Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1980, Qupperneq 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1980, Qupperneq 20
jafnmörgum vinnustöðum í landi til samanburðar. Ekki reyndist þó unnt að fá nema 4 útgerðarfyrir- tæki og 3 verksmiðjur til viðbótar til þátttöku. Af togurunum 5 voru 3 gerðir út frá Reykjavík, en 2 utan höfuð- borgarinnar. Á móti hverjum tog- ara var valin verksmiðja í sama sveitarfélagi nema þeim fimmta, Reykjavíkurtogara, er engin verk- smiðja fékkst á móti. Á móti hverjum togarasjómanni var val- inn starfsmaður í viðkomandi verksmiðju, þannig að aldur, menntun og ábyrgð í starfi væri sem allra líkust. Sjómennirnir voru skoðaðir um borð í skipunum í upphafi veiði- ferðar. Hver þeirra fyllti út spurningalista um almennt heilsufar og fór síðan til læknis er kannaði heilsufarssögu hans og gerði læknisskoðun. Hver sjó- maður svaraði einnig spurningum um félagsfræðileg og sálfræðileg atriði. Verksmiðjustarfsmennirnir voru einnig skoðaðir á vinnustað og í vinnutíma. Var farið að öllu á sama veg og við togarasjómenn- ina. Áhafnir togaranna 5 voru alls 116 menn, en í samanburðarhóp- unum voru alls 81 verksmiðju- starfsmenn. Meðalaldur sjómannanna var 33.8 ár, en landmannanna 34.1 ár. „Sjómannakonumar vinna sjaldnar utan heimilis. Segja má að allar aðrar heimilis- þarfir en tekjuöflun hvíli fyrst og fremst á herðum þeirra. Það er því ekki að furða, að þær líti oftar á sig sem for- svarsmann heimilisins. Þær taka einnig meiri þátt í félags- lífi en konur í samanburðar- hópnum. Tengsl þeirra við stórfjölskylduna beinast frem- ur að þeirra eigin skyldmenn- um. Staða sjómannskonunnar innan fjölskyldunnar verður því að teljast sterk og áhrifa- mikil, en jafnframt krefjandi. Eiginmaðurinn og starf hans er þó einnig þýðingarmikið fyrir fjölskylduna alla. í mörg- um fjölskyldunum var fylgst vel með fréttum af veðri og veiðiskap, svo og hinni al- mennu umræðu í fjölmiðlum um fiskveiðar og fiskvinnslu. Sumar eiginkvennanna og bamanna höfðu verið um borð í togaranum með eiginmann- inum, stundum farið í siglingar og unglingar í fjölskyldunni stundum unnið um borð. Al- gengt var, að hjónin töluðu saman í síma, svo sem einu sinni til tvisvar í veiðiferð, en mjög sjaldan oftar og af ein- hverjum orsökum virtist til- hneiging til að halda tölu slíkra símtala í lágmarki, lík- lega vegna þess, hve aðstæður til persónulegra tjáskipta með þessu móti eru slæmar.“ Helga Hannesdóttir Jón G. Stefánsson „í þessu prófi má sjá að sjómennirnir eru spenntari, útkeyrðari, en hafa einn- ig meira félagslegt næmi og tillitssamari framkomu við aðra en landmennimir, þótt margir mundu trúlega búast við hinu gagnstæða. Einnig má sjá tilhneigingu hjá þeim til meiri kvíða og meiri tilfinn- ingasveiflna.“ Gylfi Ásmundsson Ekki var tekið tillit til hjúskap- arstéttar við val samanburðar- hópsins en fram kom að fleiri einhleypir og fráskildir eru meðal togarasjómannanna. ★ SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA BORGARTÚNI 18 -105 REYKJAVlK PÚSTHÓLF 757 - SlMI 28577 Sjómenn beinið viðskiptunum yðar í yðar eigin peningastofnun. Afgreiöslutími kl. 09.15—16.00 aUa daga nema fímmtudaga frá kl. 09.15—18.00 20 VÍKINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.