Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1978, Síða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1978, Síða 9
-1 fögnuð, því að yður er í dag frelsari fædd- ur, Það eru þessi orð, sem við þurfum öll að fá að heyra upp aftur og aftur. Það eru orðin um frelsarann, sem fæddist í Betlehem nóttina forðum. Hann sagði síðar, að sá sem hefði séð sig, hefði séð sjálfan Föðurinn á himnum og sá sem þekkti sig, þekkti Guð. Ég er að vísu ekki sjómaður sjálfur, sjó- mannaprestur væri kannski nær lagi. En af kynnum mínum við sjómenn hefur mér fundist að þeir ættu einlæga trú á góðan Guð og son hans, frelsarann Jesú Krist. En er þá sjómennskan svona guðfræðilegur at- vinnuvegur? Eða verður maður guðhrædd- ur af því að stunda sjóinn? Ekki skal ég segja um það. Nokkuð er það, að bestu vinir sjálfs meistarans Jesú frá Nasaret voru sjómenn, fiskimenn. Og eitt er víst: Það er margt líkt með sjóferðinni, sem farin er, og sjálfri ævi- ferðinni. Á æviferðinni þurfum við að sigla eftir góðum leiðarmerkjum, svo að við vill- umst ekki af leið, alveg eins og sjómenn þurfa áttavita og siglingakort. Það er mikið til í orðum sálmaskáldsins, sem kvað: „Haf Guðs orð fyrir leiðarstein í stafni og stýrðu síðan beint í Jesú nafni á himins hlið.“ Það er sagt frá skipstjóra einum, sem vantaði leiðsögumann, til þess að sigla skipi sínu vandrataða leið. Loks gaf sig fram maður nokkur. Skipstjórinn spurði hann: „Er þér kunnugt um allar torfærur og öll sker á þessari leið?“ Maðurinn svaraði: „Nei, ekki get ég sagt það, herra skipstjóri." Þá sagði skipstjórinn byrstur í bragði: „Hvernig dirfistu þá að bjóða þig fram sem leiðsögumann.“ „Jú,“ svaraði maðurinn, „ég veit nefni- lega, hvar skerin og torfærurnar eru ekki.“ Þá mildaðist svipur skipstjórans og hann sagði: „Það er nóg. Þig get ég notað fyrir leiðsögumann.“ Ég óska sjómönnum innilega gleðilegra jóla og góðs og farsæls nýárs og bið þeim allrar Guðs blessunar, svo á hafi sem í landi. Lifið heilir. Gunnar Björnsson œjeajts&Stt j»8888tei|. g !■ JJ^ Sjálfstæð stjórnun á báðum skífum. Þótt önnur sé stöðvuð getur hin gengið. Skífurnar geta snúist bæði afturábak og áfram. Fljótlegt að breyta línuspili í netaspil og öfugt. Fótstýrður öryggisloki stöðvar spilið samstundis í neyðartilfellum. Spilin eru framleidd fyrir mismunandi togkraft frá 650 til 2200 kg. á netaskífu. Togkraftur með Danfoss vökvamótor frá 650 upp í 2200 kg við olíuþrýsting 125 kg/cm2 Þyngd 150 kg Hæð upp í öxulmiðju 93 cm Mesta breidd 67 cm ELEKTRAVERKSTÆÐIÐ LYNGÁS111 GARÐABÆ SlMI 53396 PÓSTHÓLF 124 VÍKINGUR 9

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.