Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1980, Side 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1980, Side 47
Þetta var hér að vestanverð- unni, frammi af Sandvíkinni og inn á móts við Flesjarnar, alveg óskaplegur landburður, menn tví- og þrí- og fjórhlóðu þessa litlu báta. Þetta stóð nokkur ár, fram yfir 1930. Svo aftur síðar fara menn að róa hér allan veturinn, með línu og færi, það eru fá ár síðan menn fóru að nota net. Það var alltaf fiskur. Ég man aldrei eftir því að hér hafi verið alveg fisklaust, og það bjargaði nú mörgum hérna. Það var stutt að fara að fá nýmeti og þess þurfti, því að það get ég sagt þér að það bar töluvert mikið á skyrbjúg þegar ég kom hér út. Það var sáralítið um mjólk þá. Verslun við útlendinga bjargaði okkur — Ég byrjaði að róa hér að vetrarlagi um 1920, fyrst á árabát, en svo 1929 eignaðist ég trillu. Það var mikill munur. Þetta var ekki mikill afli sem fékkst, fyrr en kom fram á. En manni varð talsvert úr þessu. Aflinn var hertur — þetta var mest þorskur. Ef maður var heppinn með verkun, þá var tölu- verð eftirspurn eftir harðfiskinum. Svo aftur á sumrin fengum við mikið af lúðu. Sumar voru stórar. Sú stærsta sem ég fékk var um 250 kíló. Það var myndarlegur fiskur. Við fengum mjög mikið af henni á færi og eins á haukalóð. — Meðan útlendingarnir voru hérna mikið, bæði Svíar, Norð- menn og Finnar, sóttust þeir mik- ið eftir að fá hjá okkur lúðu. Maður gat fengið ýmislegt hjá þeim í staðinn, kol, kartöflur, sykur og ýmislegt fleira sem okkur vanhagaði um. Þessi verslun við útlend skip bjargaði okkur Grímseyingum, mörgum hverj- um. Töluvert mikil búbót af henni. Við seldum þeim líka kjöt, við áttum það mikið af kindum, þessum þjóðum sem ég nefndi. Svo voru Færeyingar. Hver einasti VÍKINGUR bóndi hér hafði töluvert stóra ís- gryfju og seldi Færeyingum ís. Þeir voru með frystikassa um borð og geymdu þar síld. Fyrir ísinn fengum við færi, króka, tauma- garn og svo mikið af skotfærum. Þetta var nú litið hornauga af yfirvöldum. Þeir settu tollþjón á okkur eitt sumarið. Já, já, þeir voru hræddir um að við værum eitthvað að brasa við að smygla brennivíni. Óli smyglar sveskjum og rúsínum — Ég skal segja þér eina skrýtlu í sambandi við þetta. Það var þannig að ég var á reknetum á mótorbát sem ég átti þá, 8 tonna bát. Hann hafði hérna lítinn fær- eyskan bát, tollþjónninn, sem hann var að skrölta á í skipin. Ég var þá búinn að semja við fær- eyskt skip um að færa mér einn kassa af rúsínum og annan af sveskjum, áður en hann færi heim til sín úr túr. Svo kemur skipið. Hann hafði helvíti góðan kíki, tollarinn, og sá númerin á skip- unum býsna langt til. Nema þegar ég kem út á bryggjuna og er að fara frá, þá segir hann við mig hvort ég vilji ekki slefa sig hérna um borð í skip, segist halda að það sé að koma frá Færeyjum. Ég hélt nú ekki, ég færi nú ekki að trans- porta með hann aftan í, hann hefði víst gott af því að róa þenn- an spöl. Þetta voru víst um tvær mílur í skipið. Svo leggur hann af stað, og við komum á eftir og stímum svoleiðis framúr honum að það er rétt árafrítt og um borð í skipið, tökum kassana. Hann sá ekkert hvað við vorum að gera. Og svo fer ég bara mína leið hér lengst austur í djúp að láta reka. Um morguninn þegar við komum úr driftinni, þá liggja margir bátar og trillur hérna fyrir okkur að fá síld við Flesjarnar. Ég segi við einn gamlan mann: „Gerðu bón mína,“ — hann átti heima á syðsta bænum í Grenivík — „taktu þessa kassa fyrir mig og skjóttu þeim í land“. Ég hafði grun um að hann mundi kannski kíkka niður í bát- inn þegar við kæmum að. Já, já, þetta var nú sjálfsagt. Svo fer ég að bryggju, og hann stendur þar í úníforminu og varð nú heldur lítið um kveðjur, he, he. Hann sagðist ætla að fá að kíkja hérna svolítið oní bátinn hjá okkur. Já, við héldum að hann mætti nú gera það, og hann leit fyrst oní iestina, þá lúkarinn, svo niður í vélarrúm, og ég get sagt þér að þau voru farin að verða hálf ljót fötin hans, úníformið, þegar hann var búinn að leita, og fann auðvitað ekki neitt. Ha, he. Tíndu síld úr sjónum með berum höndum — Ég skal segja þér hérna eina furðusögu. Hún er ótrúleg, en við erum enn þrír á lífi sem vorum viðriðnir þennan atburð. Þetta hefur verið svona 1924—25, eitt- hvað svoleiðis. Við erum hér á sjó á tveimur árabátum, í suðvestur frá eyjunni, tvær—þrjár sjómílur. Blankalogn og heiðskírt veður, ósköp gott. Það hefur verið svona tíu mínútna róður milli bátanna. Þá sjáum við það allt í einu að annar maðurinn á hinum bátnum fer fram í, fram á stefni, en hinn stendur í andófinu og hefur árar úti og er eitthvað svona að færa bátinn svolítið til. Okkur var ómögulegt að láta okkur detta í hug hvað mennirnir væru að gera þarna. Svo við förum að halda í áttina til þeirra. Þegar við komum að þeim, þá eru þeir búnir að tína þarna 24 eða 26 síldar með berum höndum. Þeir gáfu okkur 6 stykki, he, he. Ég veit ekkert annað dæmi um að menn hafi getað tínt síld með berum höndum úr sjónum. Hún var svona spök. Þetta yar bara smápeðra. Þær bara virtust liggja svona spakar. — En ég get sagt þér annað. Ég 47

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.