Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1980, Síða 59

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1980, Síða 59
Umsjónarmaður: Helgi Hróbjartsson H)AMTEINAR Danska sjómannakirkjan í Hull er eina norræna sjómannakirkjan í þeirri borg. Hún er á góðum stað og blasir við þegar farið er frá löndunarbryggjunum inn í borg- ina. Þeir íslensku sjómenn sem koma með togurum og fiskiskip- um til löndunar og eiga leið inn í borgina ganga yfirleitt framhjá þessari kirkju. Danska sjómannakirkjan er rekin af sjómannastarfi innan þjóðkirkjunnar dönsku og hefur starfað í 103 ár. Var hún í upphafi eins konar áningarstaður fyrir Dani og aðra Norðurlandabúa á leið þeirra til Ameríku. Eftir síðari heimsstyrjöldina var kirkjan endurbyggð. — Þegar komið er inn kemur maður fyrst inn í setu- stofuna þar sem hægt er að fá sér kaffi, þar eru einnig minjagripir og sælgæti til sölu. lnn af setu- stofunni er sjónvarpsstofa og bókasafn. Á annarri hæð eru ýrnis leiktæki t.d. borðtennisborð, bil- jardborð, bobborð o.fl. sem menn geta skemmt sér við. — Inn af setustofunni er svo kapellan sem notuð er fyrir samkomur og messugjörðir. Séra Henrik Fossing, sem starf- ar þarna sem sjómannaprestur, tók mér mjög vel þegar ég kom þar í fyrrasumar og sagði mér velkomið að bjóða íslenskum sjó- mönnum í kirkjuna og nota sér alla þá aðstöðu sem Danir geta boðið upp á. — Eitt kvöldið voru t.d. samankomnir þarna 20 ís- lendingar af 2 togurum. Allir undu sér vel og daginn eftir var farið í útsýnisferð í kirkjurútunni. Þegar næsti sunnudagur svo rann upp var haldin íslensk guðsþjón- usta, sennilega í fyrsta sinn í þeirri kirkju. Nokkru seinna urðu 2 ís- lenskir sjómenn strandaglópar. Þeir voru í okkar umsjá í 3 daga, og var þá hægt að senda þá með öðru íslensku skipi heim til ís- lands. Var þetta rnjög eftirminni- legur tími og sú hugsun fyllti hugann að gott væri „ef við ættum slíka staði, sem væru alíslenskir“. í Hull kynntist ég íslenskri ekkju, Guðrúnu Eiríksdóttur frá Leiru (v/Keflavík) sem var gift enskum manni. Hún hefur dvalist í Hull frá 1922. Guðrún hefursótt dönsku sjómannakirkjuna alla tíð. Hún hefur einnig verið þeim í dönsku kirkjunni innan handar þegar þurfti á túlk að halda. Sagði Guðrún mér að hún hefði líka dvalist tvö ár í Baltimore og unnið þar á sjómannastofu. Sennilega rnuna margir íslenskir sjómenn eftir þessari konu. 59 Danska sjómannakirkjan í Hull VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.