Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Blaðsíða 18
Nýtt stór- flutningaskip M/S LAGARFOSS hiö nýja stór- flutningaskip EIMSKIPS kom til landsins 10. september meö full- fermi af rafskautum fyrir Álverk- smiöjuna í Straumsvík. Þetta nýja skip var smíðað í Þýskalandi árið 1977 og var afhent fyrsta þessa mánaðar í Hamborg. Skipió hefur 4000 tonna burðar- getu, en lestarrými er 225 þúsund rúmfet. Lengd 93 metrar og breidd 14.5 metrar. Aöalvél skipsins er af MAK gerð og er ganghraði þess 14 mílur á klst. Þá eru og á skipinu tveir 15 tonna kranar sem geta saman lyft 30 tonnum. Kaupverð skipsins var um 100 millj.ísl. króna, en skipið er þriðja stærsta skip í eigu Eimskips á eftir ekjuskipunum m/s Álafoss og m/s Eyrarfoss. Fyrirhugaö er að verkefni skips- ins veröi aðallega á sviöi stórflutn- inga, svo sem flutninga á sjávaraf- urðum, byggingavörum og flutn- ingar fyrir stórióju. Þá verða nokkr- ar breytingar gerðar á skipinu sem koma til meö að gera þaó mun fjöl- hæfara en það nú er. Breytingar þessar er koma til meö aö fara fram í október n.k., eru m.a. fólgnar í styrkingu botns skipsins til sér- stakra þungaflutninga, lestar skipsins verða gerðar box-laga og einangraöar, auk þess sem kæli- vélar veröa settar í skipið til flutn- ings á saltfiski. Þá veróur og hægt að hafa í skipinu milliþilfar sem eykur á hentugleika þess til að flytja mismunandi farma. I’ skipinu verða þverskips skilrúm til aö skipta lest- um, og auka þannig á möguleika á því aó flytja ólíkar vörutegundir í sömu ferð, og ná þannig betri nýt- ingu í rekstri skipsins. Auk stór- flutninga getur skipið annast gámaflutninga og er það sérstak- lega útbúið til slíkra flutninga. Skipstjóri m/s Lagarfoss er Haukur Dan Þórhallsson og yfirvél- stjóri Guðfinnur Pétursson. Ferskur fiskur með flutningaskipum Fyrirtækið Fiskafurðir hóf íjúnísl. sölu á ferskum fiski á fiskmörk- uóum í Bretlandi og Þýskalandi. Fiskurinn er fluttur út með flutn- ingaskipum í einangruðum plast- körum meó loki, sem sett eru inn í tólf feta þurrgám. Að sögn Péturs Kjartanssonar hjá Fiskafuróum, hefur þessi aóferó reynst prýðis vel og auðvelda körin mjög vinnu viö að koma fisknum í gámana, því þau eru tekin af vörubílspalli og sett inn í þá meö lyftara. Fiskurinn hefur haldist vel ísaður þó ekki sé hann fluttur í frystigámum, en yfirleitt líó- ur vika frá því honum er landað og hann ísaður í körin hér á landi, þar til hann kemur á markað erlendis. Hitar í Evrópu í sumar hafa hins vegar orðið þess valdandi aó fisk- kaupmenn hafa veigrað sér viö að liggja meó miklar birgðir, svo von er á meiri sölu þegar líða fer á haustið. Síðan í júní hefur fyrirtækið selt um 200 tonn af ferskum fiski á þennan hátt, aðallega kola og lúðu. Aðalverkefni fyrirtækisins er hins vegar sala á fiskimjöli, fisk- og þorskalýsi, en af því voru flutt út 12.000 tonn á síðasta ári. Mynd um meðferð á fiski Sjávarútvegsráðuneytið hefur nú látió gera kynningarmynd um þýð- ingu vöruvöndunar um borð í fiski- skipum. Myndin er hluti af kynning- arstarfsemi ráðuneytisins er snýr aö sjómönnum. í myndinni er fjallað um neta- veiöar, línuveiðar og togveiðar og þá þætti sem nauðsynlegt er að hafa í huga til þess að gæði aflans veröi sem best. Þá er fjallað um þá þætti sem or- saka rýrnun vörugæöa og hvernig þeir koma fram í endanlegri afurð. Myndin er tekin um borð í Rifs- nesi SH, Arnari ÁR og Geir Goða GK og sendir ráðuneytið áhöfnum og útgeróaraðilum þessara fiski- skipa bestu þakkir fyrir veitta að- stoð. Um upptöku myndarinnar sá ís- mynd, en handrit aó myndinni gerðu þeir Björn Vignir Sigurpáls- son, Hafþór Rósmundsson og Jónas Bjarnason. Myndin veróur væntanlega sýnd í sjónvarpinu og um borð í öllum fiskiskipum hér á landi í samstarfi við Myndbandadreifingu Sjó- mannasambands íslands. Þá verður myndin afhent Námsgagna- stofnun til afnota og fjölföldunar fyrir skóla, en mikil eftirspurn er eftir slíku námsefni. Fiskvinnslu- skólinn og Stýrimannaskólinn 18 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.