Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Page 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Page 18
Nýtt stór- flutningaskip M/S LAGARFOSS hiö nýja stór- flutningaskip EIMSKIPS kom til landsins 10. september meö full- fermi af rafskautum fyrir Álverk- smiöjuna í Straumsvík. Þetta nýja skip var smíðað í Þýskalandi árið 1977 og var afhent fyrsta þessa mánaðar í Hamborg. Skipió hefur 4000 tonna burðar- getu, en lestarrými er 225 þúsund rúmfet. Lengd 93 metrar og breidd 14.5 metrar. Aöalvél skipsins er af MAK gerð og er ganghraði þess 14 mílur á klst. Þá eru og á skipinu tveir 15 tonna kranar sem geta saman lyft 30 tonnum. Kaupverð skipsins var um 100 millj.ísl. króna, en skipið er þriðja stærsta skip í eigu Eimskips á eftir ekjuskipunum m/s Álafoss og m/s Eyrarfoss. Fyrirhugaö er að verkefni skips- ins veröi aðallega á sviöi stórflutn- inga, svo sem flutninga á sjávaraf- urðum, byggingavörum og flutn- ingar fyrir stórióju. Þá verða nokkr- ar breytingar gerðar á skipinu sem koma til meö að gera þaó mun fjöl- hæfara en það nú er. Breytingar þessar er koma til meö aö fara fram í október n.k., eru m.a. fólgnar í styrkingu botns skipsins til sér- stakra þungaflutninga, lestar skipsins verða gerðar box-laga og einangraöar, auk þess sem kæli- vélar veröa settar í skipið til flutn- ings á saltfiski. Þá veróur og hægt að hafa í skipinu milliþilfar sem eykur á hentugleika þess til að flytja mismunandi farma. I’ skipinu verða þverskips skilrúm til aö skipta lest- um, og auka þannig á möguleika á því aó flytja ólíkar vörutegundir í sömu ferð, og ná þannig betri nýt- ingu í rekstri skipsins. Auk stór- flutninga getur skipið annast gámaflutninga og er það sérstak- lega útbúið til slíkra flutninga. Skipstjóri m/s Lagarfoss er Haukur Dan Þórhallsson og yfirvél- stjóri Guðfinnur Pétursson. Ferskur fiskur með flutningaskipum Fyrirtækið Fiskafurðir hóf íjúnísl. sölu á ferskum fiski á fiskmörk- uóum í Bretlandi og Þýskalandi. Fiskurinn er fluttur út með flutn- ingaskipum í einangruðum plast- körum meó loki, sem sett eru inn í tólf feta þurrgám. Að sögn Péturs Kjartanssonar hjá Fiskafuróum, hefur þessi aóferó reynst prýðis vel og auðvelda körin mjög vinnu viö að koma fisknum í gámana, því þau eru tekin af vörubílspalli og sett inn í þá meö lyftara. Fiskurinn hefur haldist vel ísaður þó ekki sé hann fluttur í frystigámum, en yfirleitt líó- ur vika frá því honum er landað og hann ísaður í körin hér á landi, þar til hann kemur á markað erlendis. Hitar í Evrópu í sumar hafa hins vegar orðið þess valdandi aó fisk- kaupmenn hafa veigrað sér viö að liggja meó miklar birgðir, svo von er á meiri sölu þegar líða fer á haustið. Síðan í júní hefur fyrirtækið selt um 200 tonn af ferskum fiski á þennan hátt, aðallega kola og lúðu. Aðalverkefni fyrirtækisins er hins vegar sala á fiskimjöli, fisk- og þorskalýsi, en af því voru flutt út 12.000 tonn á síðasta ári. Mynd um meðferð á fiski Sjávarútvegsráðuneytið hefur nú látió gera kynningarmynd um þýð- ingu vöruvöndunar um borð í fiski- skipum. Myndin er hluti af kynning- arstarfsemi ráðuneytisins er snýr aö sjómönnum. í myndinni er fjallað um neta- veiöar, línuveiðar og togveiðar og þá þætti sem nauðsynlegt er að hafa í huga til þess að gæði aflans veröi sem best. Þá er fjallað um þá þætti sem or- saka rýrnun vörugæöa og hvernig þeir koma fram í endanlegri afurð. Myndin er tekin um borð í Rifs- nesi SH, Arnari ÁR og Geir Goða GK og sendir ráðuneytið áhöfnum og útgeróaraðilum þessara fiski- skipa bestu þakkir fyrir veitta að- stoð. Um upptöku myndarinnar sá ís- mynd, en handrit aó myndinni gerðu þeir Björn Vignir Sigurpáls- son, Hafþór Rósmundsson og Jónas Bjarnason. Myndin veróur væntanlega sýnd í sjónvarpinu og um borð í öllum fiskiskipum hér á landi í samstarfi við Myndbandadreifingu Sjó- mannasambands íslands. Þá verður myndin afhent Námsgagna- stofnun til afnota og fjölföldunar fyrir skóla, en mikil eftirspurn er eftir slíku námsefni. Fiskvinnslu- skólinn og Stýrimannaskólinn 18 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.