Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1980, Qupperneq 53

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1980, Qupperneq 53
Skólaslit stýrimanna- skólans í Reykjavik Stýrimannaskólanum í Reykja- vík var slitið í 89. sinn 23. maí. í skólanum voru voru 156 nemend- ur þegar flestir voru. Auk þess var 1. stigs deild á ísafirði í tengslum við Iðnskólann þar. Utan venjulegrar stundaskrár voru haldin nokkur námskeið við skólann svo sem brunavarnanám- skeið á vegum Slökkvistöðvarinn- ar og verkstjórnarnámskeið á vegum Iðntæknistofnunar ís- lands. Auk heilsufræðikennsl- unnar í skólanum fengu nemend- ur að fylgjast með aðgerðum á slysadeild Borgarspítalans. Enn- fremur fóru nemendur 2. og 3. stigs æfingaferðir með varðskip- um ríkisins. Prófi 1. stigs luku samtals 60 nemendur auk 8 á ísafirði. Prófi 2. stigs luku 70 og prófi 3. stigs 29. Efstur á prófi 3. stigs var Valur Símonarson, 9.57, og hlaut hann verðlaunabikar Eimskipafélags íslands, farmannabikarinn. Efstir á prófi 2. stigs voru Hólmsteinn Bjömsson og Viðar Ásmundsson Ólsen með 9.88 og báru þeir brott á milli sín verðlaunabikar Öld- unnar, Öldubikarinn. Landssam- band íslenskra útvegsmanna veitti verðlaun fyrir hæstu einkunn í siglingafræði, fiskimanni á 2. stigi og hlaut þau Páll Ægir Pétursson, klukku með loftvog. Bókaverðlaun úr Verðlauna- og styrktarsjóði Páls Halldórssonar skólastjóri hlutu eftirtaldir nem- endur. Á 3. stigi: Halldór Benóný Nellet, Tryggvi Gunnar Guð- mundsson og Valur Símonarson. Á 2. stigi: Aðalsteinn Arnar Hall- dórsson, Ágúst Aðalsteinn Ragn- VÍKINGUR arsson, Barði Ingibjartsson, Friðrik Jón Arngrímsson, Guð- laugur Ágústsson, Hólmsteinn Björnsson, Páll Ægir Pétursson, Sigtryggur Gíslason, Sigurður Vilhjálmsson, Sverrir Hans Kon- ráðsson og Viðar Ásmundsson Ólsen. Bókaverðlaun Jyrir góða frammistöðu í dönsku veitti danska sendiráðið þeim Val Símonarsyni á 3. stigi og Pétri Daníel Vilbergssyni og Viðari Ásmundssyni Ólsen á 2. stigi. Eftir afhendingu skírteina á- varpaði skólastjóri nemendur og brýndi fyrir þeim að gæta þeirrar ábyrgðar sem fylgir því að taka að sér stjórn á skipi. Viðstaddir skólaslit voru mjög margir eldri nemendur skólans og færðu honum gjafir. Af hálfu 50 ára nemenda talaði Sigurður Guðjónsson. Þeir gáfu fjárhæð í Styrktarsjóð nemenda til minn- ingar um látna skólabræður og kennara. Af hálfu 30 ára nemenda talaði Sigurður Óskarsson. Gáfu þeir fjárhæð í Minningarsjóð Friðriks Ólafssonar skólastjóra. Orð fyrir 25 ára nemendum hafði Guðjón Reynisson. Þeir gáfu skólanum fjárhæð til ráðstöfunar að eigin óskum. FYrir 20 ára nemendur talaði Gunnar Arason. Þeir gáfu skólanum málverk eftir Jón E. Gunnarsson til minningar um látinn skólabróður, Pétur Jóhannsson. Af hálfu 10 ára far- manna talaði Helgi ívarsson. Þeir ásamt þeim sem voru í öldunga- deild skólans fyrir 15 árum gáfu skólanum Loran C staðarlínu- tæki. Fiskimenn 10 ára gáfu fjár- hæð í Tækjasjóð skólans. Orð fyrir þeim hafði Bjarni Sveinsson. Jón- as Þorsteinsson frá Akureyri færði skólanum ljósrit af Siglingafræði Einars Ásmundssonar í Nesi frá sér og syni sínum. Siglingafræði þessi er handskrifuð og er önnur elsta siglingafræði sem samin hef- ur verið á íslensku. Núverandi nemendur færðu Styrktarsjóði fjárhæð, ágóða af skólaverslun. Að lokumþakkaði skólastjóri gestum komuna og gjafir sem skólanum höfð verið færðar. Lét hann í ljós sérstaka ánægju sína yfir heimsókn eldri nemenda. Þá þakkaði hann kennurum, skóla- nefnd og prófdómendum störf þeirra og góða samvinnu á liðnu skólaári og sagði skólanum slitið. Þessir luku prófi: 3. stig: Aðalsteinn Freyr Kárason, Bjarni Sæberg Þórarinsson, Einar Hjaltason, Einar Helgi Kjartans- son, Guðmundur Skúlason, Gunnar Valgeirsson, Gunnar Þorláksson, Halldór Guðbjörns- son, Halldór Benóný Nellet, Hall- dór Ólafsson Zoéga, Haraldur Jónasson, Jóhannes Ellert Eiríks- son, Jón Snæbjörnsson, Magnús Guðjónsson, Oddur Magni Guðmundsson, Ólafur Einarsson, Ómar Örn Karlsson, Páll Garðar Andrésson, Páll Breiðfjörð Eyjólfsson, Ragnar Eyjólfsson, Sigurbjörn Ólafur Ragnarsson, Sigurður Ólafsson, Slgurður Þórðarson, Sigurpáll Sigurbjörns- son, Sveinn Skúlason, Tryggvi Gunnar Guðmundsson, Tryggvi 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.