Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1991, Side 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1991, Side 12
Roald Amundsen og fé- lagar á Suðurpólnum skömmu fyrir jól árið 1911. var á ísnum komust þeir ekki ýkja langt en uröu aö snúa viö og tóku þá stefnuna á Franz Jósefsland. Þangað komu þeir sumarið 1895 og höfðu þar vet- ursetu. Voriö 1896 lögðu þeir upp í tveimur samanreyröum kajökum. Ekki höföu þeir lengi siglt þegar þeir mættu enska skipinu Windward sem tók þá um borö og flutti þá til Vardo. 12 VÍKINGUR Til Grænlands Nansen og félögum var tekiö sem þjóöhetjum í Noregi enda höfðu þeir sannanlega drýgt mikla dáö og komið Norð- mönnum aftur í fremstu röð siglingaþjóða. Að auki haföi leiðangurinn ótvírætt vísinda- legt gildi og jók þekkingu manna á Norðurheimskautinu til muna. Það var því mikil stemmning fyrir því að senda Fram í annan leiðangur. Að þessu sinni var leiðangursstjóri Otto N. Sver- drup sem hafði verið skipstjóri í fyrstu ferðinni, auk þess sem hann hafði verið með Nansen í skíðaferðinni þvert yfir Græn- landsjökul árið 1888. Sverdrup ákvað að sigla upp með Grænlandi vestanverðu og freista þess að komast norður fyrir eyna. Það gekk ekki og í staðinn voru könnuð ónumin lönd við norðvestur- odda Grænlands og þar fyrir vestan. Leiðangurinn kortlagði óþekkt landsvæði sem voru eins og þrjú íslönd að flatarmáli og safnaði meiru af steingerv- ingum, bergtegundum og jurt- um en nokkur annar heim- skautaleiðangur hafði gert fram að því. Enn jókst þekking- in á Norðurheimskautinu fyrir tilverknað norskra sæfara. Kapphlaup Amundsens og Scotts Þriðja og síðasta ferð Fram er sennilega sú sögulegasta, eða a.m.k. sú dramatískasta. Þá var Roald Amundsen kom- inn til skjalanna. Hann hafði í hugaaðendurtakatilraun Nan- sens með að láta hafstraum- ana bera sig til Norðurpólsins. Þá bárust fregnir af því að Bandaríkjamaðurinn Robert E. Peary hefði komist á Norður- pólinn þann 6. apríl 1909. Amundsen ákvað þá að venda kvæði sínu í kross og leggja til atlögu við Suðurpól- inn, en þangað hafði enginn maður komist. Hann hélt ákvörðun sinni leyndri og sagði ekki áhöfninni frá því fyrr en þeir komu til Madeira á suður-

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.