Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1935, Page 80

Skinfaxi - 01.04.1935, Page 80
80 SKINFAXI hjá félögunum. Nú í velur voru þar 18 nemendur, og er eigi rúm fyrir fleiri. Skólinn er hitaður með hverahita, og siðastl. sumar var hann raflýstur. Minnt skal hér á, að U. M. F. í. veitir styrk til námsdvalar í Haukadal, þeim pilt- um, sem efnilegir teljast, og ætla að leiðbeina U. M. F. í íþróttum að loknu námi. íþróttakennaraskólinn á Laugarvatni er nú á áliðnu þriðja starfsári sinu. Fyrsta velur hafði hann tvo nemendur, fjóra í fyrra og fimm í ár. Ljúka nemendur þar kennaraprófi í íþróttum. Kennari skólans er Björn Jakobsson, sem er ekki aðeins lærðasti íþróttakennari vor, heldur og listamaður svo að af ber, í starfi sínu. Auk ágæts kennara hefir skóli þessi heztu iþróttaskilyrði, sem völ er á hér á landi, á Laugarvatni. Islenzk glíma. 1 4. árgangi Jarðar, timarits séra Björns O. Björnssonar, er löng og mjög eftirtektarverð ritgerð um íslenzka glíniu, eftir Arnór Sigurjónsson. Rekur hann þar eðli og þróun glim- unnar, skýrir íþróttagildi hennar og þroskagildi fyrir skap- gerð og líkama. Bendir hann með réttu á, að byltureglur þær og fleiri ákvæði, sem nú gilda, séu ekki saamkvæm eðli glímunnar, en henni til skemmda. Ritgerðin liefir verið sérprentuð, og mun fásl hjá bóksöl- um. Ættu þeir, sem iðka glímu og unna henni, að lesa rit- gerðina. rI'il eru nokkur eintök sérprentuð af lagi Sigvalda S. Kalda- lóns við glímusöng Sigurðar Jónssonar á Arnarvatni. Ung- mennafélög, sem æfa vilja lag þetta til söngs, geta fengið það ókeypis, ef þau snúa sér til sambandsstjóra U. M. F. í. Styrkur til íþróttanáms. U. M. F. í. veitir fimm mönnum úr sambandsfélögum styrk til íþróttanáms í íþróttaskólanum í Haukadal, kr. 70.00 hverj- um. Farið verður eftir tillögum héraðsstjórna um val styrk- þega. Umsóknir um styrkinn eiga að vera koninar til sam- bandsstjórnar (pósthólf 400, Reykjavík) fyrir 15. okt. n.k. Félagsprentsmiðjan.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.