Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1980, Page 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1980, Page 42
strendinginn sem át 9 egg? Svo morguninn eftir sagði hann: Þetta eru alveg ónýt egg, það virkuðu ekki nema sjö. Óli hlær. Svo fer hann aftur að síga. Bjarni slakar, heldur við vaðinn með einn snúning utan um kopp sem festur er við drifið á dráttar- vél. Hann á þessa dráttarvél; hún er notuð til að draga sigmanninn upp. Hinir mennirnir eru að flökta með brúnum að finna sér snös til að gægjast niður í bjargið og fylgjast með sigmanni fikra sig niður. Það er breið sylla ofan við mitt bjargið. Þar staldrar Óli lengst við, því að þar eru nokkuð stór langvíusátur. Fugl á eggi felur það undir kviði sér, milli fóta, og horfir að berginu, eins og hann eigi alla staðfestu sína í þessum stöllótta steinvegg. Einstaka fugl vill ekki yfirgefa eggið sitt þótt sigmaður nálgist, og Óli verður að stjaka við honum með prikinu til að ná egg- inu. Þá flýgur hann eins og hinir. Svo þegar þessi rándingull er horfinn frá, kemur fuglinn aftur, sest, en á nú ekki lengur staðfestu í bergi; hann horfir frá, út á hafið. Þarna á hafinu situr líka mergð af fugli, geldfugl, líklega ungfugl sem enn er ekki farinn að festa ráð sitt. Þeir fengu 900 egg þennan dag, svartfuglaegg. Það var reyndar bara hálfur dagur. Skeglan er ekki orpin enn. Grímseyingar síga líka eftir skeglueggjum, seinna. Nú orðið er matarforðinn í bjarginu ekki nýttur svipað því eins mikið og gert var áður fyrr. Óli Bjarna- son, faðir Óla sigmanns sagði mér svo frá bjargferðum í gamla daga: „Ef tíðarfar var sæmilegt settist fuglinn að svona um miðjan mars. Þá var byrjað að skjóta í bjarginu; menn skutu bæði af brún og eins að neðan. Svo var farið að síga svona seinnipartinn í maí. Það var sigið þrisvar sinnum. Svartfuglinn VÍKINGUR Á Miðgarðabjargi 27. maí 1980. F.v.: Stefán og Ingólfur Árnasynir, Óli Ólason, Bjami Magnússon, Páll Jónsson og Arnar Sigtýsson. Þeir Arnar, Ingólfur, Páll og Stefán eru allir frá Akureyri. Signiaðurinn í þann mund að hverfa niður fyrir brúnina. Hann keniiir fyrir stokk á brúninni sein vaðiirinn leikur á. tómleiki lengur, heldur lífsfylling í limaburði og fasi. Veiðimaður á hjara heims sækir gnótt fanga í ríki sitt, eins og faðir hans og allir forfeður. Þetta ríki, svo gjöfult að digur kóngur austanhafs festi á því ágirndarauga, því að hér mátti fæða her manns. — Mikill djöfull er af fugli í bjarginu, segir hann og fer að baksa við að hella eggjum úr hempunni. Yfir 200 egg koma úr þessu sigi. — Já, það er mikið af fuglinum, segir Bjarni Magnússon. Hann er hreppsstjóri og hefur heimildir á eggjatöku hér í prestsbjarginu. Miðgarðar eru kirkjujörð og voru prestssetur. — Það er miklu meira af fugli nú en þegar ég man fyrst eftir. Og álkan er að aukast svo mikið. Og svo fáum við okkur allir egg. Þau eru glæný, enda sigið hér fyrir 10 dögum. Við brjótum á þeim og súpum hrátt úr skurninu. Óli hlær. — Þetta er fjörgandi maður, segir hann og hnippir í Stefán. Stefán: Allt í lagi, maður kemur heim í kvöld. Óli: Hafið þið heyrt um Horn-

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.