Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1991, Qupperneq 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1991, Qupperneq 36
JOI OG SVARTFUGLINN Sigfús Þorsteinsson fyrrum sjómaður Birgir Andrésson teiknaði 36 VÍKINGUR itli síldarbáturinn vaggaði mjúkiega á lágreistrí úthafsöldunni í stafalogni og glampandi sól. Fjöldi annarra veiðiskipa voru dreifð um allt Grímseyjarsundið, en sum höfðu lónað austur undir Flatey, önnur vestur á móts við Ólafsfjörð. Sumir létu reka, aðrir dóluðu um svæðið með mann í skýlinu þótt fæstum þætti líklegt að síldin færi aó vaða fyrr en seinna um daginn. Til lands að sjá skein sólin hátt á himni yfir stórskornum fjöllum Tröllaskaga, en til hafsins kúrði Grímsey værðarlega við Norðurheim- skautsbauginn. Undanfarna daga höfðu mörg skip fengið þarna ágæt köst, helst síðdegis eða snemma á morgnana, menn vonuðu því að ennþá leyndist þarna undir sólglitrandi haffletinum, silfur hafsins bíðandi eftir hentugu tækifæri til að bregða á leik við yfirborð sjávar. Þessi bátur var með þeim alminnstu í flotanum, svo nótabátarnir sem bundnir voru við stjórn- borðssíðuna og báru sinn helming snurPunótar- innar hvor, voru litlu minni en sjálft veiðiskipið. í vistarveru áhafnarinnar, lúkarnum, voru aðeins fjórarkojur, svo tilþess að um helminguráhafnar- innar, sem voru 15 menn, gætu hvílst samtímis, höfðu verið lagðar fjalir á milli bekkjanna framan við kojurnar. í þeirri flatsæng sem þar var tilreidd gátu 3-5 menn sofið samtímis, eftir því hve hag- anlega varraðað. Vegnaþrengslanna vorumenn orðnir því vanir að leggja sig hvar sem var ofan- dekks þegar veður leyfði, svo nú voru flestir að sóla sig í blíðunni. Tveiryngstu skipverjarnir sátu fram við lúkars- kappa og létu fara vel um sig. Þeir voru 16 og 17 ára og þetta var þeirra fyrsta síidarsumar, enda voru þeir oft búnir að heyra það frá Jóa skipsfé- laga sínum að það hefði verið nær fyrir þá að vera kyrra í landi og halda áframað sjúga mæður sínar en vera að flækjast fyrir fullorðnum mönnum úti á sjó! Já, Jói var oft búinn að gera þeim lífið leitt það

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.