Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1991, Page 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1991, Page 15
AD LEITA UPPRUNANS Ra II á Kon-Tiki safninu. ans. Mörg þeirra eru „opin“, þe. hlutar af skipssíðunni hafa verið fjarlægðir til þess að sýna fyrirkomulag í lestum, brú eða vistarverum áhafnar. Þarna eru líka eftirlíkingar af skipasmíða- stöðvum, nýjum sem gömlum, og heilu skipshlutarnir í fullri stærð. Víða eru skjáir þar sem hægt er að ýta á takka og fá stutta kennslustund í máli og myndum um hvaðeina sem viðkemur siglingum og sjó- mennsku. Að sjálfsögðu lauk þessari skemmtilegu heimsókn til Byg- doyar með hressingu á veit- ingastað sem rekinn er í tengsl- um við Sjóminjasafnið. Þaðan er gott útsýni yfir Oslóarfjörðinn og notalegt að sitja í fögru veðri eins og ég gerði þennan dag, daginn sem vorið kom til Osló- ar. Á heimleiðinni var ekki laust við að ég liti skipin á Oslóarfirði öörum augum en áður. Og ég hugsaði sem svo að gaman væri að koma aftur í þessi söfn því einn dagur nægir engan veginn til að skoða allt sem þar er að finna. VIKINGUR 15

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.