Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1966, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1966, Blaðsíða 12
<i>----—-------------------------------------<í> Tryggvi Gunnarsson, skipstjóri, fulltrái Skipstjóra- félags Norðlendinga var einn nefndarmanna í öryggis- málanefnd 22. þings F. F. S. í. Tryggvi tók málið þeim tökum, sem viðbúið var af reyndum skipstjóra. Hann flutti erindi á þinginu, sem vakti mikla athygli, og hann varð við þeirri ósk Sjó- mannablaðsins Víkings, að við mættum birta ræðu hans. En honum fórust orð á þessa leið: 4--------------------------------------------«> I Hugleiðingar síldveiðiskip- Tryggvi Gunnarsson, skipstjóri. stióra um skýrslu sjóslysanefndar, sem lögð var fyrir 22. þing F.F.S.l Mál það, sem við höfum hér til meðferðar varðandi sjóslys og or- salcir þeirra er líklega eitthvert vandasamasta mál, sem þing okk- ar hefur fengið til afgreiðslu. Verður því að taka á því með sér- stakri varúð. Þó megum við ekki láta málið sjálft gjalda þess. Við lestur sjóslysaskýrslunnar, sem mér virðist unnin af vand- virkni, kemur margt í Ijós. Þeir menn, sem þar hafa unnið hafa dregið saman í stuttar at- hugasemdir niðurstöður sínar um orsakir í hverju einstöku slysatil- felli. Athyglisvert er það, að oftast er niðurstaða þeirra sú, að um vankunnáttu skipstjórans sé að ræða. Hér tala ég eingöngu um slys, sem orðið hafa á síldarbát- unum, þótt víðar sé aðfinninga þörf. Eg véfengi ekki á nokkurn hátt niðurstöðu sjóslysa nefndarinnar. En við hljótum að hrökkva við, þegar svo oft er hægt að rekja slysin til vankunnáttu okkar sjálfra. Hvað er eiginlega að, ög hvað getum við gert til úrbóta. Það er eðli hvers manns, að reyna að bera hönd fyrir höfuð sér, til varnar og málsbóta. En þegar skip ferst og menn með því, stundum fáir, stundum kannske allir, þá gagna engar málsbætur aðstandendum þeirra, sem sáu þar á bak ástvinum sínum. Við hér á þinginu og allir þeir, sem að slysavörnum vinna, verð- um því að vinna saman að því að reyna að bæta úr þessari van- kunnáttu. Hversvegna er hægt að benda á fjölda manna, sem aldrei hafa kunnað að haga gerðum sínum í samræmi við aðstæður hverju sinni. Að mínu áliti er hér um kunnáttuleysi í almennri sjó- mennsku að ræða. En af hverju kunnum við þá ekki betur til sjó- mennsku en raun ber vitni? Ástæðan til þessa er sú, að ég hygg að hvortveggja fór saman fyrir nokkrum árum síðan, síld- arleysisár og gjörbylting í veiði- aðferðum, á ég þar við tilkomu kraftblakkarinnar og notkunar síldarleitartækja, en þá af þess- um tveimur ástæðum, misstum við í land marga okkar elztu og reyndustu sjómenn. í þeirra stað þurftu auðvitað að koma nýir menn og um leið óvanir. Mennirnir, sem við misstum í land, fóru með sína reynslu og þekkingu með sér, og hinir, sem við tóku, fengu lít- inn sem engan tíma til þess að læra af þeim og sjá viðbrögð þeirra við misjafnar aðstæður. Vegna þessara tveggja atvika síldarleysisins og tilkomu asdic- tækja, sem margir eldri mann- anna náðu ekki eða töldu sig ekki ná réttum tökum á, hurfu þeir í land, en eftir urðu óvanari menn, svo alls óvanir. Margir kornung- ir menn urðu þá, vegna nauð- synjar, að taka að sér hið vanda- sama hlutverk skipstjórans. Það vantaði hreinlega menn í starfið, en skipin urðu að sjálfsögðu að ganga. Þessir menn höfðu ekki fengið nægilega þjálfun í almennri sjó- mennsku, þótt þeir hefðu sín til- skilin réttindi. 12 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.