Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1935, Page 47

Skinfaxi - 01.04.1935, Page 47
SKINFAXI 47 ungmennafélag, trúað á ungmennafélögin, sem ein- hverjar þörfustu stofnanir okkar þjóðfélags. Sú trú lief- ir ekki dofnað með aldrinum. Eg treysti því, að þau leggi hér liönd á plóginn, laki hugmyndina um sam- vinnubyggðir á starfsskrá sína og að þau vinni óskipt að því, að gera þá hugsjón að veruleika. Þá tel eg að þau hafi áþreifanlega sýnt það í verki, að þau vinni að ræktun lands og lýðs. SteingT. Steinþórsson. Vo rþ rá. i. Enda þótt vi'ð íslendingar eigum ekki mörg sameiginleg áhugamál og séum um fátt sammála, þá er okkur þó öllum það sameiginlegt, að við þráum vorið. Við þráum það blíða vor, er kemur eftir liarðan vetur. Þá vöknum við til nýrra starfa og leitum út í vorið. Leitum út í sæluna á sigurmáttar- ins björtu vængjum. Þá hrindum við af okkur oki vanmáttar og vesaldóms, en hefjum hátt nýtt merki: Vonina. Vonina um fagra daga og hliða tíð. Og við berum fram bænina, að með vorinu megi hefjast nýtt landnám, til blessunar fyrir börn þessa lands. Og af hrifningunni yfir því að sjá aftur birtuna, óskum við hvert öðru alls góðs, sem við getum, jafn- vel óvinum okkar. Og svo höldum við út i sumarið og syngj- um náttúrunni lof og dýrð. Og við dönsum af kæti og leggj- um af stað að leita hamingjunnar. Bóndinn verður glaður og starfskraftar hans aukast með vorinu. Hann sefur vært á næturnar og vinnur vel á daginn. Skammdegis vökudraumurinn um horfelli og hungurdauða hverfur. En í hans stað kemur annar draumur, bjartari og betri. Sá draumur er um vorgróðurinn, og bóndinn fyllist hrifningu yfir því heiti, sem hann gerir, um að hefja nýtt landnám. Og bóndinn hverfur hugfanginn inn i framtiðar- landið, eins og Móses forðum inn i liið fyrirheitna land. Og þar sér bóndinn margt. Þýfðir móar verða að sléttu túni. Blautar fúamýrar að sléttu framræsluengi. Bóndinn sér margt. En eitt er það, sem bóndinn sér ekki.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.