Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1991, Side 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1991, Side 19
HVER ETUR HVAD? Örlítið um áætlunina H I álft annað ár er nú liðið síðan fyrsta greinin, af nokkrum, um nauðsyn áfjölstofnarannsóknum á fslandsmiðum birtist í Víkingnum. Ýmsir tóku þeim skrifum illa, þar á meðal þungaviktarmenn í fiskifræðum og reiknilist. Sumir virtir vísindamenn í þeirra röðum héldu því fram að slíkar rannsóknir hefðu enga þýðingu hér, vegna víðáttu hafsins. Vmsir áttu í erfiðleikum með að skilja þessi rök og bjó í grun að ef til vill væri ekki full eining um kenninguna, hvorki á Hafró né í Háskólanum. Stjórnmálamenn virtust margir vera hallir undir vísindamennina en nokkrir tóku undir með Vík- ingnum og greinar um efnið fóru að birtast í dag- blöðum. Þetta er forsagan. En skjótt skipast veður í lofti og nú er annar uppi. Nýskipað Fjölstofnaráð Hafrannsókna- stofnunarinnar hefur gert áætlun um fjölstofna- rannsóknir á íslandsmiöum sem eiga að taka þrjú eða fjögur ár og kosta tæplega 300 milljónir króna. Þó er ekki lengra síðan en í ágúst 1990 að undirritaður heyrði forstjóra Hafró segja á merki- legum fundi, bæði pólitískra og vísindalegra for- ustumanna sjávarútvegs á Norðurlöndum, að fjölstofnarannsóknir ættu ekki erindi við íslend- inga. Vissulega er ástæða til að fagna þessari hug- arfarsbreytingu í opinberri afstöðu stofnunarinn- ar. í henni felst viðurkenning á að hún hefur ekki yfir nægilegri þekkingu á lífríki hafsins að ráða, enda þótt hið gagnstæða hafi oft verið gefið í skyn. í henni felst líka vilji til að gera miklu betur og afla miklu meiri þekkingar til að byggja ræktun nytjastofna okkar á. A sitthvað fleira er að líta í þessari áætlun og ekki alltjafn jákvætt — sumt sett fram af, að þvíer virðist, óhóflegri bjartsýni og annað af takmörk- uðum heilindum. í fyrsta lagi er það kostnaðurinn. Sumum kann að virðast hann mikill. Undirritaður lítur svo á að ef Hafró tekst að afla nægilegra gagna og vinna úr þeim traustar heimildir til að undirbyggja haldbæra sjávarútvegsstefnu á fjór- um árum og fyrir 300 milljónir, jafngildi þaö miklu kraftaverki. Ef við lítum á þetta 300 milljóna króna framlag sem fjárfestingu, sem við viljum fá til baka með vöxtum eftir tíu ár, þarf verðmætaaukn- ing landaðs afla ekki aö vera nema 1% á tíunda árinu, miðað við árið 1990. Sé þetta raunsætt mat á tilkostnaði mundu margir í viðskiptaheiminum telja að þar væri litlu hætt fyrir mikla vinnings- möguleika. En þá er líka rétt að spyrja; hvers vegna er ekki löngu búið að gera þessar rann- sóknir? Sannleikurinn er sá að fjölstofnarannsóknir eru svo gífurlega umfangsmiklar að Hafró hefur hvorki haft mannafla né fé nema til fálmkenndra þreifinga í þá átt, enda þótt greina hafi mátt góðan vilja hjá örfáum mönnum, innan stofnunarinnar. Ólafur Karvel Pálsson fiskifræðingur hefur síðan 1980 staðið fyrir sýnatökum til að rannsaka fæðu- val þorsks. í fyrsta tbl. Víkingsins 1990 upplýsir hann að tekin hafi verið 17 þúsund sýni 114 ferð- um á átta ára tímabili. í sömu grein leggur hann áherslu á að þessar athuganir séu á byrjunarstigi og í viðtali við DV 20.2. s.á. segir hann: „Það þyrfti bæði að rannsaka þetta yfir lengra tímabil og skoða gögnin mun betur en okkur hefur unnist tími til“. Þetta þýðir að á níunda áratugnum hafði tekist að fá nokkur gögn um örlítið brot af lífkeðj- unni, en ekki hafði unnist tóm til að rannsaka þau gögn áð neinu gagni. Hver étur hvern, hve mikið og hvaða áhrif hefur það á þann stofn sem étinn er og hvaða keðju- verkanir út í alla lífkeðjuna? Hve mikið éta 20 millj- ónir sjó- og bjargfugla af fiskseiðum og erum við með verndun smáfisks að skapa góð skilyrði fyrir fjölgun þeirra með aukinni þörf fyrir enn meiri viðkomu á uppeldisslóðunum? Hvað étur hvalur- inn og hvað étur selurinn? Hve lítið brot af allri þessari veiði eru veiðar mannsins? Og hvernig á að bregðast við samkeppninni frá fiskum, fuglum, hvölum og selum? Er skýringin á sífellt minnkandi nytjastofnum okkar sú að keppinautarnir hafi hirt allan afraksturinn af fiskræktarstefnu okkar og magnast svo að nú hafi fiskstofnarnir ekki lengur við að framleiða fóður handa þeim? Eða var „upp- eldið“ alltaf vanhugsað fálm? Við öllum þessum spurningum og ótal mörgum öðrum vantar okkur svör. Ef til vill geta vísinda- menn svarað þeim einhverntíma, en tæplega eftir þrjú til fjögur ár með rannsóknum tuttugu og tveggja manna sem hafa 300 milljónir króna til ráðstöfunar. Fyrr en við höfum svörin verður varla byggð upp nein fiskveiöistefna með rökum. Sigurjón Valdimarsson skrifar Sé þetta raunhæft mat á tilkostnaöi mundu margir í viöskipta- heiminum telja að þar væri litlu hætt fyrir mikla vinn- ingsmöguleika VÍKINGUR 19

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.