Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1966, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1966, Blaðsíða 21
Lærdómsrík skotasaga. Mc Pherson, sem var auðugur wiskyframleiðandi, þurfti eitt sinn að ganga undir vandasaman upp- skurð. Aðgerðin tókst ágætlega og skömmu síðar fékk Mc Pherson reikning frá lækninum upp á tíu þúsund krónur. Sem góðum Skota, þótti Mc Pherson reikningurinn nokkuð hár. Hann hugsaði ráð sitt og gekk síðar á fund læknisins: ■— Er yður ljóst, kæri læknir, að með núverandi skattafyrirkomulagi verð ég að greiða fjögur hundruð þúsund krónur til þess að geta greitt yður tíu þúsund krónur. Læknirinn varð að viðurkenna að þetta væri rétt, og Mc Pherson hélt áfram: — Þér sem þekktur læknir, hljót- ið að vera hátekjumaður. Hve mik- ið haldið þér að verði eftir handa yður af þessum tíu þúsund krón- um? Læknirinn fór nú að reikna, og komst að þeirri niðurstöðu að hann mundi halda eftir um sex hundruð krónum. — Með öðrum orðum, sagði Mc Pherson, — til þess að borga yður sex hundruð krónur verð ég að græða f jögur hundruð þúsund krón- ur. — Mér finnst þetta fráleitur „bisniss" fyrir okkur báða og þess- vegna geri ég yður tilboð um að við jöfnum reikninga okkar með 24 flöskum af wiskí á 50 krónur stykk- ið, þar með fáið þér 1200 krónur. Læknirinn, sem einnig var Skoti, tók tilboðinu. * Að lifa án mótstöðumanna er lík- ast því að tefla skák við sjálfan sig. Per Jakobsen yfirlögregluþjónn kom heim til sín þrem tímum fyrr en venjulega af næturvaktinni. Til þess að vekja ekki konuna, læddist hann hljóðlega inn í svefnherbergið og háttaði í myrkrinu. Eftir stutta stund heyrði hann konu sína stynja: — Góði Per, ég hefi alveg hræðilegan höfuðverk, — nei, kveiktu ekki, ljósið sker svo í augun. — Viltu ekki vera svo vænn að skreppa fyrir mig í apótekið og kaupa nokkrar höfuðverkjatöflur. Jakobsen var góður eiginmaður, hann klæddi sig í skyndi í myrkrinu og fór í apótekið. Apótekarinn, sem þekkti Jakobsen, var greiðviknin sjálf og afgreiddi töflurnar strax. — Afsakið, en er þetta ekki Jak- obsen yfirlögregluþjónn ? — Jú, ég hélt að þú þekktir mig, svaraði Jakobsen undrandi. — Jú, það geri ég líka, sagði apó- tekarinn, — en mig rak í rogastanz við að sjá yður í einkennisfötum brunaliðsmanns! * Skynsamur maður lagar sig eftir umhverfinu. Sá heimski streitist við að laga umhverfið eftir sér. Þess- vegna eru allar framfarir heimsk- ingjimum að þakka. * Að lifa fyrir sjálfa sig. Þjóðin á ekki nógu marga full- þroska einstaklinga. Of margir okk- ar, sem deyjum á sextugsaldri, eru ekki jarðaðir fyrr en um sjötugt. * Ég hefi oft hugsað mér „verri staðinn,“ sem skrautbúna betri stofu, þar sem velklætt fólk situr með hendur í skauti og sviplaus andlit, og stritast við að halda uppi skynsamlegum og kurteisum sam- ræðum. — Black. 21 VakniS piltar! ÞaS er komiS þetta }ína manndrápsve&ur! VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.