Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1966, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1966, Blaðsíða 32
lega stóð hann á fætur og rétti úr sér. Það var ekki um að vill- ast. Hann heyrði óm háværra radda. Kyrrðin var rofin. Hóp- urinn var þá að nálgast. Hann var einn gegn 27. En hvað um það, hann varð að standa eins og hetja. Já, hann varð að vera hetja. Þarna úti var ekki um neinn ótta eða beig að ræða, það var hann alveg viss um. Hann þokaði sér nær dyrunum. Hann hafði staðið af sér fyrstu viður- eignina. — Hann varð líka að standast nú. Hann fann spenn- ing grípa um sig í huga hans og vöðvar hans stæltust ósjálfrátt. Sú stund nálgaðist, þegar hann varð að taka á karlmennskunni. Nú heyrði hann raddirnar greinilega. Þær voru æstar og háværar. Hann gat greint fóta- takið nálgast óðfluga. Það kom nær og nær. Hópurinn fylkti sér nú í breiðar tröppurnar, sem voru framundan dyrunum. — Þarna staðnæmdist hópurinn. — Raddakliðurinn varð lægri. — Stundin var að renna upp. Hver sekúndan leið af annarri. Hann færði sig enn nær dyr- unum. Nú varð að hrökkva eða stökkva. Hann varð að verða fyrri til að opna dyrnar. Hann tók um snerilinn. Höndin skalf ofurlítið fyrst. En svo ýtti hann snerlinum hægt niður. Hann tók fast á, svo að höndin varð styrk. Svo opnaði hann dyrnar með snöggu átaki. Þarna stóð hópur- inn, albúinn til inngöngu. Þar var enginn óviðbúinn. Hann brosti og sagði með sinni mildu, hlýju rödd: „Tíminn er kominn, krakkar mínir. Gerið þið svo vel.“ Svo gekk hann að kennara- borðinu. Bráðlega hófst önnur kennslustund unga kennarans. Úr lofti. Þetta var annars allra bezta flugveður. Skyggni gat varla ver- ið betra og uppstreymið var þægilegt. Það væri annars gaman að gera dálitla lykkju á leiðina og fljúga yfir Dalbæ. Þar var víst 32 orðið mikið breytt, frá því að hann mundi fyrst eftir. Þangað hafði alltaf verið gott að koma. Þetta hafði verið mesta myndar heimili og ekki annað að sjá þá, en húsbændurnir kæmust vel af, þó að bamahópurinn væri stór. En það var oft snjóþungt þarna frammi í dalnum, svo að langan tíma af vetrinum varð æði oft að gefa fénu inni. En þrátt fyr- ir það var enginn vafi á því, að þetta var á sínum tíma eitt bezta heimilið í sveitinni. Þarna var dalurinn. Það var bezt að lækka flugið og taka nokkra hringi yfir bænum. — Þarna blasti grænt túnið við. Já, ekki bar á öðru en þarna væri enn gróðurfallegt tún, þó að því hefði ekkert verið sinnt frá því að bærinn lagðist í eyði fyrir mörgum árum. Enn lækkaði hann flugið. — Þama var tóttin, þar sem hest- húsið hafði verið. — Þarna var lambahúsið. Það var greinilega nokkur hluti þess enn uppi standandi. Og eitthvað ofurlítið hékk enn uppi af öðru fjárhús- inu. Allar aðrar byggingar voru horfnar, aðeins tóttirnar eftir. Já, það hafði verið líflegra á þessum bæ. Um þetta leyti sum- arsins hefði margt fólk verið við heyvinnu á túninu, því að þenn- an þurrkdag hefði bóndinn á- reiðanlega ekki viljað missa. Og konan hafði víst ekki síður ver- ið áhugasöm með búskapinn. Þarna var hlaðvarpinn, þar sem Bósi, smalahundurinn á bænum, hafði oft setið og sleikt sólskinið. Það hafði verið gam- an að erta hann svolítið, meðan hann var ungur. — En það var ekkert gaman orðið að honum síðast, greyinu, því að þá var hann orðinn svo gamall og far- lama. Eftir þa:ð hafði enginn verulega skemmtilegur hundur verið á bænum. Oft hafði verið ánægjulegt að koma að Dalbæ, en aldrei þó eins og í sláturtíðinni á haustin. Þá vantaði ekki matföngin á bænum þeim. Margan kaldan vetrardaginn hafði hann komið að Dalbæ, þeg- ar fannir huldu dali og fjöll. Þá hafði verið gott að koma þang- að, því að alltaf hafði honum verið vel tekið. En hvað hann mundi vel eftir því, þegar hann kom þangað einu sinni, þreyttur og svangur. Undanfarna daga hafði þá geis- að stórhríð. Ekki sá á dökkan díl, nema einstaka klettavegg. Allt virtist svo fádæma dauða- legt og ömurlegt, að engrar bjargar virtist von. En þá hafði verið gott að koma að Dalbæ og þiggja góðgerðir. Blessuð hús- móðirin á bænum hafði ekki tal- ið það eftir sér að koma sjálf með kræsingar handa honum. Hann var svo niðursokkinn í þessar kæru endurminnigar, að hann hafði næstum rekið sig á tóttarbrot. En hann gætti sín í tíma, hækkaði flugið og stefndi þvert yfir dalinn. Honum var söknuður í huga. Hann hafði um margra ára skeið verið annar bæjarhrafninn á Dalbæ. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.