Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1966, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1966, Blaðsíða 31
að það talaði óþvingað saman. Fyrst talaði það um veðurblíð- una og að það yrði líklega hepp- ið með veðrið yfir hafið. — Því næst fór það að dást að skipinu. æ meir, eftir því sem lengra kom og storminn þyngdi. 1 lyftingu stóð skipstjórinn. — Hátt og snjallt, yfir brimhljóð og hvin stormsins, heyrðust skipanir „Hann Einar skipstjóri erfyr- irmyndarmaður. — Það eru víst fáir skipstjórar nú á tímum aðr- ir eins snillingar og hann,“ sagði einn af farþegunum og hinir tóku allir undir, sumir bættu jafnvel fleiri hrósyrðum við. Öll- um bar þeim saman um það. að þetta fagra skip hæfði vel hin- um hrausta, djarfa og hugul- sama skipstjóra. Áfram sigldi skipið með þönd- um seglum. Skipstjórinn leit aftur fyrir skipið yfir farna leið. Þarna var landið hans að hverfa sjónum. Framundan blasti við opið haf. Þar var þungur sjór. Storminn var líka að herða. Það yrði sennilega ekki eintóm blíðviðris- sigling yfir hafið. En hann var ekki óvanur slíkum ferðum, hann Einar skipstjóri. — Aldrei hafði hann fundið nokkurn geig í sér, þó að brimlöðrið þyrlaðist um hann í lyftingunni og brot- sjóir skoluðu þilfarið. Farþegarnir gengu undir þilj- ur. Börnin hættu leik sínum og fylgdu foreldrum sínum til klef- anna. Þegar þau skildu, bundu þau fastmælum að finnast aftur næsta dag. Storminn herti enn að miklum mun. Sælöðrið fór að skvettast inn á þilfarið. Skipið hallaðist VlKINGUR hans. — Hann var sannarlega hetjulegur. þar sem hann stóð í einkennisbúningi sínum, hár, þrekvaxinn, teinréttur. En hvað var nú þetta? Sterk vindhviða skall leiftursnöggt á hlið skipsins, það hallaðist snögglega — og æ, það kastaðist á hliðina, svo að seglin námu við yfirborð hafsins. Það rétti sig ekki við, heldur barst á hliðinni fyrir storminum. þögn? Var hún ekki fyrirboði þess, að innan skamms hæfist innrásin? Hún var eitthvað í- skyggileg þessi þögn. Hann sat gegnt dyrunum og starði á þær, eins og hann bygg- ist við að þær opnuðust þá og þegar. Hann var ekki hræddur. Nei, hann hafði barið niður all- an verulegan ótta. — Samt var nokkur beygur í honum. Hann var ekki alveg viss um, hvernig þetta færi. Hann leit andartak af dyrun- um, tók úr upp úr vasa sínum og leit snöggt á það. Óðum leið að stundinni, þegar hann varð að standa einn gegn þessum fjölda. En með nákvæmni hafði hann búið sig undir baráttuna. Hann hafði áreiðanlega engu gleymt. Hann var viðbúinn. Það var engum öðrum en hon- um sjálfum að kenna, að hann var nú í þessari aðstöðu. Hann hafði verið aðvaraður, ekki vant- aði það. En hann hafði látið það eins og vind um eyru þjóta. — Hann taldi sig svo sem færan að taka flestu því, sem að höndum bæri. Hann var ungur og vissi, að hann var vel meðalmaður, hvað snerti andlega og líkamlega krafta. Hann hafði strengt þess Einar litli á Bakka flýtti sér að vaða út að skipinu sínu á litlu tjörninni. Svo bar hann það á land. Innrás. Þögn. Já, það var alger þögn. En hvað fólst í þessari djúpu heit, að hann skyldi sýna, að hann hopaði ekki frá settu marki, hvað svo sem á kynni að dynja. Nú sat hann hér einn, aleinn. En hann var ekki viðbúinn. Hann hleypti brúnum. Skyndi- 31

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.