Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1978, Side 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1978, Side 17
Einar Jónsson, fiskifrœðingur: Nýjar lendur, könnun þeirra og nýtíng Fyrir skömmu urðu um það nokkrar umræður í fjölmiðlum, að send hefði verið 11 manna sendinefnd á hafréttarráðstefn- una í New York. Fannst sumum sem hér hefði verið bruðlað með fé af litlu tilefni. Ekki skal lagður á það dómur hér, hvort sendi- Einar Jónsson fiskifræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun- inni er Dýrfirðingur. Hann lauk prófi í fiskifræði frá Kiel- arháskóla 1975, og fjallaði lokaritgerð hans um þorskinn, hrygningu hans sunnanlands og sveiflur hennar samfara hitastigi sjávar. nefndin var of fjölmenn eða ekki. Hitt virðist augljóst, að tilefnið var ærið. Menn eru almennt ekki farnir að gera sér grein fyrir því, að ís- land hefur raunverulega verið að stækka all verulega með öllum þeim landhelgisútfærslum, sem átt hafa sér stað undanfarin ár, og fengið hafa alþjóða viðurkenn- ingu. Hér hefur þó eingöngu verið um útfærslu fiskveiðilögsögu að ræða, en nú eru þjóðir heims farnar að ræða um eignaskiptingu sjálfs hafsbotns úthafanna. Það er staðreynd að við erum þegar farnir að gera tilkall til botn- lendna langt suður og norður í höfum, ef svo má að orði komast. Fáa hefði grunað fyrir nokkrum árum, að við ættum eftir að lenda í raunverulegum landamæradeil- um við Breta, en sú virðist nú orðin raunin á, þegar við munum hugsanlega gera tilkall til hluta landgrunns eyðiskersins Rockals, en þann klett hafa Engilsaxar þegar eignað sér, og ætla sér nú undirstöðu hans alla. Sama er uppi á teningnum með Jan Mayen og Norðmenn. Sumum hefur fundist þær landvinningahugmyndir, sem hafréttarfulltrúar okkar hafa gælt við, bera nokkurn keim af græðgi. Þegar maður sér uppdrætti af þeim „ný“-lendum, er hugsanlega gætu lent í okkar eign, og spanna meginhlutann af Norður-Atlants- hafinu, liggur við að maður fari hjá sér af þeirri hugsun einni, að við, þessi litla þjóð, ætlum að slá eign okkar á svo víðfeðm haf- svæði. Svo er að sjá, sem nú sé hafið nýtt nýlendukapphlaup um hin ónumdu landsvæði undirdjúp- anna, og virðast þar sumir ætla sér drjúgan skerf. í hungruðum heimi. þar sem fjöldi manna býr við skort. sýnist sumum, sem hin- um ónýttu auðæfum úthafanna ætti að skipta jafnt milli jarðar- búa. Þótt slíkur hugsanagangur sé að sönnu göfugur. er hann víst enn óraunhæfur. Það virðist því ekki annað fyrir okkur að gera, en taka þátt í kapphlaupinu, á þeim for- sendum að annars sölsi ná- grannaþjóðirnar undir sig Norð- ur-Atlantshafssvæðin. Enn eru þessar nýju botnlendur ekki orðnar okkar. Það væri því ekki úr vegi að staldra við á þess- um tímamótum og ígrunda stjórn okkar og nýtingu á þeim auði og lendum, sem við þegar eigum, en það er lífríkið innan 200 míln- anna. Sá auður er mikill og lend- urnar víðfeðmar um það geta menn verið sammála. Um núver- andi nýtingu og væntanlega hafa menn og verið sammála í orði, þ.e. að hún skyldi vera sem skynsam- legust. Eðlileg og rétt nýting út- hafanna kallar á staðgóða þekk- ingu á þessum svæðum, auði þeirra og eðli, sem ekki verður fengin öðruvísi en með rannsókn- um. Við íslendingar höfum á síð- ustu 20—30 árum veitt stöðugt meira fé til hafrannsókna. Skip og VÍKINGUR 17

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.