Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Síða 62

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Síða 62
þú ekki túlípanailminn, þetta angar einsog Hollensk heimasæta. Lási skrúfaði draslið sarnan, gætti þess að losa kallinn og lokaði skil- vindunni. Þá gangsetti hann aftur. skolaði út með heitu vatni. Þetta voru alltaf söntu handtökin og hann snéri sér að smurolíuskilvindunni. Hún var alltaf eins, innan í henni þykk gúmmíkennd drulla sem varð að skera burt. Þegar verkinu var lokið var komin væn hrúga af olíusora og óhreinum tuskum í föturnar, þessu varsvo hent í sjóinn og ekki alltaf gætt þess að skipið væri utan mengunarlögsögu. Stundum hugleiddi Lási þetta urn leið og hann hellti úr fötunum í hafið. Nú var vinnudeginum lokið, Lási þvoði sér unt hendurnar niðri í vélar- rúrni en smurolíu og svartolíudrullan sat föst undir nöglunum og var eins og gróin inn í hendurnar, hann yppti öxlum. það tók nokkra daga í landi að verða hreinn. Lási var kontinn upp og lokaði hurð vélarrúmsins eftir sér og gekk þessi tvö skref inn ganginn að dyrum klefa síns. Klefinn var heimili hans á sjón- unt og hann hafði búið sæmilega um sig, var með myndir á veggjum, segulband og útvarp, nokkrar góðar bækur í hillunni og gifsengil gylltan á veggnum, honum þótti vænt um eng- ilinn sent hann hafði keypt ein jólin í Finnlandi. hann minnti hann á heirn- ilið fyrir vestan. Lási setti dyrnar á krók, það var svona eins og tákn um að strákarnir væru velkomnir til að spjalla. Ef dyrnar voru lokaðar en ljós sást út um loftristina neðan á hurðinni þá þýddi það að viðkomandi var vak- andi. var að lesa og vildi eins vera í friði, þá komu ekki nema bestu félag- arnir inn. Lokaðar dyr eða á krók og myrkur þýddi svo að maðurinn var sofnaður og þá voru það bara harðsvíruðustu óróamenn sem bönkuðu og buðu upp á sjúss. Þeir voru þá komnir í það og vantaði félaga til að tala við, það leit- aði stundum eitthvað svo sterkt á heilann eða hjartað að ntenn urðu að fá útrás og Lási komst að því að sumir þessir ntenn sem stóðu eins og klettar við vinnu við hinar erfiðustu aðstæð- ur, notuðu stórog kraftmikil orð, létu hvergi á sér bilbug finna, þeir gátu orðið undur viðkvæntir á þriðja eða fjórða glasi í félagsskap góðs vinar. Þessi þrjú ár sem Lási var búinn að stunda siglingar hafði hann komið í hafnir unt Evrópu og jafnvel komist til Ameríku og glansinn var farinn af ævintýrinu. Það varð að vera ákaflega einbeittur maður sem gat forðast búllurnar og gleðihúsin. Fríin sem þeir höfðu í landi voru ekki fallin til þess að stunda menningarsamkomur, söfn eða skoða nterkileg ntannvirki. Þeir höfðu frí á kvöldin og þá var flest lokað og eins hitt að koma í höfn og stansa þar einn eða tvo daga var ekki nóg til þess að kynnast því sent um var að vera eða finna nterkilega staði. Bjórbúllurnar og gleðihúsin voru aftur á móti alltaf innan seilingar og útkoman var sú að sjaldan varð ferðin í land lengri en á næsta slíkan stað. Þetta varð með tímanum tómlegt og skildi ekkert eftir nema í versta falli timburmenn og rnóral næsta dag ef farið hafði verið yfir strikið. Skemmtun hinna sem ekki fóru í land en undu um borð við lestur eða myndbandasýningar, var svo sú dag- inn eftir að lýsa ástandi, tilburðum eða yfirlýsingum hinna drukknu fé- laga sinna er þeir komu unt borð. Lási var farinn að þreytast á að fara í land og núna eftir að skipið var komið á áætlun var það líka nærri óhugsandi, með gámum og nýrri tækni var lestun og losun framkvæmd í þeirn flýti að ekki var stansað nema nokkra klukkutíma og sjaldan yfir nótt, næturnar voru notaðar til að sigla ntilli áætlunarstaðanna. Þetta var orðið stanslaust kapphlaup, lest- un, losun, sjóbúnaður, endar, þá vaktir og svo allt upp aftur og aftur, það var naumast orðinn nokkur tími til að þrífa og mála skipin en þetta kom verst niður á dekkliðinu, starf vélaliðsins var reglulegra, hinn stutti stans breytti í starfi helst því að erfið- ara var að skipuleggja nauðsynlegar viðgerðir. Að vera á áætlun þýddi ntiklu meira stress og samskipti mannanna í frítímum urðu rninni, ef dekkmenn áttu frí, voru þeir dottnir útaf sofandi, komust ekki einu sinni alltaf nidur í klefa sinn, fannst jafnvel ekki taka því. Þeir voru á heimleið, suður undan Færeyjum, voru að fara upp á Fær- eyjabankann. við nýliðana sögðu þeir, hér er alltaf vont í sjóinn og svo vill velta svo andskoti mikið þegar verið er að fara upp á bankann eða niður af honum, það gera sko brekkurnar, jæja er það sögðu nýliðarnirog urðu hugsi. Lási átti frí, það var sunnudagur og hann fékk sér bjór, Nonni garnli, einn vélstjórinn kom í heimsókn og þeir settu harmonikuspólu á bandið. Lása þótti vænt um Nonna gamla og það var gaman að ræða við hann. Nonni hafði ungur yfirgefið sveitina eins og Lási en hún hélt svo fast að alltaf þegar Nonni var korninn á þriðja glas ræddi hann helst ekkert annað en bú- skap, engin blaðagrein um búskap eða nýjungar fór framhjá honurn, á ströndinni átti hann það til að hverfa og er hann birtist aftur kom í ljós að hann hafði farið í sláturhúsið, kaup- félagið, nýtt refabú, svína- eða hænsnabú eða jafnvel í frystihúsið og alltaf kom hann meðeinhverjarfréttir urn þennan eða hinn búskapinn eða þessa nýju búgrein loðdýraræktina. Hún var honum afar hugleikin enda hafði faðir hans haft nokkur dýr á sínum tíma. Hann lifði þannig í þrem heimum, vélinni í starfi, heima á gamla bænum að hluta og að hluta í nýjungum og tækni nútímabúskapar. Áhugi Nonna á loðdýrarækt hafði kveikt forvitni Lása og hann hafði í Noregi komist yfir bækur um þetta efni og þeir félagarnir ræddu þetta frant og aftur. Nonni hvatti Lása, blessaður vertu drengur, þú ferð ekki að festast til sjós, égerorðinn of gamall til aðfara íland en þú getur enn hætt og hefur að- stöðuna, jörðina fyrir vestan og ekki nema sjö kílómetrar í næsta pláss og þar er bæði fiskvinnsla og sláturhús. Þú þarft ekki að vera með nema 70 til 80 læður, það er á við meðalbú. Lási lá lengi andvaka eftir að Nonni var farinn inn til sín og þegar hann sofnaði dreymdi hann slor og gor minka og refi. Þeir voru undan Dyrhólaey og söx- uðu móti vestanáttinni, Mýrdalurinn blasti við, þarna voru blómlegar 62 VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.