fyrirmyndar. Auk starfa sinna i Aftureldingu hefir hún gegnt öll- um helztu trvmaðarstörfum ungmennafélaga. Setið fjórðungsþing og sambandsþing oft og mörgum sinn- um. Verið lengi í stjórn Ungmennasambands Kjalarnes- þings og sambandsstjórn U. M. F. í., og jafnan verið þar, sem heima í héraði, framsækinn og markvís leið- togi. Vegna breyttra lifskjara og langdvala erlendis hafa störf Guðrúnar í þágu ungmennafél. minnkað nú á seinni árum og orðið minni en lienni hefir gott þótt. En hún verður alltaf sami hugsjónariki, áhugasami og s a n n i ungmennafélaginn, hvort sem hún er í nokkru

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.