Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1980, Blaðsíða 59

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1980, Blaðsíða 59
Umsjónarmaður: Helgi Hróbjartsson H)AMTEINAR Danska sjómannakirkjan í Hull er eina norræna sjómannakirkjan í þeirri borg. Hún er á góðum stað og blasir við þegar farið er frá löndunarbryggjunum inn í borg- ina. Þeir íslensku sjómenn sem koma með togurum og fiskiskip- um til löndunar og eiga leið inn í borgina ganga yfirleitt framhjá þessari kirkju. Danska sjómannakirkjan er rekin af sjómannastarfi innan þjóðkirkjunnar dönsku og hefur starfað í 103 ár. Var hún í upphafi eins konar áningarstaður fyrir Dani og aðra Norðurlandabúa á leið þeirra til Ameríku. Eftir síðari heimsstyrjöldina var kirkjan endurbyggð. — Þegar komið er inn kemur maður fyrst inn í setu- stofuna þar sem hægt er að fá sér kaffi, þar eru einnig minjagripir og sælgæti til sölu. lnn af setu- stofunni er sjónvarpsstofa og bókasafn. Á annarri hæð eru ýrnis leiktæki t.d. borðtennisborð, bil- jardborð, bobborð o.fl. sem menn geta skemmt sér við. — Inn af setustofunni er svo kapellan sem notuð er fyrir samkomur og messugjörðir. Séra Henrik Fossing, sem starf- ar þarna sem sjómannaprestur, tók mér mjög vel þegar ég kom þar í fyrrasumar og sagði mér velkomið að bjóða íslenskum sjó- mönnum í kirkjuna og nota sér alla þá aðstöðu sem Danir geta boðið upp á. — Eitt kvöldið voru t.d. samankomnir þarna 20 ís- lendingar af 2 togurum. Allir undu sér vel og daginn eftir var farið í útsýnisferð í kirkjurútunni. Þegar næsti sunnudagur svo rann upp var haldin íslensk guðsþjón- usta, sennilega í fyrsta sinn í þeirri kirkju. Nokkru seinna urðu 2 ís- lenskir sjómenn strandaglópar. Þeir voru í okkar umsjá í 3 daga, og var þá hægt að senda þá með öðru íslensku skipi heim til ís- lands. Var þetta rnjög eftirminni- legur tími og sú hugsun fyllti hugann að gott væri „ef við ættum slíka staði, sem væru alíslenskir“. í Hull kynntist ég íslenskri ekkju, Guðrúnu Eiríksdóttur frá Leiru (v/Keflavík) sem var gift enskum manni. Hún hefur dvalist í Hull frá 1922. Guðrún hefursótt dönsku sjómannakirkjuna alla tíð. Hún hefur einnig verið þeim í dönsku kirkjunni innan handar þegar þurfti á túlk að halda. Sagði Guðrún mér að hún hefði líka dvalist tvö ár í Baltimore og unnið þar á sjómannastofu. Sennilega rnuna margir íslenskir sjómenn eftir þessari konu. 59 Danska sjómannakirkjan í Hull VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.